Starfsmannaferð til Glasgow

Dagana 25. til 29.nóvember s.l. fór starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar til Glasgow í Skotlandi.

Flogið var frá Egilsstöðum og hópurinn sem fór á vegum LVF taldi 76 manns.  Flug á milli austur strandar Íslands og  Skotlands  þykir nokkuð stutt eða tæpar tvær klukkustundir og voru ferðalangar sammála um að flugferðin hefði verið þægileg og þjónustan um borð verið til fyrirmyndar. Margir voru búnir að kynna sér hvað hægt var að gera í borginni, hvaða söfn og sýningar þar væru að finna en aðrir kusu að láta kylfu ráða kasti hvernig dögunum skyldi varið.

Veðrið var með ágætum, smá skúrir af og til fyrstu dagana en síðan brosti sólin á móti fólki.

Una Sigríður Jónsdóttir er starfsmaður LFV og var hún ein af þeim sem fóru í ferðina til Glasgow. Hún sagði að ferðin hefði verið æðisleg, hópurinn frábær og hótelið alveg framúrskarandi. “Þetta var bara í alla staði frábær ferð”, sagði Una   “góðir veitingastaðir þar sem hægt var að borða mikið af góðum mat og enn betri drykkir” bætti hún við kímin.

Una sagði borgina vera að jafna sig eftir erfið Covid ár, líkt og aðrar borgir heimsins, en jólaljósin hefðu verið falleg og fólkið sem mætti þeim í allri þjónustu verið afar indælt og elskulegt og svo var þar afar skemmtilegur jólamarkaður þar sem gaman var að ganga um og skoða.

“Svo eru búðirnar flottar og við vinkonurnar gátum alveg rölt aðeins um þær” sagði Una og ekki laust við að sæluandvarp slyppi af vörum hennar við upprifjunina.  Hún sagði frá því að einn daginn hefði hún gengið rúmlega 21 þúsund skref og henni hefði verið góðlátlega strítt á því að hún hefði nú að öllum líkindum ekki farið svo langt, hún væri jú bara svo smávaxin og tæki þar af leiðandi svo smá skref.  Hún sagði líka að það hefði verið alger snilld að heimsmeistarmótið í knattspyrnu skyldi vera í gangi því margir makar kusu heldur að sitja á kránni og horfa á spennandi fótbolta og á meðan hinn makinn lét greipar sópa í verslunum. Allir ánægðir.

Aðspurð að því hvort að hún hefði tekið sér eitthvað sérstakt fyrir hendur á meðan á dvölinni í Glasgow stóð sagði hún að hún og vinahópur hefðu farið í minigolf á mjög svo sérstakan stað. “Það var líkt og að ganga inn í listaverk, þar sem hver braut bar ákveðið þema úr þekktri bíómynd, og svo fórum við á karioki bar þar sem ákveðnir aðilar úr hópnum slóu í gegn með Lady Gaga laginu Shallow” rifjaði Una upp.

Steinþór Pétursson skrifstofustjóri hjá Loðnuvinnslunni var afar sáttur við Glasgow ferðina. “Þetta var fín ferð” sagði Steinþór “súper staðsetning á hótelinu þar sem aðeins steinsnar var á verslunargötuna fyrir þá sem það kusu og eins steinsnar frá járnbrautastöðinni fyrir þá sem kusu að fara lengra til”.  Sem Steinþór gerði ásamt góðum hópi ferðafélaga. Þau tóku lestina yfir til Edinborgar og eyddu þar dagparti við að ganga um götur, kíkja á jólamarkað og auðvitað að njóta veitinga eins og hefð er fyrir í slíkum ferðum.  Steinþór sagðist hafa gengið nokkuð um borgina til þess að skoða sig um “ég fékk mér gjarnan göngu þegar frúin kíkti í búðirnar” sagði Steinþór og bætti því við að stöku sinnum hefði hann nú staldrað við til að væta kverkarnar og kíkt þá á fótboltann í leiðinni væri hann á skjá hvort sem var.  Steinþór hafði líka orð á því hversu frábært það væri að geta flogið svona á vit ævintýra út í hinn stóra heim frá heimahögum, “þvílík þægindi að lenda og vera kominn heim eftir klukkustund” sagði hann.

Á laugardagskvöldinu bauð Loðnuvinnslan öllum í þriggja rétta máltíð á veitingastað í nágrenni hótelsins sem þau gistu. Una og Steinþór voru sammála um að maturinn hefði verið stórkostlega góður og kvöldið allt hið eftirminnilegasta.

Heyra mátti glögglega á þeim báðum að nú væri bara að bíða næstu ferðar á vegum starfsmannafélagsins því hvað er betra í þessum heimi en að njóta samvista og lífsins lystisemda með góðu samferðafólki.

BÓA

Farþegar að ganga um borð á Egilsstöðum. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Fallegar jólaskreytingar. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
Hótelið sem hópurinn gisti á. Ljósmynd: AEH
Fegurðin grípur augað. Ljósmynd: AEH
Kvöldverðaboð Loðnuvinnslunnar. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Jólaljósin eru ekki spöruð. Ljósmynd: AEH.

Sandfell og Hafrafell aflahæðstir það sem af er nóvember.

Sandfell með 190 tonn í 14 róðrum og Hafrafell með 184 tonn í 15 róðrum.

Sæti áðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Sandfell SU 75189.61425.1Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
23Hafrafell SU 65183.41524.6Neskaupstaður, Vopnafjörður, Breiðdalsvík
34Kristján HF 100155.9923.1Eskifjörður, Neskaupstaður
416Indriði Kristins BA 751153.51023.6Tálknafjörður, Vopnafjörður, Ólafsvík
58Tryggvi Eðvarðs SH 2151.31224.9Ólafsvík
65Jónína Brynja ÍS 55144.31612.2Bolungarvík
72Fríða Dagmar ÍS 103142.61512.7Bolungarvík
812Gísli Súrsson GK 8123.51118.8Eskifjörður, Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
99Háey I ÞH 295121.91218.0Húsavík, Raufarhöfn
1014Einar Guðnason ÍS 303120.51118.9Suðureyri, Þingeyri
117Óli á Stað GK 99118.51611.3Siglufjörður, Dalvík
126Auður Vésteins SU 88115.81219.2Stöðvarfjörður, Neskaupstaður
1317Særif SH 25107.0820.0Rif, Hafnarfjörður, Arnarstapi
1413Vigur SF 80106.8722.4Neskaupstaður
1518Stakkhamar SH 22097.11211.6Rif, Arnarstapi
1621Vésteinn GK 8896.3818.9Stöðvarfjörður
17Sævík GK 75775.01014.9Sandgerði, Grindavík
1811Gullhólmi SH 20169.2521.2

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell kemur í kvöld með rúm 800 tonn af Síld.

Hoffell kemur í kvöld með rúm 800 tonn af Síld sem verður söltuð.  Aflnn fékkst 90 mílur vestur af Reykjanesi og eru 380 mílur af miðunum á Fáskrúðsfjörð. Veður var leiðinlegt á miðunum næstum allan túrinn.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Hoffell lagði af stað á sunnudagskvöldið frá Færeyjum eftir breytingar.

Hoffell hefur verið í Færeyjum í sl. 6 vikur vegna breytinga.  Nótakassinn var stækkaður úr 130 m3 í 180 m3 og settur nýr nótakrani á skipið frá Triplex í Noregi.  Spilmótorar á aðalspili voru teknir upp, glussalagnir lagðar fyrir nýtt hjálparspil á framdekki.  Síðan voru ýmis smærri verk unnin.

Hoffell fór frá Færeyjum sl. sunnudagskvöld og fór beint á síldarmiðin vestur af landinu og kemur þangað í kvöld.  Síldin sem veiðist verður verkuð í salt eins og venjulega hjá Loðnuvinnslunni.

Nýr og breyttur nótakassi og nýr nótakrani frá Triplex.

Mynd: Kjartan Reynisson.

Hoffell eftir breytingar í Þórshöfn í Færeyjum,  nótakassinn hefur verið hækkaður en hann var stækkaður um 40%. Í baksýn sést eldra Hoffell með fullfermi af NVG-síld og bíður eftir löndun.

Mynd: Kjartan Reynisson.

Breytingar voru gerðar á yfirbyggðu dekki og hægt að ganga þaðan yfir í framskipið.

Mynd: Kjartan Reynisson.

Nýr gufuþurrkari í verksmiðjuna.

Nýr gufuþurrkari í verksmiðjuna er að verða tilbúinn út í Danmörku.  Hann hann verður afhentur 5. desember n.k.

Þurrkarinn og gírinn eru um 114 tonn.  Er þetta þriðji þurrkarinn sem Loðnuvinnslan kaupir á 7 árum. 

Þá er búið að leggja af alla 4 þurrkaranna sem settir voru upp í verksmiðjunni upphafalega og þessir þrír eru með 30 % meiri afköst eldri þurrkarar.

Mynd: Friðrik Mar Guðmundsson. Gufuþurrkarinn.

Mynd: Friðrik Mar Guðmundsson. Rótorinn á þurrkaranum.

Ljósafell í 4 sæti í október af togurum hjá aflafréttum.

Samkvæmt aflafréttum þá endaði Ljósafell í 4 sæti af togurum í október. Virkilega vel gert.

Hér má sjá lokalista hjá aflafréttum.

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Viðey RE 50789.06179.7Grundarfjörður, Reykjavík
26Björgvin EA 311700.66153.1Dalvík
32Drangey SK 2680.85193.7Sauðárkrókur
412Ljósafell SU 70635.95130.0Fáskrúðsfjörður
58Gullver NS 12617.85141.8Seyðisfjörður
67Björgúlfur EA 312614.24224.2Dalvík
719Sóley Sigurjóns GK 200602.46137.6Siglufjörður
84Jóhanna Gísladóttir GK 357590.41186.7Djúpivogur, Grundarfjörður, Ísafjörður, Grindavík
916Sirrý ÍS 36576.66113.9Bolungarvík
1011Kaldbakur EA 1569.94167.9Eskifjörður, Akureyri, Neskaupstaður
1110Málmey SK 1565.24177.7Sauðárkrókur
129Þórunn Sveinsdóttir VE 401548.34142.5Vestmannaeyjar
133Björg EA 7548.24167.4Akureyri, Dalvík
1415Vestmannaey VE 54523.7785.4Vestmannaeyjar, Neskaupstaður
155Akurey AK 10504.86108.7Reykjavík, Grundarfjörður
1633Helga María RE 1499.04170.3Reykjavík
1713Skinney SF 20457.76113.6Hornafjörður
1821Páll Pálsson ÍS 102444.95117.3Ísafjörður
1914Þinganes SF 25430.4785.2Reykjavík, Grundarfjörður, Þorlákshöfn

Frábær október mánuður hjá Sandfelli og Hafrafelli.

Frábær afli hjá Sandfelli og Hafrafelli í október og fengu samtals 532 tonn. Sandfell með samtals 283 tonn og Hafrafell með samtals 249 tonn.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Sandfell SU 75283.42128.4Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
22Hafrafell SU 65249.11721.8Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
35Indriði Kristins BA 751242.81324.0Vopnafjörður
43Kristinn HU 812237.32512.8Arnarstapi, Ólafsvík
54Kristján HF 100225.51423.1Neskaupstaður, Vopnafjörður
68Tryggvi Eðvarðs SH 2211.41321.0Ólafsvík
77Vigur SF 80209.11127.5Neskaupstaður
89Stakkhamar SH 220200.62214.4Rif
912Háey I ÞH 295197.91223.5Raufarhöfn, Húsavík, Dalvík
1010Særif SH 25194.31422.7Arnarstapi, Rif
116Auður Vésteins SU 88190.81621.3Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
1211Einar Guðnason ÍS 303175.31616.8Suðureyri
1314Fríða Dagmar ÍS 103174.82014.2Bolungarvík
1416Jónína Brynja ÍS 55165.72212.1Bolungarvík
1513Gísli Súrsson GK 8161.71520.4Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
1615Gullhólmi SH 201157.21120.0Rif
1717Óli á Stað GK 99133.5209.5Siglufjörður, Dalvík
1818Sævík GK 757117.91811.1Skagaströnd
1920Hulda GK 1799.8149.1