Ljósafellið kom til hafnar nú undir kvöld með fullfermi eða rúmlega 110 tonn.Tæp 50 tonn af þorski, rúm 40 tonn af ufsa og 20 tonn af gullkarfa, ýsu og öðrum tegundum.

Mjög góð veiði hefur verið síðustu daga hjá Sandfelli og Hafrafelli.

Hoffellið er á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum. Áhöfnin gerði ásamt fleiri skipum hlé á veiðum í dag til að aðstoða við leit. Leitað er tveggja sjómanna af færeysku línuskipi sem fékk á sig brotsjó og sökk fyrr í dag.

Við sendum vinum okkar í Færeyjum hlýjar kveðjur og vonum það besta 🙏

Mynd: Loðnuvinnslan.