Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 1999 í Póllandi (skrokkurinn) og Noregi (vélbúnaður og innréttingar). Skipið er 68,1 m langt, 12,6 m breitt og er um 1775 BL, veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og bræðslu í uppsjávarverkun og bræðslu Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Hoffell á landleið með 1.500 tonn

Hoffell er á landleið með 1.500 tonn af Loðnu og landar snemma í fyrramáli.  Veiði hefur verið frekar róleg undanfarið. minna að sjá af Loðnu.  Hluti aflans fer í frystingu og er verið að prufukeyra nýtt uppsjávarhús Loðnuvinnslunnar á morgun Skipið fer út strax eftir...


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.

Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Góður desember hjá Ljósafelli, með samtals 617 tonn

Góður desember hjá Ljósafelli, með samtals 617 tonn

Botnvarpa í des.nr.4.2021 Listi númer 4. Lokalistinn, ansi stór og mikill mánuður Björg EA með mikla yfirburði í des og fór yfir 1000 tonnin í desember.   Kaldbakur EA kom með 198 tonn í 1 og fór yfir 900 tonnin, Björgúlfur EA fór líka yfir 900 tonnin ...


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Nýjustu fréttir af Sandfelli

Sandfell í frysta sæti í nóvember (bátar yfir 21 tonn)

Sandfell í frysta sæti í nóvember (bátar yfir 21 tonn)

Sandfell var í  1 sæti  með 218,9 tonn í 17 túrum.  Hafrafell er í 11 sæti með 134,5 tonn í 14 túrum.  Hafrafell var frá í tæpar tvær vikur vegna bilunar í gír. Listi númer 5. Lokalistinn, Ansi góður mánuður og alls voru það 7 bátar sem yfri 180 tonnin náðu  og...

Bátar yfir 21 tonn, Sandfell í fyrsta sæti.

Bátar yfir 21 tonn, Sandfell í fyrsta sæti.

Bátar yfir 21 bt í okt.nr.4 Listi númer 4. Lokalistinn, Samkvæmt aflafréttum þá voru ansi margir bátar náðu yfir 100 tonnin, eða 14 talsins. Sandfell SU á toppnum og var rmeð 76 tonn í 5 róðrum. Indriði kristins BA 65 tonn í 5...