Ljósafell er á landeið með 115 tonn.

Ljósafell er á landeið með fullfermi 115 tonn af blönduðum afla og verður á höfn um kl. 20.00.

Aflinn er 60 tonn Utsi, 30 tonn Þorskur, 18 tonn Ýsa og annar afli. Ljósafell fer aftur út kl. 8 á mánudagsmorgun.

Hoffell á landleið með 2.250 tonn og verður í kvöld.

Hoffell kemur í kvöld með 2.250 tonn af kolmunna.  Ágæt veiði er ennþá við Færeyjar og fékk Hoffell aflann á 3 sólarhringum.

Um 330 mílur eru af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.  Skipið fer strax út eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Starfskynning á vélaverkstæði

Hvað ungur nemur, gamall temur, segir í gömlum íslenskum málshætti og er það sannleikur sem fellur aldrei úr gildi. Lífið færi fólki reynslu og upplifanir sem þroska rétt eins og nám og lestur bóka. Því er það sannleikanum samkvæmt að þeir sem eldri eru geti miðlað af reynslu sinni og kunnáttu til þeirra er yngri eru. Auðvitað geta hinir ungu líka kennt hinum eldri. Allir þættir mannlegrar tilveru er sífelld hringrás.

Á vélaverkstæði Loðnuvinnslunnar hafa þrír nemendur í níunda bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar verið í starfskynningu. Þau koma einn dag í viku, í tvær klukkustundir í senn, alls þrisvar sinnum. Eru þessar heimsóknir á vélaverkstæðið liður í námi þeirra, hvar þeim gefst kostur á að kynna sér starf hinna mismunandi vinnustaða.

Ingimar Óskarsson verkstjóri vélaverkstæðisins sagði að það væri býsna gaman að fá þessa fínu unglinga í heimsókn. „Þau eru ekki bara að koma til að horfa á, þau eru að prófa að vinna með tól og tæki sem við notum í okkar vinnu. Þau hafa meira að segja fengið að prófa að sjóða“ sagði Ingimar. Auk þess að kynnast starfsemi þessarar mikilvægu deildar innan Loðnuvinnslunnar fengu þau líka góðan túr um fyrirtækið, heimsóttu fiskmjölsverksmiðjuna og fóru uppá stóru tankana þar sem er stórkostlegt útsýni yfir bæinn.

„Þetta eru flottir krakkar, og ég vona að það verði framhald á þessu með Grunnskólanum“ sagði Ingimar.

Það er aldrei að vita nema áhugi hafi vaknað hjá einhverjum þessara unglinga til að starfa á vélaverkstæði í framtíðinni, í það minnsta hafa þau kynnst því á eigin skinni í hverju starfið er fólgið.

BÓA

Unglingarnir suðu stafina sína í járn

Niðursokknir unglingar í spennandi verkefni

Hoffell á landleið með 2.250 tonn af Kolmunna.

Hoffell er á landleið með 2.250 tonn af Kolmunna af miðunum við Færeyjar.  Um 280 mílur eru af miðunum.

Skipið fer út strax eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Friðrik Mar hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.

Tilkynning frá stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. 

Friðrik Mar Guðmunds­son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, hefur ákveðið að láta af störfum með haustinu eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár. 

Rekstur Loðnuvinnslunnar hefur gengið vel undir stjórn Friðriks. Eigið fé félagsins hefur fimmfaldast síðustu 9 ár, farið úr 3 milljörðum í 15 milljarða, og hefur hagnaður verið samtals 13 milljarðar. 

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga á 83% hlut í Loðnuvinnslunni og 350 af 750 íbúum bæjarins eru félagar í Kaupfélaginu. Ákvarðanir um starfsemi Loðnuvinnslunnar eru ávallt teknar með það fyrir augum að þær gagnist heimabyggð og eignarhaldið gerir það nær ómögulegt að selja fiskveiðiheimildir í hagnaðarskyni frá byggðarlaginu.

Nokkuð er síðan Friðrik tók þessa ákvörðun og tilkynnti hana stjórnarformönnum Loðnuvinnslunnar og Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Stjórnir fyrirtækjanna hafa fundað um málið og þakka Friðriki kærlega fyrir störf sín. Friðrik mun áfram starfa hjá fyrirtækjunum fram á haustið meðan leitað verður að eftirmanni hans.

 

Hoffell á landleið með 2.300 tonn.

Hoffell er á landleið með 2.300 tonn af Kolmunna og verður um miðnætti annað kvöld.

Ágæt veiði er á miðunum.

Skipið fer strax út eftir löndun.