Loðnuvinnslan býður bæjarbúum og gestum í siglingu í tilefni að Sjómannadeginum um borð í Ljósafelli SU-70. En mikil hefð hefur skapast fyrir því að bjóða fólki í siglingu á Sjómannadaginn en síðustu tvö ár hefur það ekki gengið upp sökum heimsfaraldurs.

Siglingin verður á laugardaginnn 11. júní, daginn fyrir Sjómannadag, kl 11:00 frá Fiskeyrarbryggju og siglt áleiðis út fjörðinn. Björgunarsveitin Geisli ætlar að slást í för með okkur og mun sjá um að gæta öryggis á sjó á meðan á siglingu stendur.

Yngsta kynslóðin hefur yfirleitt ekki verið svikin af skemmtilegri sjóferð á sjómannadagshelginni og mörg hver hafa í fyrsta skipti á ævinni stigið  á skipsfjöl í sjómannadagssiglinu.

Á sunnudaginn verður Sjómannadagsmessa í Fáskrúðsfjarðarkirkju kl 14:00 og Sjómannadagskaffi á eftir, á vegum Slysavarnadeildarinnar Hafdísar, í Skólamiðstöðinni.

Loðnuvinnslan óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.