Ljósafell kom með fullfermi inn til Þorlákshafnar í morgun.
Ljósafell kom með 110 tonn af blönduðum afla inn til Þorlákshafnar í morgun. Aflinn er 35 tonn Karfi, 33 tonn Þorskur, 20 tonn Ýsa, 15 tonn Ufsi og annar afli.
Hoffell á landleið með tæp 1.800 tonn af Loðnu.
Hoffell er á landleið með tæp 1.800 tonn af Loðnu til hrognatöku. Loðnuveiði er væntanlega lokið og kvóti íslenskra skipa að mestu búinn.
Hoffell náði öllum sínum kvóta 11.500 tonnum og allt hefur farið í hrognatöku.
Næst verður haldið til kolmunnaveiða við Færeyjar um 10. apríl.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Tasiilaq.
Tasiilaq kom inn í nótt með 1.400 tonn af Loðnu til hrognatöku. Aflinn er fenginn út af Malarrifi á Snæfellsnesi.
Byrjað var að landa úr Ásgrími Halldórssyni í morgun.
Ásgrímur kom í gær með 1.400 tonn af Loðnu til hrognatöku byrjað var að landa í morgun.
Meðfylgjandi mynd þegar áhöfnin tók á móti köku í tilefni komu þeirra á Fáskrúðsfjörð.

Mynd: Magnús Þorri Magnússon.
Ljósafell landar í Þorlákshöfn á morgun.
Ljósafell kemur í kvöld til Þorlákshafnar með tæp 80 tonn af blönduðum afla.
Aflinn er 27 tonn Utsi, 23 tonn Þorskur, 20 tonn Karfi, 8 tonn ýsa og annar afli.

Mynd: Þorgeir Baldursson.
Hoffell með fullfermi.
Hoffell kom í fjörðin í dag með fullfermi og bíður eftir að komast að löndunarbryggju.

Mynd; Loðnuvinnslan.
Hoffell á landleið með 2.300 tonn
Hoffell er á landleið með 2.300 tonn af Loðnu til hrognatöku. Aflinn er fenginn úr vestangöngunni í Breiðafirði.
Mjög gott veður var á miðunum í dag og aflinn er fenginn á 10 tímum.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Tasiilaq með 1.600 tonn.
Grænlenska nótaskipið Tasillaq kom í nótt með 1.600 tonn af Loðnu til hrognatöku.
Veiðin eru úr vestangöngunni sem er kominn inn á Breiðafjörð.

Mynd: Þorgeir Baldursson.
Högaberg á landleið með tæp 500 tonn.
Högaberg er á landleið með 500 af Loðnu til hrognatöku. Er skipið í síðasta túr.
Mikið var að sjá á loðnumiðunum við Breiðafjörð og talið er að vestan ganga sé að koma inn á Breiðafjörðin.
Loðnulöndun.
Jóna Eðvalds er á leiðinni á Fáskrúðsfjörð með um 1.300 tonn til hrognatöku.
Skipið verður í fyrramálið.

Mynd: Þorgeir Baldursson.
Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu.
Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu og verður annað kvöld á Fáskrúðsfirði. Aflinn fékkst út af Reykjanesi og á Breiðafirði. Um 390 mílur eru frá miðunum á Breiðafirði til Fáskrúðsfjarðar.
Hoffell hefur með þessum túr komið með tæp 8.000 tonn af Loðnu til hrognatöku í 4 veiðiferðum. Skipið fer strax út eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn.
Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn af Loðnu. Hluti aflans fékks sunnar við Snæfellsnes og hluti vestur af Reykjanesi.
Við Reykjanes var komin seinni ganga að austan og var ágætis veiði þar í gær og í dag.

Mynd: Loðnuvinnslan.