Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 1999 í Póllandi (skrokkurinn) og Noregi (vélbúnaður og innréttingar). Skipið er 68,1 m langt, 12,6 m breitt og er um 1775 BL, veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og bræðslu í uppsjávarverkun og bræðslu Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Hoffell í öðru sæti uppsjávarskipa.

Hoffell í öðru sæti uppsjávarskipa.

Samkvæmt nýjum lista aflafrétta þá er Hoffell í öðru sæti uppsjávarskipa. Uppsjávarskip árið 2021.nr.13 Listi númer 13. Það líklegast stefnir í það að Beitir NK haldi toppsætinu út árið kominn með um 5 þúsund tonna meiri afla enn næsta skip Beitir NK var með 483 tonní...

Hoffell í öðru sæti.

Eins og staðan er í dag þá er Hoffell í öðru sæti sem er frábær árangur þar sem Hoffell er eitt minnsta skiptið á þessum lista. Sjá samantekt Aflafrétta. Listi númer 12 Núna eru öll skipin á veiðum og eru að mestu í  makrílnum  alls eru komnn á land um 336 þúsund tonn...


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.

Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Ljósafell

Ljósafell

Ljósafell fer niður úr slipp á mánudaginn og siglir vonandi til Íslands á þriðjudagskvöld.  Skipið er alltaf jafn fallegt.

Ljósafell komið til Færeyja í slipp.

Ljósafell komið til Færeyja í slipp.

Ljósafell landaði 107 tonnum í tveimur löndunum í síðstu viku, aflinn var aðallega þorskur og karfi. Ljósafell sigldi síðan til Færeyja sl. sunnudag og var tekið upp í slipp þar.   Skipið er að fara í venjubundið viðhald, en það er tekið á tveggja ára fresti...

Ljósafell með rúmlega 100 tonn.

Ljósafell kom inn í gærkvöldi með rúm 100 tonn af blönduðum afla.  Aflinn er 50 tonn Ufsi, 18 tonn Karfi, 15 tonn Þorskur, 15 tonn Ýsa og annar afli. Ljósafell fer út á þriðjudagsmorgun.


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Nýjustu fréttir af Sandfelli

Sandfell að verða klárt í Njarðvík.

Sandfell að verða klárt í Njarðvík.

Sandfell hefur verið í slipp í Njarðvík í tæpar tvær vikur og er verða tilbúið. Báturinn er tekinn upp einu sinni á ári og farið í venjubundið viðhald. Reiknað er með Sandfell geti siglt frá Njarðvík á miðvikudaginn.

Sandfell í 1 sæti og Hafrafell í 3 sæti í ágúst.

Sandfell í 1 sæti og Hafrafell í 3 sæti í ágúst.

Listi númer 5. Lokalistinn, Endaði nokkuð góður mánuðurinn,  4 bátar fóru yfir 200 tonnin Sandfell SU með 58 tonní 4 og endaði hæstur Auður Vésteins SU 61 tonní 5 Hafrafell SU 50 tonn í 4 Kristján HF 77 tonní 5 Vésteinn GK 77 tonn í 5 Indriði Kristins BA 50 tonní...

Góður gangur hjá bátunum í ágúst.

Góður gangur hjá bátunum í ágúst.

Gaman að segja frá því að samkvæmt aflafréttum þá eru Sandfell og Hafrafell aflahæðst það sem af er ágúst. Sandfell SU með 47 tonn í 3 og kominn á toppinn, Hafrafell SU 28 tonn í 2 Fríða Dagmar ÍS 38 tonn í 5 Auður Vésteins SU 30 tonn í 3 Jónína Brynja ÍS 40 tonn í 5...