Hoffell kom inn í dag með1.500 tonn af kolmunna.

Hoffell kom inn í dag með síðasta túrinn í Kolmunna eða um 1.500 tonn.  Hoffel hefur þá fengið samtals 9.500 tonn á fjórum vikum.  Mjög góð veiði hefur verið frá því að veiðin byrjaði sunnan við Færeyjar um 15. apríl.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Grænlenska uppsjávarskipið Tasiilaq.

Grænlenska uppsjávarskipið Tasiilaq kom inn í kvöld með 2.100 tonn af Kolmunna sem var veiddur suðaustur af Færeyjum.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Hafrafell og Sandfell.

Frábært apríl mánuður hjá Hafrafelli og Sandfelli. Hafrafell endaði í 1.sæti með 294 tonn og Sandfell í 2.sæti með 284 tonn.

Sæti SíðastNafnAfliLandanirMestHöfn
11Hafrafell SU 65294.42322.5Grindavík, Sandgerði
22Sandfell SU 75284.02319.4Grindavík, Sandgerði
33Kristján HF 100273.42121.1Grindavík, Sandgerði
45Auður Vésteins SU 88244.22419.3Grindavík, Sandgerði
54Kristinn HU 812233.41626.1Ólafsvík, Arnarstapi
68Tryggvi Eðvarðs SH 2225.31427.8Ólafsvík, Grindavík, Arnarstapi
77Gísli Súrsson GK 8210.22216.6Grindavík, Sandgerði
811Háey I ÞH 295191.31125.3Grindavík
96Indriði Kristins BA 751190.61822.5Grindavík, Sandgerði
1010Einar Guðnason ÍS 303155.11321.5Suðureyri
1113Fríða Dagmar ÍS 103145.71416.2Grindavík, Bolungarvík
1212Jónína Brynja ÍS 55141.41515.4Grindavík, Bolungarvík
1317Gullhólmi SH 201139.01125.0Rif, Grindavík
1420Vigur SF 80121.31312.0Hornafjörður
159Vésteinn GK 88110.91016.4Keflavík, Grindavík, Sandgerði
1622Særif SH 25103.21018.6Rif, Bolungarvík, Reykjavík, Arnarstapi
1719Bíldsey SH 65101.1726.5

Myndir; Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn með fullfermi í dag eða rúmlega 100 tonn.

Ljósafell kom inn með fullfermi í dag rúmlega tonn tonn af bl. afla.   Aflinn var 45 Þorskur, 35 tonn Ufsi, 14 tonn Ýsa, 5 tonn Karfi og annar afli.  Ljósafell landaði síðast miðvikudaginn 26/4  rúmum 100 tonnum af blönduðum afla.

Götunes með íslandsmet í Kolmunnalöndun.

Gaman að segja frá því að færeyska uppsjávarskipið Götunes landaði samtals 3.431 tonni af Kolmunna í dag. Það hefur aldrei áður verið landað jafn miklum Kolmunna í einum farmi hér á landi og mætti því kalla það íslandsmet.

Mynd; Loðnuvinnslan.