Hoffell á landleið með tæp 1.600 tonn.

Hoffell er á landleið með tæp 1.600 tonn og verður á Fáskrúðsfirði annað kvöld.  Aflinn fékkst í Breiðafirðinum, skipið stoppaði aðeins 24 tíma á miðunum. 

Hoffell kom á miðin þegar brælan var að ganga niður í gær og byrjaði að kasta kl. 16.

Farið verður út strax eftir löndun.

default

Ljósafell á landleið.

Ljósafell er á landleið með fullfermi 110 tonn og verður í höfn um kl. 14.00.  Aflinn er 55 tonn Þorskur, 20 tonn Ufsi, 20 tonn Karfi og 15 tonn Ýsa og annar afli.

Hoffell á landleið með 1.050 tonn.

Hoffell er á landleið með 1.050 tonn af Loðnu og siglir norður fyrir land út af slæmu veðri sunnan land, Skipið er um 1 1/2 sólarhring á leiðinni til Fáskrúðsfjarðar, verður vonandi á miðvikudagsmorgun. Hoffell hefur þá veitt rúm 15.000 tonn af loðnu á vertiðinni.

Hoffell á landleið með 1.100 tonn af Loðnu.

Hoffell er á landleið með 1.100 tonn af loðnu til frystingar og í bræðslu. Loðan er fenginn í grunnnót.

Hrognin eru orði tæp 15% og eru orðin góð á Asíumarkað. 

Tasillaq kom með 1.700 tonn í dag .

Tasillaq kom inn í dag og landar um 1.700 tonnum af Loðnu. Búið er að landa 21.000 tonnum af Loðnu hjá Loðnuvinnslunni með þessar löndun

Ljósfell kom inn í morgun með 35 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun og millilandaði eftir 1 ½ sólarhring.   Skipið var með 35 tonn, sem var að mestu Þorskur.

Ljósafell fer út strax eftir löndun.