Ljósafell kom inn í gær með fullfermi eða 110 tonn.

Ljósafell kom inn í gær með fullfermi 110 tonn.  Aflinn var 45 tonn Karfi, 25 tonn Ýsa, 15 tonn Þorskur, 15 tonn Utsi og annar afli. Mikil bræla er næstu daga og fer skipið út þegar veður batnar.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Smári skipstjóri

Hoffell kom í heimahöfn á Fáskrúðsfirði með tvö þúsund tonn af kolmunna aðfaranótt laugardagsins 28.janúar. Var þetta fyrsti kolmunna túr þessa nýja skips sem fékk nafn forvera síns sem átti marga slíka túra að baki. Þessi túr átti sér aðra sérstæðu að auki. Það var nýr skipstjóri í brúnni.  Smári Einarsson hefur verið á sjó frá unga aldri. Hann byrjaði á Hoffelli Su 80  í október árið 2005. Var það að vísu annað skip en það sem ber nafnið núna en Smári hefur verið í áhöfn þriggja skipa með þessu fallega nafni.  En sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Loðnuvinnslunni, líkt og áður hjá móðurfélagi þess Kaupfélaginu, að nefna fleyin eftir fjöllum sem standa vörð um Fáskrúðsfjörð.  

Smári er 35 ára gamall og aðspurður sagði hann að hann hefði nú ekki endilega dreymt um að verða sjómaður þegar hann var lítill drengur, en einhvern veginn hefði það legið beint við þar sem sjómennska er stór atvinnugrein í fjölskyldunni. „Pabbi, afi og stjúpi minn voru sjómenn“ sagði Smári.  Hann hóf nám í Tækniskólanum til þess að læra til skipstjórnar, stundaði hann námið með vinnu og lauk því árið 2020. Nú starfar hann sem fyrsti stýrimaður á Hoffelli sem hefur það í för með sér að leysa skipstjórann af þegar hann bregður sér frá. 

Þegar Smári var inntur eftir því hvernig fyrsti skipstjóratúrinn hefði gengið sagði hann að það hefði gengið vel. „Ég var bara passlega stressaður og þetta var gaman“ bætti hann við.   Veðrið var ekki að leika við sjófarendur þessa daga sem Hoffellið var í sínum fyrsta kolmunnatúr. „Það var leiðindaveður og bræla á köflum“ sagði Smári „en það gekk samt mjög vel að veiða og frábært að koma að landi með vel  kældan og ferskan afla í þessu magni“.  Smári sagði líka að samstarfsfélagarnir um borð hefðu tekið honum afar vel sem skipstjóra. „Við þekkjumst vel og höfum unnið lengi saman“ .

Þegar skip skiptir frá einum veiðum í aðra líkt og Hoffell gerði á dögunum þegar síldveiðum var hætt og stefnan tekin á kolmunna, þá þarf að skipta um veiðafæri.  Smári skipstjóri byrjaði því á því að fara til Færeyja til þess að skipta út trolli og því næst var farið á miðinn.

BÓA

Smári Einarsson

Selvag.

Selvag kom inn í dag með 80 tonn af Loðnu til frystingar og í bræðslu. Hann heitr núna Selvag út af nýbyggingunni sem þeir eru að smíða og kemur þá til með að heita Selvag Senior.

Mynd: óðinn Magnason.

Að sjálfsögðu fékk áhöfnin köku frá Loðnuvinnslunni.

Vendla kom með 300 tonn af Loðnu.

Fyrsta Loðna vertíðarinnar kom til Fáskrúðsfjarðar í dag þegar norska uppsjávarskipið Vendla kom með 300 tonn af Loðnu sem verður fryst fyrir Austur-Evrópu markað. Skipið fékk aflann um 50 mílur austur af Fáskrúðsfirði.

Að sjálfsögðu fékk áhöfn Vendlu köku um borð frá LVF.

Hoffell á landleið með 2.250 tonn af Kolmunna.

Hoffell er á landleið með 2.250 tonn af Kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum. Slæmt veður hefur verið á miðunum í þessum túr.

Þettta er fyrsta veiðiferð skipsins á Kolmunna eftir að Loðnuvinnslan keypti skipið í sumar.  Veiðiferðin gekk vel.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Finnur Fríði landar í kvöld

Finnur Fríði verður í kvöld með 2.300 tonn af kolmunna.  Skipið landaði síðast hér fyrir viku.  Samtals hefur Loðnuvinnslan tekið á móti 9.400 tonn með þessum farmi. Kolmunninn byrjar með látum þetta árið.

Mynd: tekin 11. mars 2022, þegar Finnur Fríði landaði 1.000 tonnum af Loðnu til hrognatoku.

Ljósafell kom inn í dag með 110 tonn.

Ljósafell kom inn í dag með 110 tonn af fiski.  Aflinn er 50 tonn Utsi, 25 tonn Ýsa, 25 tonn Karfi, 3 tonn Þorskur og annar afli. Ljósafell fer aftur út á morgun.

Mynd: Þorgeir Baldursson.