Ljósafell hefur að undanförnu landað tvisvar með stuttu millibili. 23. janúar landaði Ljósafell 31 tonni, aðallega ýsu og svo aftur þann 27. janúar 48 tonnum, en þá var uppistaðan þorskur. Ótíð hefur einkennt sóknina að undanförnu. Skipið heldur svo aftur til veiða í dag 28. janúar kl 16:00.