Sunnudaginn 19. júní siglir nýtt Hoffell SU-80 inn Fáskrúðsfjörð og að því tilefni verður efnt til móttökuathafnar kl. 14:00 þar sem hið glæsilega skip verður blessað og því gefið nafn.

Að athöfn lokinni verður skipið til sýnis og eru allir velkomnir. Sjómenn úr áhöfninni munu fara um skipið með gestum.

Við hvetjum Fáskrúðsfirðinga ásamt íbúum Fjarðabyggðar og aðra gesti til að koma og samgleðjast með okkur á þessum stóru tímamótum í sögu fyrirtækisins.  

Ljósmynd: Tekin í dag 16.06.2022 af Sigurði Bjarnasyni, skipstjóra.