Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 2008 í Danmörku, það er 75,5 m langt, 15,6 m breitt og er um 2530 BL. Hoffell veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og mjöl- og lýsisvinnslu. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli
Frábær árangur hjá Hoffelli.

Frábær árangur hjá Hoffelli.

Hoffell hefur nú landað um 36.000 tonnum af uppsjávarfiski, það sem af er ári. Aflaverðmætið er rúmir 2 milljarðar á árinu. Loðnuvinnslan óskar áhöfninni innilega til hamingju með frábæran árangur. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.
Nýjustu fréttir af Ljósafelli
Ljósafell kom inn í morgun með tæp 110 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 110 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 110 tonn, aflinn var 40 tonn Þorskur, 30 tonn Ufsi, 20 tonn Karfi og 10 tonn Ýsa og annar afli. Skipið fer út í fyrramálið kl. 8. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn í morgun með rúm 80 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með rúm 80 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með rúm 80 tonn af fiski.  Aflinn var 45 tonn Þorskur, 13 tonn Karfi, 10 tonn Ýsa, 10 tonn Utsi og annar afli. Skipið fer út kl. 13 á morgunn.

Ljósafell kom inn í morgun með 85 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 85 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 85 tonn af fiski.  Aflinn var 45 tonn Þorskur, 15 tonn Utsi, 15 tonn Karfi, 7 tonn Ýsa og annar afli. Mynd: Þorgeir Baldursson.


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.
Nýjustu fréttir af Sandfelli
Sandfell komið í árlegan slipp.

Sandfell komið í árlegan slipp.

Sandfell var tekið upp í Njarðvík í dag og fer í reglubundið árlegt viðhald. Áætlað er að slippurinn taki 2 vikur.

Línubátar sem af er ágúst.

Línubátar sem af er ágúst.

Hafrafell með mestan afla það sem af er ágúst og Sandfell í þriðja sæti skv. afláfréttum. Mynd; Þorgeir Baldursson. Sæti SíðastNafnAfliLandanirMestHöfn1Hafrafell SU 6566.9614.2Vopnafjörður, Neskaupstaður2Fríða Dagmar ÍS 10359.8118.6Bolungarvík3Sandfell SU...