Bátar yfir 21 tonn, Sandfell í fyrsta sæti.
Bátar yfir 21 bt í okt.nr.4
Listi númer 4.
Lokalistinn,
Samkvæmt aflafréttum þá voru ansi margir bátar náðu yfir 100 tonnin, eða 14 talsins.
Sandfell SU á toppnum og var rmeð 76 tonn í 5 róðrum.
Indriði kristins BA 65 tonn í 5
Kristinn HU 66 tonn í 6
Vésteinn GK 67 tonní 6
Auður Vésteins SU 59,9 tonn í 5
Gullhólmi SH 58,5 tonní 4
Bíldsey sH 41 tonn í 3
Gísli súrsson GK 49 tonn í 5

Sandfell SU mynd Vigfús Markússon
Hér fyrir neðan er hægt að sjá heildarlistann.
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | 2 | Sandfell SU 75 | 189.1 | 17 | 18.6 | Neskaupstaður, Stöðvarfjörður |
2 | 4 | Indriði Kristins BA 751 | 160.7 | 16 | 17.6 | Vopnafjörður, Tálknafjörður, Ólafsvík, Arnarstapi, Raufarhöfn |
3 | 6 | Kristinn HU 812 | 158.6 | 17 | 13.8 | Skagaströnd, Arnarstapi |
4 | 9 | Vésteinn GK 88 | 151.3 | 17 | 18.4 | Stöðvarfjörður, Djúpivogur |
5 | 7 | Auður Vésteins SU 88 | 149.5 | 18 | 17.0 | Stöðvarfjörður, Neskaupstaður |
6 | 10 | Kristján HF 100 | 141.8 | 17 | 15.7 | Neskaupstaður |
7 | 3 | Jónína Brynja ÍS 55 | 137.8 | 16 | 14.2 | Bolungarvík |
8 | 11 | Vigur SF 80 | 130.4 | 13 | 16.7 | Neskaupstaður, Djúpivogur |
9 | 1 | Einar Guðnason ÍS 303 | 127.6 | 16 | 13.0 | Þingeyri, Suðureyri |
10 | 13 | Særif SH 25 | 125.0 | 16 | 14.4 | Neskaupstaður, Arnarstapi, Stöðvarfjörður |
11 | 5 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 123.7 | 13 | 14.5 | Bolungarvík |
12 | 16 | Gullhólmi SH 201 | 116.4 | 9 | 19.3 | Rif |
13 | 12 | Stakkhamar SH 220 | 108.0 | 11 | 16.1 | Rif |
14 | 8 | Hulda GK 17 | 105.6 | 13 | 22.1 | Skagaströnd |
15 | 14 | Óli á Stað GK 99 | 97.5 | 18 | 7.3 | Siglufjörður, Dalvík |
16 | 15 | Geirfugl GK 66 | 90.3 | 16 | 8.9 | Siglufjörður |
17 | 18 | Bíldsey SH 65 | 89.2 | 9 | 15.2 | Siglufjörður |
18 | 20 | Hamar SH 224 | 86.8 | 4 | 34.3 | Rif |
19 | 19 | Gísli Súrsson GK 8 | 82.5 | 12 | 14.8 | Stöðvarfjörður |
20 | 17 | Eskey ÓF 80 | 66.7 | 12 | 9.7 | Siglufjörður |
21 | Hafrafell SU 65 | 34.9 | 3 | 14.0 | Kópasker – 1, Raufarhöfn | |
22 | Patrekur BA 64 | 34.5 | 2 |
Ljósafell kom inn í morgun með 110 tonn
Ljósafell kom inn í morgun með 110 tonn af fiski. Aflinn var 35 tonn Þorskur, 30 tonn karfi, 20 tonn Ýsa og annar afli.
Ljósafell aftur út kl. 15.00 á morgun.
Tilkynning um ráðningu.
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar og mun hefja störf á tímabilinu 1-15. desember. Hún er með Bs gráðu í sjávarútvegsfræði og einnig menntaður lögreglumaður og hársnyrtir.
Arnfríður hefur starfað hjá Austurbrú síðastliðin ár sem verkefnastjóri atvinnu- og byggðaþróunar. Einnig hefur hún setið í stjórn Loðnuvinnslunnar og Kaupfélagsins.
Við bjóðum hana velkomna í hópinn og hlökkum til samstarfsins.

Hoffell kom inn í morgun með 600 tonn af Kolmunna.
Hoffell kom inn í morgun með 600 tonn af Kolmunna, Skipið kom inn vegna brælu.
Hoffell fer næst að veiða íslenska síld vestan við landið og verður aflinn saltaður.
Ljósafell með samtals 80 tonn.
Ljósafell kom inn í gærkvöld með 80 tonn af fiski, þar af var 45 tonn Þorskur, 22 tonn Karfi, 8 tonn Ufsi, 4 tonn Ýsa og annar afli. Skipið fer út kl. 13.00 á miðvikudaginn.
Áhöfn Hoffells fékk köku.
Í kvöld þegar Hoffellið fór út eftir löndun. Áhöfnin tók á móti köku í tilefni þess að skipið hefur komið með rúman 1,5 milljarð að landi á árinu samtals tæp 35.000 tonn. Þetta er mesta aflaverðmæti frá þvi að skipið kom til Fáskrúðsfjarðar 2014, en áður hafði verðmæti verið á einu ári rúmur 1,4 milljarðaru.

Myndir: Kjartan Reynisson
Hoffell á landleið með fullfermi af kolmunna.
Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna, og hefur skipið þá veitt 5.000 tonn í þremur túrum síðustu þrjár vikurnar.
Þetta er óvenju góð veiði á þessum tíma í íslenskri landhelgi. Hoffell hefur veitt tæp 35.000 tonn á árinu þar af 22.500 tonn af Kolmunna. Samkvæmt aflafréttum þá er Hoffell er með mestan kolmunnaafla íslenskra skipa á árinu, en næsta skip á eftir er með um 18.000 tonn.
Ný eimingartæki í fiskmjölsverksmiðjuna
Þessa dagana er verið að setja upp ný eimingartæki í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Tæki þessi eru stór og þung, vega um 30 tonn og eru framleidd á Íslandi af fyrirtækinu Héðni. Eimingartæki þessi hafa það hlutverk eyma upp soðið af fiskinum þannig að mjöl standi eftir, svo útskýrt sé með allra einfaldasta móti. En það að breyta fiski í mjöl er ferli sem þarf frekari sérþekkingu en þá sem greinarhöfundur býr yfir.
Magnús Ásgrímsson verksmiðjustjóri sagði að afköst til eimingar muni aukast um 100% þegar tækin verða tilbúin til notkunar. Hann sagði það vera mjög jákvætt því að tækin ganga á gufu sem verður til í þurrkurum og því megi líta svo á að þetta sé “ókeypis varmi”. “Þetta er mjög gott, því að eimingartækin gömlu voru orðin hálfgerður flöskuháls, það er búið að stækka þurrkarana og það er nýr sjóðari og þessi nýju tæki munu ganga miklu betur við þann búnað allan” sagði Magnús. Möguleikinn til að auka afköst verksmiðjunnar eykst líka með nýjum eimingartækjum og er það vel því að allt stefnir í að komandi loðnuvertíð verði góð
Efri hluti eimingartækisins stendur langt upp úr þaki bræðslunnar og yfir það kemur síðan turn, eða einhvers konar hattur. Það mun taka einhvern tíma að koma öllum endum og leiðslum á sinn stað og áætlað er að allt verði klárt upp úr áramótum.
Heyra mátti á mæli Magnúsar verksmiðjustjóra að hann væri ánægður með að ný eimingartæki væru að tengjast þeim búnaði sem fyrir er og var því lá beinast við að spyrja hann hvort að hann væri ekki bara “virkilega happy”? “Ég er það”, sagði Magnús, “þó að ég hefð nú kannski ekki valið að segja happy, ég er bara virkilega sáttur” sagði hinn geðþekki verksmiðjustjóri Magnús Ásgrímsson sem hefur í mörg horn að líta líkt og svo oft áður.
BÓA



Ljósafell kom í morgun með 70 tonn.
Ljósafell kom inn í morgun með 70 tonn af fiski tæpa 4 daga á veiðum. Aflinn var 50 tonn Þorskur, 15 tonn Ýsa, 3 tonn Utsi og annar afli. Skip fer út eftir hádegi á morgun.
Listi aflafrétta yfir uppsjávarskip Hoffell í fjórða sæti með 33.000 tonn.
Uppsjávarskip árið 2021 nr.15
Listi númer 15.
Nokkuð mikið um að vera á þessum lista
Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK lönduðu báðir í Noregi,
og Hoffell SU og Bjarni Ólafsson AK voru báðir á kolmuna,
Beitir nk með 1612 tonn í 1 og er ennþá hæstur og ekki langt frá 40 þúsund tonnum
Venus NS 3902 tonn í 4
Vilhelm Þorsteinsson EA var aflahæstur á þennan lista og var með 5892 tonn í 4 löndunum
Hoffell SU 3287 tonn í 2 af kolmuna
Víkingur AK 3406 tonn í 3
Huginn VE 1985 tonní 3
Álsey VE 2986 tonn í 3
Ljósafell.
Ljósafell kom inn í morgun með 100 tonn af fiski. Aflinn var Þorskur, 25 tonn Ýsa, 12 tonn karfi, 7 tonn Ufsi og annar afli.
Ljósafell fer út um á morgun.
Ljósafell kom inn í gær með 30 tonn.
Ljósafell kom inn I gær með með 30 tonn eftir rúman sólarhing á veiðum.
Aflinn var að mestu Þorskur. Skipið fór út strax eftir löndun