Veiðar

Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.

Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 1999 í Póllandi (skrokkurinn) og Noregi (vélbúnaður og innréttingar). Skipið er 68,1 m langt, 12,6 m breitt og er um 1775 BL, veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og bræðslu í uppsjávarverkun og bræðslu Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýjustu fréttir af Hoffelli

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna sem skipið fékk sunnan við Færeyjar. Skipið kemur í land seinnipartinn í dag, föstudag. Um 350 mílur er á miðin.

Hoffell SU

Hoffell kom í land í morgun með tæp 1.300 tonn af kolmunna af miðunum sunnan við Færeyjar.  350 mílur voru af miðunum á Fáskrúðsfjörð. Skipið stoppaði 4 sólarhringa á miðunum. Nú tekur við jólafrí fram yfir áramót.

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 1550 tonn af kolmunna af miðunum sunnar við Færeyjar,  en það tók aðeins 4 daga að ná aflanum.  Skipið verður í landi seinnipartinn á dag  Farið verður aftur út að lokinni löndun og freistað þess að ná öðrum túr í næstu...


Skuttogarinn

Ljósafell SU 70 er með 15 menn í áhöfn. Skipið er smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BL, veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unninn í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er aðallega botnvarpa.

Nýjustu fréttir af Ljósafelli

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn um miðnætti í gær með 100 tonn.  Aflinn er 40 tonn þorskur, 25 tonn ufsi, 25 tonn karf og 10 tonn ýsa. Túrinn gekk vel og var veðrið að mestu leiti gott.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með 75 tonn, 55 tonn þorskur og 20 tonn ýsa. Skipið fór út að löndun lokinni.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn dag með 75 tonn. Þar af voru 60 tonn þorskur, 7 tonn ýsa og annar afli. Brottför er kl. 13 á morgun.


Línubáturinn

Sandfell SU 75 er með 4 menn í áhöfn. Báturinn er smíðaður á Íslandi 2014, er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,6 BL.
Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Nýjustu fréttir af Sandfelli

Góður afli Sandfells SU í ágúst

Góður afli Sandfells SU í ágúst

Ágústmánuður var var gjöfull hjá Sandfelli, og endaði skipið með mestan landaðan afla línubáta, með rétt tæp 200 tonn. Síðustu 9 daga hefur báturinn svo verið í slipp á Akureyri og er áætlað að hann fari aftur á stað um n.k....

Sandfell

Sandfell skilaði ágætlega í nóvember og endaði í 254 tonn, hæstur í sínum stærðarflokki. Sjá vefslóð http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/batar-yfir-15-bt-i-novnr6/4150 Þá hefur báturinn farið vel af stað í desember með um 43 tonn í fjórum...

Sandfell

Sandfelli hefur vegnað ágætlega að undanförnu. 11 tonn í gær og 12 tonn í fyrradag. Samkvæmt nýjustu samantekt Aflafrétta er báturinn kominn með 160 tonn í mánuðinum og er aflahæstur í sínum stærðarflokki. sjá slóð á...