Hoffell

Hoffell fór til veiða í gærkvöld eftir að hafa landað um 1000 tonnum af makríl.

Línubátar

Línubátarnir sem leggja upp hjá LVF voru með sæmilegan afla í Júlí. Sandfell var með 200 tonn og endaði í efsta sæti í sínum stærðarflokki. Hafrafell var með 160 tonn og endaði í öðru sæti á eftir Sandfelli. Alls komust átta bátar yfir 100 tonn í júlí í flokki báta 21 brt. og yfir.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 75 tonnum af blönduðum afla. Þorskur 30 tonn, ýsa 18 tonn og karfi 18 tonn auk annarra tegunda. Skipið heldur aftur til veiða á föstudag.

Hoffell á landleið

Hoffell er á landleið með 950 tonn af makríl og verður í fyrramálið.  Hoffell fór út á fimmtudagskvöldið frá Fáskrúðsfirði og stoppaði aðeins 36 tíma á miðunum en það var sólarhringssigling á miðin.

Nasl úr sjávarfangi

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur fjárfest í nýsköpunarfyrirtækinu Responsible Foods ehf. sem framleiðir nasl úr fiskafurðum. Responsible Foods var stofnað árið 2019 af Dr. Holly T. Kristinsson með það að markmiði að umbylta naslmarkaðnum með nýju heilsunasli sem fyrirtækið hefur þróað undir vörumerkinu Næra TM.   Fyrirtækið notar nýja tækni sem gerir það mögulegt að vinna og þurrka matvæli og önnur hráefni hraðar og við lægra hitastig en áður hefur verið hægt sem gerir það að verkum að hægt er að framleiða vörur með mjög hátt næringargildi og langt geymsluþol við stofuhita.

Responsible Foods hefur byggt upp verksmiðju í Húsi Sjávarklasans í Reykjavík sem framleiðir nasl úr öðru hráefni en fiski, þannig að þar er reynsla og kunnátta fyrir hendi. Fyrirhugað er að sú framleiðsla komi á markað í haust.

Á næstu mánuðum verður unnið að uppsetningu vinnslu á Fáskrúðsfirði sem mun vinna nasl úr sjávarfangi en þar mun að sjálfsögðu verða notast við gæðahráefni frá Loðnuvinnslunni.  Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði gætu skapast allt að 10 ný störf á næstu árum.

Nasl sem inniheldur hátt hlutfall próteins og annarra næringarefna, auk þess að teljast “lítið unnin”  og  “hrein” matvæli njóta mikilla vinsælda og er mikill vöxtur á markaði sem býður uppá hollari valkost.

Kaupfélagið og Loðnuvinnslan eru með þessari fjárfestingu að færa svolítið út kvíarnar í framleiðslu sjávarafurða og eru spennandi tímar framundan í þeim efnum.

BÓA

Fáskrúðsfjörður á fallegum degi. Ljósmynd: Óðinn Magnason

Hoffell SU

Hoffell er væntanlegt í land snemma í fyrramálið með um 700 tonn af makríl sem fenginn er í Smugunni.  Smugan er alþjóðlegt hafsvæði NA af landinu.  Hoffell var að veiða um 270 mílur frá Fáskrúðsfirði og tekur siglingin heim rúma 20 tíma. 

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í gærkvöldi með tæp 100 tonn. 35 tonn þorskur, 40 tonn ufsi, 20 tonn karfi og annar fiskur.

Ljósafell aftur út kl. 8 á þriðjudagsmorgun.

Hoffell SU

Hoffell kom í land í gær með tæplega 600 tonn. 450 tonn makríll og 150 tonn síld.  

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í gærkvöld með fullfermi tæp 100 tonn.  40 tonn þorskur 20 tonn ýsa, 16 tonn karfi, 15 tonn ufsi og annar afli.

Makrílútskipun

Samskip Arctic kom í gær, sunnudag til Fáskúðsfjarðar að sækja um 500 tonn af makríl sem send verða til Evrópu.

Hoffell SU

Hoffell kom í gær með rúm 550 tonn. Aflinn er um 430 tonn makríll og 120 tonn síld.

Hoffell fer strax út eftir löndun á morgun, föstudag.

Ljósafell SU

Síðastliðinn föstudag landaði Ljósafell um 70 tonnum. Aflaskiptingin var um 35 tonn karfi og 35 tonn ufsi. Skipið er svo aftur í landi í dag eftir einungis 3. daga á veiðum, með um 80 tonn. 40 tonn er þorskur, 20 tonn karfi, 13 tonn ufsi og 8 tonn ýsa.