Veiðar
Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.
Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 2008 í Danmörku, það er 75,5 m langt, 15,6 m breitt og er um 2530 BL. Hoffell veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og mjöl- og lýsisvinnslu. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Hoffell á landleið með 2.250 tonn af Kolmunna.
Hoffell er á landleið með 2.250 tonn af Kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum. Slæmt veður hefur verið á miðunum í þessum túr. Þettta er fyrsta veiðiferð skipsins á Kolmunna eftir að Loðnuvinnslan keypti skipið í sumar. Veiðiferðin gekk vel. Mynd:...

Hoffell á landleið með rúm 1.150 tonn.
Hoffell er á landleið með 1.150 tonn af síld sem fer í söltun. Aflinn fékkst í 6 hölum 90 mílur vestur af Reykjanesi. Síldin er 280-300 g og er stærri en undanfarið. Hoffell hefur veitt rúm 3000 í þremur túrum á þremur viku. Þetta er síðasti túrinn fyrir jól og...

Hoffell er á landleið með 900 tonn.
Hoffell er á landleið með tæp 900. tonn af Síld sem fékkst um 90 mílur vestur af Reykjanesi. Hoffell verður komið til Fáskrúðsfjarðar um hádegi á morgun. Túrinn gekk vel og fékkst aflinn á aðeins 19 tímum. Síldin fer öll í söltun.Hoffell fer aftur út eftir löndun á...
Skuttogarinn


Ljósafell kom inn í gær með 85 tonn.
Ljósafell kom inn í gær með 85 tonn, aflinn var 47 tonn Þorskur, 30 tonn Ýsa, 5 tonn Karfi og 3 tonn Utsi . Mynd: Kjartan Reynisson.
Ljósafell kom inn í hádeginu með 90 tonn.
Ljósafell kom inn í hádeginu með tæp 90 tonn af fiski. Aflinn er 60 tonn Þorskur, 20 tonn Ýsa, 7 tonn Ufsi og annar afli. Skipið fer út aftur á miðvikudaginn, eftir að brælan gengur niður.
Ljósafell kom inn í nótt með 85 tonn af blönduðum afla.
Ljósafell kom inn í nótt með 85 tonn af blönduðum afla. Aflinn er 30 tonn Karfi, 30 tonn Ufsi, 20 tonn Ýsa og 5 tonn Þorskur. Ljósafell fer út kl. 18 á morgun.
Línubáturinn

Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Sandfell og Hafrafell hafa fengið 343 tonn í október, komu með 40 tonn í gær.
Góður afli hja Sandfelli og Hafrafelli það sem af er október, þeir hafa fengið samtals 343 tonn. Sandfell 176 tonn og Hafrafell 167 tonn. Í gær komu þeir í land með 40 tonn eftir tvær lagnir, Sandfell 17 tonn og Hafrafell 23 tonn. Myndir: Þorgeir...

Hafrafell komið í árlegan slipp í Hafnarfirði.
Hafrafell var tekið upp í dag í Hafnarfirði í reglubundið árlegt viðhald. Áæltað er að slippurinn taki 2 vikur.

Sandfell komið í árlegan slipp.
Sandfell var tekið upp í Njarðvík í dag og fer í reglubundið árlegt viðhald. Áætlað er að slippurinn taki 2 vikur.