Hoffell er á landleið með tæp 800 tonn af Síld og verður aðra nótt á Fáskrúðsfirði.  Veiðin gekk vel eftir að brælan gekk niður í gær og fékkst aflinn á einum sólarhring.

Síldin fer öll í söltun.  Tæpar 400 mílur er af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.

Hoffell fer aftur á síld eftir löndun.