Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 1999 í Póllandi (skrokkurinn) og Noregi (vélbúnaður og innréttingar). Skipið er 68,1 m langt, 12,6 m breitt og er um 1775 BL, veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og bræðslu í uppsjávarverkun og bræðslu Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Hoffell SU

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna af miðunum vestur af Írlandi. Um 700 mílna sigling er af miðunum. Túrinn gekk vel, veður var gott og aflinn fékkst á rúmum 3 sólarhringum. Hoffell var eina íslenska skipið sem fór á kolmunnamiðin eftir loðnuvertíðina....

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með rúm 1.300 tonn af loðnu til hrognavinnslu. Aflann fengu þeir vestan við Snæfellsnes í gær og verða þeir á Fáskrúðsfirði um kl. 6 í fyrramálið. Loðnan er með góðan þroska og hentar vel til hrognatöku.

Hoffell SU

Hoffell á landleið með um 1.100 tonn til hrognavinnslu.  Hoffell fékk aflann í gær og verður komið til Fáskrúðsfjarðar í nótt. Þessi vinnsla er alltaf jafn skemmtileg og verðmætar afurðir sem koma úr þessari vinnslu. Góður markaður er fyrir hrogn og markaðir...


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.

Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn um hádegi í dag með 75 tonna afla. 60 tonn þorskur, 7 tonn karfi, 6 tonn ufsi og annar afli. Eftir löndun fer skipið til Reykjavíkur og settar verða í það krapavélar.  Eftir það verður skipið með eigin krapavinnslu og þarf ekki að taka ís úr landi. ...

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til Þorlákshafnar í morgun með 60 tonn af fiski.  Aflinn er um 50 tonn karfi og 10 tonn ufsi og annar afli. Skipið fer út eftir löndun.  Túrinn hjá Ljósafelli var aðeins tæpir tveir sólarhringar, en skipið fór út frá Þorlákshöfn sl...

Ljósafell SU

Ljósafell landaði 40 tonnum  sl. fimmtudag í Þorlákshöfn og svo 70 tonnum aftur í morgun. Heildaraflinn er um 110 tonn. Ýsa um 50 tonn, þorskur um 30 tonn, ufsi um 20 tonn og svo annar afli  Fiskurinn er fluttur landleiðina austur á Fáskrúðsfjörð til...


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Nýjustu fréttir af Sandfelli

Góður afli Sandfells SU í ágúst

Góður afli Sandfells SU í ágúst

Ágústmánuður var var gjöfull hjá Sandfelli, og endaði skipið með mestan landaðan afla línubáta, með rétt tæp 200 tonn. Síðustu 9 daga hefur báturinn svo verið í slipp á Akureyri og er áætlað að hann fari aftur á stað um n.k....

Sandfell

Sandfell skilaði ágætlega í nóvember og endaði í 254 tonn, hæstur í sínum stærðarflokki. Sjá vefslóð http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/batar-yfir-15-bt-i-novnr6/4150 Þá hefur báturinn farið vel af stað í desember með um 43 tonn í fjórum...

Sandfell

Sandfelli hefur vegnað ágætlega að undanförnu. 11 tonn í gær og 12 tonn í fyrradag. Samkvæmt nýjustu samantekt Aflafrétta er báturinn kominn með 160 tonn í mánuðinum og er aflahæstur í sínum stærðarflokki. sjá slóð á...