Ljósafell

Í dag kl 13 kom Ljósafell með samtals 110 tonn af blönduðum afla. 55 tonn af Ufsa, 13 tonn af Þorski og 13 tonn af Ýsu og öðrum afla.

Ljósafell fer aftur út kl. 22 annað kvöld.

Góður gangur hjá Hoffelli

“Margur er knár þó hann sé smár” segir máltækið og lýsir einhverjum sem dugur er í og gerir mikið þrátt fyrir smæð. Hoffell SU er eitt af minnstu uppsjávarveiðiskipum íslenska flotans en engu að síður aflahæsta  kolmunna skipið á þessari vertíð og í öðru sæti af heildarafla eins og staðan er þegar þetta er ritað.  Það er góður árangur og góð ástæða til þess að slá á þráðinn til Sigurðar Bjarnasonar skipstjóra og heyra í honum hljóðið. Hann var að vonum ánægður með niðurstöðuna og sagði að uppskeran væri líkt og sáð var til. “Við sækjum stíft og það hefur gengið vel” sagði Siggi skipstjóri. 

Hoffell er núna að leita að makríl og sagði Siggi að þeir hefðu ekki fundi neinn enn, “hann er bara ekki kominn” sagði hann hæglátlega eins og hans er siður. Hann kvað lífið um borð ganga sinn vanagang og að áhöfnin á Hoffelli væri klár í makrílveiðar um leið og tækifæri gæfist.

BÓA

Ljósmynd Óðinn Magnason

Hoffell aflahæst í kolmunna.

Samkvæmt vef aflafrétta þá er Hoffell SU, sem er eitt minnsta uppsjávarskipið, aflahæðst í Kolmunna. Voru með 3163 tonn í tveim róðum og er því komið í annað sæti og kominn með yfir 20 þúsund tonn.

Ljósafell

Ljósafell fór út þriðjudaginn 8. júní og landaðii 30 tonnum. Aflinn var að mestu þorskur. Skipið fór strax út eftr löndun. 

Áður hafði Ljósafell landað sl. laugardag einnig eftir stuttan túr 60 tonnum. Aflinn var að mestu þorskur.

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf

Vorfundir 2021
Aðalfundir Innri og Ytri deilda KFFB
verða haldnir í kastofu frystihússins.
Ytri deild mánudaginn 28. júní 2021 kl. 18:00
Innri deild þriðjudaginn 29. júní 2021 kl. 18:00


Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsrðinga
verður haldinn í Wathneshúsinu föstudaginn 2. júlí 2021 kl. 17:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og tillaga um breytingar
á samþykktum félagsins.


Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf verður haldinn í Wathneshúsinu
föstudaginn 2. júlí 2021 kl. 18:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaupfélag Fáskrúðsrðinga
Loðnuvinnslan h/f

Til hamingju með daginn sjómenn

Loðnuvinnslan hf og tengd félög senda sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilegar hamingjuóskir með sjómannadaginn með þökkum fyrir dugmikla sjósókn.

Þröng á þingi við frystihúsbryggjuna

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 1.600 tonn og verður um kl. 18 í kvöld á Fáskrúðsfirði.  Hoffell hefur landað á árinu 17.500 tonn af kolmunna og mun vera aflahæst kolmunnaskipa.

Eftir löndun verður skipið gert tilbúið á makrílveiðar.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn s.l. laugardag með um100 tonna afla. 65 tonn ufsi, 20 tonn þorskur 5 tonn karfi, 5 tonn ýsa og annar afli.

Ljósafell fór út aftur í gærkvöldi.

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 1.600 tonn af kolmunna sem veiddur er austan við Færeyjar.  Hoffell verður á Fáskrúðsfirði um kl. 13 í dag. Skipið hefur nú fengið um 16.000 tonn af kolmunna á árinu.

Ljósafell SU

Ljósafell kom s.l. sunnudag með 110 tonn af fiski.  Aflinn var 50 tonn ufsi, 30 tonn þorskur, 20 tonn ýsa og annar afli.