Veiðar
Útgerðin rekur tvö skip og einn bát: Uppsjávarskipið Hoffell, skuttogarann Ljósafell og línubátinn Sandfell. Hér geturðu fylgst með nýjustu fréttum af skipunum og skoðað hvar þau eru stödd.
Uppsjávarskipið

Hoffell SU 80 er með 9 menn í áhöfn á trolli og 11 menn á nót. Skipið er smíðað 2008 í Danmörku, það er 75,5 m langt, 15,6 m breitt og er um 2530 BL. Hoffell veiðir uppsjávarfisk bæði til manneldis og mjöl- og lýsisvinnslu. Veiðarfæri eru flotvarpa og hringnót.

Nýtt Hoffell komið til heimahafnar
Fáskrúðsfjörður skartaði sínu fegursta í dag þegar nýtt uppsjávarskip Loðnuvinnslunnar sigldi fyrsta sinni til nýrrar heimahafnar. Skipið hefur fengið nafnið Hoffell og leysir af hólmi eldra skip Loðnuvinnslunnar sem bar sama nafn. Margir stóðu á bryggjunni og fögnuðu...

Nýtt Hoffell SU-80 siglir inn í brakandi blíðu
Það var sannkölluð rjómablíða þegar nýtt og glæsilegt Hoffell sigldi inn fjörðinn rétt fyrir kl 10:00 í morgun. Í dag kl. 14:00 verður móttökuathöfn við Bæjarbryggjuna þar sem hið glæsilega skip verður blessað og því gefið nafn. Að athöfn lokinni verður skipið til...

Nýtt Hoffell – móttökuathöfn
Sunnudaginn 19. júní siglir nýtt Hoffell SU-80 inn Fáskrúðsfjörð og að því tilefni verður efnt til móttökuathafnar kl. 14:00 þar sem hið glæsilega skip verður blessað og því gefið nafn. Að athöfn lokinni verður skipið til sýnis og eru allir velkomnir. Sjómenn úr...
Skuttogarinn

Ljósafell kom inn í dag með 75 tonn.
Ljósafell kom inn í dag með 75 tonn af fiski, aflinn er 33 tonn Karfi, 25 tonn Þorskur, 10 tonn Utsi, 5 tonn ýsa og annar afli.

Ljósafell með 90 tonn
Ljósafell kom inn í morgun með 90 tonn, aflinn var 43 tonn þorskur, 25 tonn ufsi, 13 tonn ýsa, 5 tonn karfi og annar afli.Skipið fer út aftur kl. 13 á morgun. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Ljósafell með 55 tonn eftir stuttan túr
Ljósafell kom inn með 55 tonn á laugardagsmorgun eftir stuttan túr, aflinn var 35 tonn þorskur, 12 tonn ýsa, 5 tonn ufsi og annar afli. Skipið fer aftur út á þriðjudaginn kl. 13.
Línubáturinn

Báturinn veiðir bolfisk sem er fyrst og fremst unnin í frystihúsi Loðnuvinnslunnar. Veiðarfæri er lína.

Sandfell og Hafrafell á toppnum
Listi númer 2, bátar yfir 21 BT í júní.nr.2.2022 Roslaega lítið um að vera og veiðin hjá bátunum ekkert til þess að hrópa húrra fyrir kemur ekki á óvart enn Sandfell SU með 16,7 tonn í 3 og kominn yfir 100 tonnin. Hafrafell SU 19,3 tonn í 2 Kristján HF 17,9...

Sandfell aflahæðst með 278 tonn og Hafrafell í þriðjasæti með 203 tonn.
Nokkuð góður mánuður, og þvír bátar náðu yfir 200 tonnin, Sandfell SU sem fyrr aflahæstur, endaði í 278 tonnum Tryggvi Eðvarðs SH 41 tonn í 2 Hafrafell SU 14 tonn í 1 og allir þessir þrír bátar fóru yfir 200 tonnin, Jónína Brynja ÍS 17 tonn í 1 Fríða Dagmar ÍS...
Arctic Voyager kom með 2.000 tonn af Kolmunna í dag.
Arctic Voyager kom í dag mec 2.000 tonn af kolmunna. Aflinn er fenginn núna suð-austur úr Færeyjum. Ágæt veiði er á miðunum.