Ljósafell SU
Ljósafell kom inn í morgun með. tæp 100 tonn. 60 tonn þorskur, 30 tonn karfi og annar afli. Skipið fer út aftur á mánudaginn kl. 13.00
Línubátar
Afli línubátanna Hafrafells og Sandfells var njög góður í október. Afli Sandfells var um 213 tonn og vermir hann fyrsta sætið yfir aflamagn línubáta. Sandfell er svo í öðru sæti listans með um 167 tonn. Heildarafli bátanna var því um 381 tonn.
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | Sandfell SU 75 | 213.1 | 15 | 23.9 | Bakkafjörður, Vopnafjörður, Neskaupstaður | |
2 | Hafrafell SU 65 | 167.5 | 17 | 22.5 | Vopnafjörður, Siglufjörður, Bakkafjörður | |
3 | Jónína Brynja ÍS 55 | 165.4 | 18 | 15.8 | Bolungarvík | |
4 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 162.8 | 18 | 15.4 | Bolungarvík | |
5 | Kristinn HU 812 | 156.8 | 20 | 12.3 | Skagaströnd | |
6 | Gísli Súrsson GK 8 | 148.4 | 16 | 14.7 | Stöðvarfjörður, Hornafjörður, Neskaupstaður | |
7 | Óli á Stað GK 99 | 140.8 | 26 | 9.7 | Siglufjörður, Dalvík | |
8 | Vésteinn GK 88 | 136.1 | 14 | 15.3 | Stöðvarfjörður, Neskaupstaður | |
9 | Sævík GK 757 | 136.0 | 16 | 15.6 | Skagaströnd | |
10 | Patrekur BA 64 | 130.3 | 9 | 29.8 | Patreksfjörður | |
11 | Kristján HF 100 | 128.8 | 12 | 16.8 | Vopnafjörður | |
12 | Vigur SF 80 | 116.4 | 15 | 13.8 | Hornafjörður | |
13 | Særif SH 25 | 115.9 | 17 | 18.8 | Sauðárkrókur, Siglufjörður | |
14 | Gullhólmi SH 201 | 115.4 | 13 | 12.0 | Siglufjörður | |
15 | Hamar SH 224 | 112.6 | 7 | 29.3 | Rif | |
16 | Auður Vésteins SU 88 | 104.5 | 11 | 14.8 | Stöðvarfjörður, Neskaupstaður | |
17 | Geirfugl GK 66 | 97.1 | 22 | 6.7 | Siglufjörður, Dalvík | |
18 | Bíldsey SH 65 | 85.9 | 9 | 14.5 | Siglufjörður, Skagaströnd | |
19 | Stakkhamar SH 220 | 80.6 | 10 | 12.4 | Sauðárkrókur, Siglufjörður | |
20 | Áki í Brekku SU 760 | 77.9 | 17 | 9.0 | Breiðdalsvík | |
21 | Eskey ÓF 80 | 72.9 | 16 | 6.0 | Ólafsfjörður, Siglufjörður | |
22 | Hafdís SK 4 | 57.1 | 6 | 15.3 | Ólafsvík, Arnarstapi | |
23 | Indriði Kristins BA 751 | 6.5 | 1 | 6.5 | Siglufjörður |
Ljósafell SU
Ljósafell kemur inn í kvöld með 100 tonn. Aflinn er um 80 tonn þorskur og 20 tonn ýsa.
Skipið fór út sl. föstudag og gekk túrinn mjög vel. Ljósafell heldur aftur til veiða á miðvikudag.
Fréttir af Sandfelli
Það er dýrmætt þegar lífið getur gengið sinn vanagang. Ef síðustu misseri hafa kennt okkur eitthvað þá er það einmitt það. Á Sandfellinu sækja menn sjóinn rétt eins og þeir hafa gert til margra ára og það hefur gengið vel. 2000 tonn af afla kominn á land að verðmæti 500 milljóna króna! Hefð hefur skapast hjá Loðnuvinnslunni að færa áhöfnum, og öðrum starfsmönnum, köku til að fagna áföngum sem þessum. Áhöfnin á Sandfelli fékk sína köku. Rafn Arnarson skipstjóri á Sandfelli var að vonum sáttur og glaður með viðurkenninguna og kökuna. “Ég var bara einn um borð þegar kakan kom, strákarnir voru að sinna verkefnum annars staðar og ég þurfti að taka mig á að geyma kökuna þangað til þeir komu til baka” sagði þessi glaðlegi skipstjóri og bætti því við að kakan hefði verið afar góð.
En hverju skal þakka gæfuna og gengið? “Það eru margir samhangandi þættir” svaraði Rafn, “margir túrar, frábær beita, góðar áhafnir, svo eitthvað sé nefnt” bætti hann við.
Á Sandfelli eru tvær fjögurra manna áhafnir sem vinna tvær vikur í senn.
Þegar greinarhöfundur spjallaði við Rafn var Sandfell í landi á Neskaupsstað til að sinna viðhaldi á ískrapavél, stefnt á að fara til veiða þegar því yrði lokið. Rafn gerði ráð fyrir því að þeir myndu leggja utan við Norðfjörð en sagði að væntanlega styttist í að þeir flyttu sig svolítið suður á bóginn. Fiskurinn stjórnar för.
BÓA



Hafrafell gerir það gott
“Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn” segir í ljóði Ólínu Andrésdóttur og þrátt fyrir að það ljóð sé samið á síðustu öld eiga þessi ljóðmæli enn vel við.
Áhöfnin á línubátnum Hafrafelli er skipuð sægörpum sem hafa dregið úr sjó afla að verðmæti 400 milljóna króna á árinu. 1.600 tonn af fiski. Loðnuvinnslan færði þeim köku að þessu tilefni og kunni áhöfnin vel að meta það.
Andrés Pétursson er skipstjóri á Hafrafelli og þegar hann var inntur eftir því hverju hann þakkaði þennan góða árangur svaraði hann að áhöfnin væri afbragðs góð og útgerðin væri flott. “Maður gerir ekkert einn” sagði Andrés.
Þegar greinarhöfundur náði símasambandi við Andrés hafði áhöfnin rétt lokið við að leggja línu og ætluðu að fara í kaffi og njóta þess að borða það sem eftir var af kökunni góðu. “Það var æðslegt að fá kökuna, hún er mjög góð og svo er alltaf gaman að fá viðurkenningu á vel unnu starfi” sagði skipstjórinn.
Á Hafrafelli eru tvær fjögurra manna áhafnir sem vinna tvær vikur í senn. Sækja þá stíft sjóinn og þegar það verða áhafnaskipti eiga menn frí í tvær vikur.
Áhafnarmeðlimum á Hafrafelli eru færðar hamingjuóskir með góðan árangur og þeim fylgja áframhaldandi óskir um gott gengi og gæfu.
BÓA




Ljósafell SU
Ljósafell kom inn með 30 tonn í morgun og fer út eftir löndun. Aflinn var að mestu þorskur og ýsa. Skipið fór út á miðvikudag, en bræla hefur verið á miðunum.
Nýr þurrkari í bræðsluna
Hjá öflugu sjávarútvegsfyrirtæki þarf stöðugt að vera að bæta og breyta. Tækninni fleygir fram og stjórnendur Loðnuvinnslunnar hafa metnað til þess að fylgja tækninni og laga starfsemi fyrirtækisins að nútímanum eftir því sem efni, aðstæður og kostur leyfir.
Í bræðslunni standa yfir framkvæmdir sem lúta að því að skipta út svokölluðum þurrkurum, þ.e firna stórir tankar sem hafa það hlutverk að þurrka mjöl. Í bræðslunni voru tveir gamlir þurrkarar sem keyptir voru notaðir þar inn þegar bræðslan tók til starfa árið 1996, þannig að aldur þeirra í dag er orðinn býsna hár eða rúmlega 40 ár. Þurrkflötur gömlu þurrkarana var samanlagt 400 m2. Nýr þurrkari er á leiðinni með skipi yfir hafið og er hann væntanlegur á næstu dögum. Hefur hann þurrkflöt uppá 690m2, sem er umtalsvert meira en þessir tveir sem hann leysir af hólmi, og hann vegur 100 tonn!
Magnús Ásgrímsson er verksmiðjustjóri í bræðslunni og aðspurður svaraði hann því til að ástæða þess að ráðist var í þessa framkvæmd væri sú að gömlu þurrkararnir þyrftu orðið nokkuð mikið viðhald en sá nýji gæfi möguleika á auknum afköstum auk þess sem honum fylgdi aukið rekstraröryggi. “Svo er þetta enn eitt skrefið í að bæta starfsemi bræðslunnar” sagði Magnús. Gömlu þurrkararnir eru þó ekki komnir á eftirlaun, því þeir hafa verið seldir og þeirra bíða ný verkefni annars staðar.
Þá er verið að byggja mjölskemmu við austurgafl bræðslunnar. 700m2 hús sem tekur rúmlega 2.000 tonn af mjöli í pokum. Grunnur og gólf er steypt og síðan kemur reisulegt stálgrindarhús þar ofaná þar sem lofthæðin er 10 metrar uppí mæni. Tilgangurinn með svo mikilli lofthæð er sá að þá er hægt að stafla mjölpokunum hverjum ofan á annan og á þann máta nýtist húsið vel. Magnús sagði að hús af þessu tagi væri kærkomið því oft þarf að koma miklu magni af mjöli í geymslu áður en það er sent um heimsbyggðina til þeirra sem það kaupa.
BÓA



Mjölútskipun
Wilson Clyde er að lesta mjöl í dag samtals 1.260 tonn, mjölið fer til Noregs.
Þegar búið er að lesta þetta er næstum allt mjöl selt hjá LVF.

Ljósafell
Ljósafell kemur inn í kvöld með 100 tonn af fiski þar af 85 tonn þorskur.
Ljósafell fer út kl. 8.oo á miðvikudaginn.
Mjölútskipanir um helgina
Um síðastliðna helgi voru tvær útskipanir af mjöli hjá Loðnuvinnslunni hf, eða um 2520 tonn samtals.
Á laugardag fóru um 1260 tonn um borð í Saxum, en í gær, sunnudag um 1260 tonn í Hav Sögu.
Báðir þessir farmar fara til Noregs.


Mjölútskipun.
Í liðinni viku fóru 1250 tonn af mjöli um borð í flutningaskipið Havfrakt sem flutti það til Noregs.
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn til löndunar í morgun með um 30 tonn. Skipið fór strax út aftur að lokinni löndun.