Hoffell

Hoffell landaði í gær 307 tonnum af makríl til vinnslu. Skipið hélt aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell kom inn til löndunar í gær, sunnudag, með um 80 tonn af makríl til vinnslu. Með því hefur skipið lokið makrílveiðum og eru ekki önnur verkefi í augsýn fyrr er á nýju fiskveiðiári í haust.

Ljósafell

Ljósafell kom í land í morgun með 65 tonn af makríl og síld til vinnslu. Skipið heldur aftur til sömu veiða kl 17:00 í dag, föstudaginn 29. júní.

Samningur um ótryggða orku

Hinn 26. júní s.l. var undirritaður samningur á milli Loðnuvinnslunnar hf og RARIK um dreifingu og flutning ótryggðrar orku vegna fiskimjölsverksmiðju notanda á Fáskrúðsfirði. Uppsett afl búnaðar sem nýtir ótryggt rafmagn er 15 MW og áætluð ársnotkun 20GWH. Stefnt er að fullri afhendingu 1. september 2013. Í fyrri áfanga, sem áformað er að ljúka 10. janúar 2013, verður afhending allt að 5 MW. Í samningi þessum er fjallað um tengingu búnaðar sem nýtir ótryggða orku við dreifikerfi RARIK og uppsetningu og rekstur á tengi- og mælibúnaði. Heimtaug frá aðveitustöð að verksmiðju er 4,1 km. og verður hún grafin í jörð ofan við kauptúnið. Þessi framkvæmd kemur til með að nýtast að hluta til fyrir nýja vatnsveitu á Fáskrúðsfirði, en Fjarðabyggð fær afnot af skurðinum fyrir nýja vatnslögn og verður skurðurinn hafður 20 cm. breiðari af þeim sökum.

Tangi opinn gestum

Mánudaginn 2. júlí verður verslunarhúsið Tangi, sem byggt var 1895, opnað gestum til sýnis. Húsið verður opið virka daga frá kl. 10.00-12.00 og frá kl. 13.00-17.00. Um frönsku helgina verður opið frá kl. 14.00-18.00 laugardag og sunnudag. Sumarið 2012 er aðgangur ókeypis.

Hoffell

Hoffell kom inn til löndunar í morgun með um 260 tonn. Aflinn er að mestu makríll og er allt flokkað til manneldisvinnslu.

Hoffell

Hoffell kom inn til löndunar í nótt. Aflinn er um 375 tonn og uppistaðan makríll, eða um 75%.

Aflinn verður allur flokkaður til manneldis.

Hoffell

Hoffell er nú að landa fyrsta makrílnum á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð. Afli skipsins er um 210 tonn og um 75% af því makríll. Skipið heldur aftur til veiða á morgun 22. júní kl 20:00

Hoffell

Hoffell hefur nú hafið makrílveiðar. Skipið kom úr Slippnum á Akureyri á föstudaginn 15. júní eftir talsverðar endurbætur þar sem m.a. var skipt um togvindur og dekkkrana.

Ljósafell

Ljósafell er komið að landi með um 55 tonn. Uppistaðan er þorskur og ufsi. Skipið hefur nú lokið við að veiða allar bolfiskheimildir fiskveiðiársins. Næsta verkefni skipsins er að veiða makríl, en ekki er búið að tímasetja þær veiðar. Þó er nokkuð öruggt að ekki verður farið af stað fyrr en í síðustu viku júní.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 80 tonnum. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Skipið á nú einungis eftir smáræði af veiðiheimildum fiskveiðiársins og hefur tímasetning síðustu veiðiferðar ekki verið ákveðin.

Sjómannadagurinn

Í tilefni sjómannadagsins mun Ljósafellið sigla með almenning á laugardaginn 2. júní kl. 10:00. Gos og slikkerí handa öllum. Hoffellsmenn og þeirra fjölskyldur sérstaklega velkomin vegna þess að Hoffellið er því miður ennþá í slipp á Akureyri.