Ljósafell SU

Ljósafell kom inn dag með 75 tonn. Þar af voru 60 tonn þorskur, 7 tonn ýsa og annar afli.

Brottför er kl. 13 á morgun.

Hoffell SU

Hoffell kom í land í morgun með um 450 tonn af síld og öðru afla.
Í gærkvöldi var komin bræla fyrir vestan land og verður í nokkra daga.
Aflinn fer í söltun.  Þegar búið er að landa verður haldið á kolmunnaveiðar austan við Færeyjar.

Ljósafell SU

Ljósafell kom í land í morgun með 80 tonn, þar af 70 tonn þorskur, 6 tonn ýsa og annar afli.

Skipið fer út aftur þegar veðrið gengur niður.

Aflabrögð í nóvember

Það sem liðið er af nóvembermánuði hefur fiskast vel hjá bátunum Hafrafelli og Sandfelli, þrátt fyrir rysjótt veður. Bátarnir er búnir að veiða samtals um 237 tonn.  Hafrafell með 122 tonn og Sandfell með 115 tonn.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í dag með 55 tonn. Aflinn er að mestu þorskur. Ljósafell fer út kl. 13.00 á miðvikudaginn.

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 750 tonn af síld og verður í landi í fyrramálið.  Aflinn var fenginn vestur af Reykjanesi.

Ágætis veiði var þar síðasta sólarhringinn, en skipið stoppaði 2 sólarhringa á miðunum. Síldin verður sötuð fyrir markað á Norðurlöndunum.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með 45 tonn og fór strax út eftir löndun. Aflinn er að mestu þorskur.

Ljósafell landaði 100 tonnum sl. mánudag og er búið að landa því 145 tonnum í vikunni.

Framkvæmdir í fiskmjölsverksmiðju

Í dag kom flutningaskipið Sun Rio með nýjan gufuþurrkara frá Haarslev í Danmörku í fiskmjölsverksmiðjuna. Í staðinn fóru út tveir rúmlega 40 ára gamlir þurrkarar og um borð í sama skip, sem flytur þá til Marocco í Afríku. Nýji þurrkarinn er um rúmlega 100 tonn að þyngd og hífðu þrír kranar hann upp úr skipinu á frystiklefabryggjuna. Nýji þurrkarinn er um 70% stærri en hinir tveir og eykst þurrkgeta  í verksmiðjunni um 15% við þessar breytingar.  Reiknað er með að nýji þurrkarinn verði tekinn í notkun eftir um 3 vikur.  

Hoffell með nýtt kælikerfi

Undanfarnar sex vikur hefur Hoffellið verið í slipp í Þórshöfn í Færeyjum. Stærsta verkefnið var að skipta um kælikerfi, en undirbúningsvinna fyrir þau skipti hafði verið framkvæmd í áföngum. Þá var gírinn fyrir aðalvélina einnig yfirfarinn og ljósavélin tekin upp. Kjartan Reynisson útgerðarstjóri sagði að allt hefði gengið nokkurn vegin samkvæmt áætlun og verkin væru vel unninn líkt og áður hjá frændum vorum í Færeyjum.  Þá var gert við smáræði hér og þar, málað og snyrt. “Þetta var góð yfirhalning” sagði Kjartan og bætti því við að fyrirbyggjandi viðhald væri ávalt farsælast.

Skip Loðnuvinnslunnar fara að jafnaði í slipp annað hver ár, þar sem þau eru botnhreinsuð og máluð auk venjubundins viðhalds. En þegar mikið þarf að gera líkt og að skipta út kælikerfi þarf að fara oftar, það liggur í hlutarins eðli.

Nú er Hoffellið lagt af stað á miðin og mun þessi túr segja til um gæði nýja kælikerfisins en það á að geta kælt hraðar og betur en það sem fyrir var.

Ávalt hefur verið metnaður hjá LVF að hafa skip, báta, vélar og tæki í fullkomnu ástandi þannig að öryggi þeirra sem starfa sé ávalt eins og best verður á kosið. Og þá geta Hoffellsmenn raulað við störf sín: “stolt siglir fleygið mitt”.

BÓA

Nýja kælikerfið um borð í Hoffelli. Ljósmynd: Kjartan Reynisson
Hoffell fánum prýtt. Ljósmynd: Jónína Óskarsdóttir

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með. tæp 100 tonn.  60 tonn þorskur, 30 tonn karfi og annar afli. Skipið fer út aftur á mánudaginn kl. 13.00

Línubátar

Afli línubátanna Hafrafells og Sandfells var njög góður í október. Afli Sandfells var um 213 tonn og vermir hann fyrsta sætið yfir aflamagn línubáta. Sandfell er svo í öðru sæti listans með um 167 tonn. Heildarafli bátanna var því um 381 tonn.

Sæti áðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
1Sandfell SU 75213.11523.9Bakkafjörður, Vopnafjörður, Neskaupstaður
2Hafrafell SU 65167.51722.5Vopnafjörður, Siglufjörður, Bakkafjörður
3Jónína Brynja ÍS 55165.41815.8Bolungarvík
4Fríða Dagmar ÍS 103162.81815.4Bolungarvík
5Kristinn HU 812156.82012.3Skagaströnd
6Gísli Súrsson GK 8148.41614.7Stöðvarfjörður, Hornafjörður, Neskaupstaður
7Óli á Stað GK 99140.8269.7Siglufjörður, Dalvík
8Vésteinn GK 88136.11415.3Stöðvarfjörður, Neskaupstaður
9Sævík GK 757136.01615.6Skagaströnd
10Patrekur BA 64130.3929.8Patreksfjörður
11Kristján HF 100128.81216.8Vopnafjörður
12Vigur SF 80116.41513.8Hornafjörður
13Særif SH 25115.91718.8Sauðárkrókur, Siglufjörður
14Gullhólmi SH 201115.41312.0Siglufjörður
15Hamar SH 224112.6729.3Rif
16Auður Vésteins SU 88104.51114.8Stöðvarfjörður, Neskaupstaður
17Geirfugl GK 6697.1226.7Siglufjörður, Dalvík
18Bíldsey SH 6585.9914.5Siglufjörður, Skagaströnd
19Stakkhamar SH 22080.61012.4Sauðárkrókur, Siglufjörður
20Áki í Brekku SU 76077.9179.0Breiðdalsvík
21Eskey ÓF 8072.9166.0Ólafsfjörður, Siglufjörður
22Hafdís SK 457.1615.3Ólafsvík, Arnarstapi
23Indriði Kristins BA 7516.516.5Siglufjörður

Ljósafell SU

Ljósafell kemur inn í kvöld með 100 tonn.  Aflinn er um 80 tonn þorskur og 20 tonn ýsa.

Skipið fór út sl. föstudag og gekk túrinn mjög vel. Ljósafell heldur aftur til veiða á miðvikudag.