Hafrafell og Sandfell.

Frábært apríl mánuður hjá Hafrafelli og Sandfelli. Hafrafell endaði í 1.sæti með 294 tonn og Sandfell í 2.sæti með 284 tonn.

Sæti SíðastNafnAfliLandanirMestHöfn
11Hafrafell SU 65294.42322.5Grindavík, Sandgerði
22Sandfell SU 75284.02319.4Grindavík, Sandgerði
33Kristján HF 100273.42121.1Grindavík, Sandgerði
45Auður Vésteins SU 88244.22419.3Grindavík, Sandgerði
54Kristinn HU 812233.41626.1Ólafsvík, Arnarstapi
68Tryggvi Eðvarðs SH 2225.31427.8Ólafsvík, Grindavík, Arnarstapi
77Gísli Súrsson GK 8210.22216.6Grindavík, Sandgerði
811Háey I ÞH 295191.31125.3Grindavík
96Indriði Kristins BA 751190.61822.5Grindavík, Sandgerði
1010Einar Guðnason ÍS 303155.11321.5Suðureyri
1113Fríða Dagmar ÍS 103145.71416.2Grindavík, Bolungarvík
1212Jónína Brynja ÍS 55141.41515.4Grindavík, Bolungarvík
1317Gullhólmi SH 201139.01125.0Rif, Grindavík
1420Vigur SF 80121.31312.0Hornafjörður
159Vésteinn GK 88110.91016.4Keflavík, Grindavík, Sandgerði
1622Særif SH 25103.21018.6Rif, Bolungarvík, Reykjavík, Arnarstapi
1719Bíldsey SH 65101.1726.5

Myndir; Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn með fullfermi í dag eða rúmlega 100 tonn.

Ljósafell kom inn með fullfermi í dag rúmlega tonn tonn af bl. afla.   Aflinn var 45 Þorskur, 35 tonn Ufsi, 14 tonn Ýsa, 5 tonn Karfi og annar afli.  Ljósafell landaði síðast miðvikudaginn 26/4  rúmum 100 tonnum af blönduðum afla.

Götunes með íslandsmet í Kolmunnalöndun.

Gaman að segja frá því að færeyska uppsjávarskipið Götunes landaði samtals 3.431 tonni af Kolmunna í dag. Það hefur aldrei áður verið landað jafn miklum Kolmunna í einum farmi hér á landi og mætti því kalla það íslandsmet.

Mynd; Loðnuvinnslan.

Hoffell og Götunes með kolmunna.

Hoffell verður í dag með rúm 1600 tonn af kolmunna og síðan kemur Götunes í fyrramálið með rúm 3.000 tonn.  Góð veiði hefur verðið suður af Færeyjum undanfarið.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn í dag með 90 tonn.

Ljósafell kom inn í dag með 90 tonn eftir stuttan túr.  Aflinn var 40 tonn Þorskur, 40 tonn Utsi, 5 tonn Karfi og annar afli.

Ljósafell fór út strax eftir löndun.

Hoffell er á landleið með fullfermi af kolmunna.

Hoffell er á landleið með fullfermi af Kolmunna eða rúm 1.600 tonn.  Veiðin gekk vel og var veiðisvæðið svokallað gráa svæði sunnan við Færeyjar sem er um 360 mílur frá Fáskrúðsfirði.

Skipið fer út strax eftir löndun.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Hafrafell og Sandfell.

Hafrafell og Sandfell með mestan afla það sem af er apríl 276 tonn. Hafrafell með140 tonn og Sandfell með 136 tonn.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Sæti SíðastNafnAfliLandanirMestHöfn
11Hafrafell SU 65139.81122.5Sandgerði, Grindavík
22Sandfell SU 75135.81119.4Sandgerði, Grindavík
33Kristján HF 100116.1920.7Sandgerði, Grindavík
45Vésteinn GK 88110.91016.4Keflavík, Grindavík, Sandgerði
56Auður Vésteins SU 88107.81119.3Sandgerði, Grindavík
64Tryggvi Eðvarðs SH 2105.6721.1Ólafsvík, Grindavík
78Gísli Súrsson GK 898.2916.6Sandgerði, Grindavík
812Indriði Kristins BA 75190.5722.5Sandgerði, Grindavík
99Háey I ÞH 29579.8525.3Grindavík
1011Kristinn HU 81274.2714.5Ólafsvík, Arnarstapi
1116Óli á Stað GK 9960.7713.1Grindavík
127Hamar SH 22460.1244.4Rif
1313Gullhólmi SH 20153.5422.5Rif, Grindavík
1415Hulda GK 1750.9710.3Sandgerði, Grindavík
1510Bíldsey SH 6548.1326.5Grindavík
1617Jónína Brynja ÍS 5547.2610.3Bolungarvík
1714Fríða Dagmar ÍS 10346.5514.5Bolungarvík
1818Vigur SF 8040.1412.0Hornafjörður
19Öðlingur SU 1937.767.1Djúpivogur
20Geirfugl GK 6632.9710.9Sandgerði, Grindavík
2119Einar Guðnason ÍS 30327.359.4Suðureyri
2221Stakkhamar SH 22025.4310.3Rif
2320Særif SH 2518.639.1Rif, Bolungarvík
24Eskey ÓF 8013.535.0Akranes
25Máni II ÁR 74.814.8Þorlákshöfn

Ljósafell á landleið með rúm 100 tonn.

Ljósafell er á landleið með fullfermi og kemur á Fáskrúðsfjörð í fyrramálið.

Aflinn er 53 tonn .Þorskur, 20 Ufsi, 15 tonn Karfi, 10 tonn Ýsa og annar afli.

Mynd; Kjartan Reynisson.

Frábær mars mánuður hjá Sandfelli og Hafrafelli.

Frábær mars mánuður þrátt fyrir vont veður, Sandfell og Hafrafell með samtals 476 tonn. Sandfell með 264 tonn og Hafrafell með 212 tonn.

Hér má sjá lista nr. 5 skv. aflafréttum.

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Sandfell SU 75263.72122.1Grindavík, Sandgerði
22Indriði Kristins BA 751230.71624.3Grindavík, Tálknafjörður, Akranes, Hafnarfjörður, Sandgerði
33Vésteinn GK 88217.71720.6Grindavík, Þorlákshöfn
44Hafrafell SU 65211.62121.8Grindavík, Sandgerði
56Tryggvi Eðvarðs SH 2205.51426.0Grindavík, Ólafsvík, Akranes, Hafnarfjörður, Sandgerði
65Kristján HF 100201.81919.5Grindavík, Sandgerði, Hafnarfjörður
77Auður Vésteins SU 88191.01919.7Grindavík, Sandgerði, Hafnarfjörður, Þorlákshöfn
89Gísli Súrsson GK 8156.11718.0Grindavík, Ólafsvík, Sandgerði, Þorlákshöfn
911Óli á Stað GK 99149.11614.4Grindavík, Sandgerði
1010Jónína Brynja ÍS 55148.81914.6Bolungarvík
118Hamar SH 224145.7641.6Rif
1213Fríða Dagmar ÍS 103139.71714.7Bolungarvík
1312Einar Guðnason ÍS 303124.81221.0Suðureyri
1414Kristinn HU 812122.41717.9Arnarstapi, Ólafsvík
1516Háey I ÞH 295116.41026.3Grindavík, Rif
1615Hulda GK 1796.51315.4Grindavík, Sandgerði
1717Særif SH 2588.41218.1Rif, Arnarstapi
1819Bíldsey SH 6584.6622.7Grindavík, Sandgerði
1918Stakkhamar SH 22072.2816.7Arnarstapi, Rif
2022Gullhólmi SH 20155.8518.3Grindavík, Rif, Sandgerði

Frysting á loðnu og tengdum afurðum

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á frystihúsi Loðnuvinnslunnar sem staðsett er húsi sem gengur undir nafninu Fram og er við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Þar eru frystar afurðir af uppsjávarskipum eins og loðna, síld, makríll og síðast en ekki síst loðnuhrogn.

Komið hefur verið fyrir nýjum frystitækjum og húsið allt lagað og endurbætt.

Samkvæmt Þorra Magnússyni framleiðslustjóra var mikil og góð undirbúningsvinna á haustmánuðum til þess að allt gekk með miklum ágætum.

“Þegar við ýttum á græna takkann fór allt í gang” sagði Þorri og hrósaði á hásterti bæði iðnaðarmönnum sem og starfsfólki LVF og sagði að það hefði allt staðið sig með prýði.

Vinnsla á heilfrystri loðnu gekk vel og voru fryst 2.800 tonn.  Stór markaður fyrir heilfrysta loðnu hefur verið í Úkraníu, en eðli málsins samkvæmt hefur myndast skarð í þann markað. Vonandi er það tímabundið fyrir það góða fólk sem þar býr.

Þegar Þorri var spurður út í gengi á hrogna vinnslunni svaraði hann:

“Vinnsla á hrognum gekk hreint frábærlega bæði til sjós og lands og megum við vera stolt af okkar fólki þar bæði þjónustudeildum, vinnslufólki og sjómönnum sem gerði enn og aftur hreint frábæra hluti sem víða er tekið eftir”.

2.751 tonn af loðnuhrognum voru fryst hjá Loðnuvinnslunni og þykir það gott miðað við magn veiðiheimilda og sem hlutfall af heildarframleiðslu í landinu en sú framleiðsla var 11.200 tonn.

Hráefnið kom frá Hoffelli, auk 10.000 tonna af loðnu til hrognatöku frá þremur  skipum frá Götu í Færeyjum.

Um er að ræða mjög góða markaðsvöru enda þykja loðnuhrogn herramanns matur víða um heim.

Næst verður það makrílvertíð, og segir Þorri að undirbúningur hennar sé kominn á fullt skrið. “Við hlökkum bara til” sagði framleiðslustjórinn að lokum.

BÓA