Hoffell á landleið með rúm 1.000 tonn af síld.

Hoffell er á landleið með rúm 1.000 tonn af síld og verður í nótt á Fáskrúðsfirði. Ágæt veiði var miðunum og fékkst aflinn á tveimur sólarhringum. Síldin verður söltuð.

Mynd; Valgeir Mar Friðriksson.

Það er leikur að læra

Þau sem ólust upp í Búðaþorpi og komin eru á miðjan aldur muna eftir reglulegum kvikmyndasýningum í Skrúði. Þá voru sýndar kvikmyndir með helstu stjörnum hvíta tjaldsins, en svo breyttust tímar og mennirnir með og sýningar á kvikmyndum féllu niður.

En samt ekki allskostar. Á dögunum bauð Loðnuvinnslan unglingastigi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar á sýningu á kvikmyndinni sem gerð hefur verið um Ljósafell Su 70.  Var þetta þriðja opinbera sýningin á myndinni sem gerð var af Guðmundi Bergkvisti Jónssyni. 

Myndin var frumsýnd á afmælishófi sem haldið var til að fagna 90 ára afmæli Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og 50 ára afmælis Ljósafells. Síðan gafst öllum þeim sem kusu að sjá myndina í Skrúði og mættu þar um 70 manneskjur  sem allar höfðu einlægan áhuga á myndinni og tóku henni afar vel.

Það er jú unga fólkið okkar sem erfa skal landið og það er mikilvægt að þau þekki söguna hvort heldur hún er í víðu eða þröngu samhengi. Að þau þekki og kannist við margt af því sem er og var í veröldinni, og líka í þeirra nærumhverfi og þar kemur myndin um  Ljósafell til sögunnar.

Starfsfólk á skrifstofu Loðnuvinnslunnar fékk þessa fínu hugmynd að bjóða unglingum í GF til sýningarinnar og var því vel tekið af skólastjórnendum og þriðjudagsmorgun einn skundaði hópur unglinga í Skrúð til þess að fara í bíó. Og eins og lög gera ráð fyrir var boðið upp á gos og sælgæti til þess að gæða sér á. 

“Sýningin fyrir grunnskólabörnin var sú skemmtilegasta af þessum þrem.  Börnin voru mjög prúð og það var greinilegt að þau höfðu talsverðan áhuga á að sjá gamla myndefnið frá Japan og heimsiglingunni.  Þeim fannst greinilega fyndið á sjá karlana á nærbuxunum uppi í brú og í sundi og sólbaði aftur á dekki”  sagði Kjartan Reynisson útgerðarstjóri LVF um viðbrögð nemenda, og bætti við: “Það var líka sérstaklega ánægjulegt að sjá þau tengja sig sjálf við efnið, því nokkur hluti var að sjá sig sjálf í myndinni, þá um borð í skipun okkar í sjómannadagssiglingum”. 

Í sama streng tóku það starfsfólk skólans sem fylgdu nemendunum á sýninguna. Eva Ösp Örnólfsdóttir sagði að þeir nemendur sem hún fylgdi hafi verið mjög sáttir og fundist myndin áhugaverð og að nokkur umræða hafi skapast á leiðinni í skólann að sýningu lokinni. 

Guðfinna Erlín Stefánsdóttir sagði einnig að flest hefðu sýnt myndinni áhuga þó að “einhverjar sálir hefðu kannski haft ívið meiri áhuga á veitingunum” sagði hún glaðlega og í sama glaðlega tóninum sagði hún frá því að þau hefðu mörg haft orð á því að þau sáu ættingjum bregða fyrir í myndinni, jafnvel afa eða ömmu og það hefði verið skemmtilegt.

“Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær” segir í gömlu ljóði eftir Guðjón Guðjónsson og átti það sannarlega við þriðjudag einn í október þegar unglingar úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fengu að sjá fróðlega kvikmynd auk þess að fá sætindi í morgunmat.

BÓA

Nemendur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í Skrúði. Ljósmynd: Guðfinna Erlín Stefánsdóttir

Ljósmynd: Guðfinna Erlín Stefánsdóttir

Sandfell með mestan afla í október og Hafrafell með 165 tonn.

Sandfell var með mestan afla í október og Hafrafell með 165 tonn.  Hafrafell byrjaði að veiða 16. október og fór 14 veiðiferðir í október.

Mynd: Gísli Reynisson.

Sæti áðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
1Sandfell SU 75295.02321.9Neskaupstaður, Stöðvarfjörður, Vopnafjörður, Eskifjörður
2Einar Guðnason ÍS 303255.32214.4Suðureyri, Ísafjörður
3Jónína Brynja ÍS 55241.52514.7Bolungarvík
4Fríða Dagmar ÍS 103240.42515.2Bolungarvík
5Indriði Kristins BA 751237.21922.1Tálknafjörður, Bolungarvík
6Kristján HF 100227.21425.5Neskaupstaður, Vopnafjörður
7Vigur SF 80217.31425.4Neskaupstaður
8Tryggvi Eðvarðs SH 2213.91923.6Sauðárkrókur, Ólafsvík, Skagaströnd
9Háey I ÞH 295209.41327.1Húsavík, Raufarhöfn
10Kristinn HU 812204.51815.9Skagaströnd
11Gísli Súrsson GK 8201.81815.2Neskaupstaður
12Særif SH 25192.41620.2Rif, Arnarstapi, Reykjavík
13Auður Vésteins SU 88184.01718.4Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
14Hafrafell SU 65165.01419.4Neskaupstaður, Eskifjörður, Vopnafjörður
15Sævík GK 757154.61813.2Neskaupstaður, Grindavík, Sandgerði, Hornafjörður, Djúpivogur, Breiðdalsvík
16Stakkhamar SH 220141.41317.0Rif
17Hópsnes GK 77135.31911.5Siglufjörður, Dalvík
18Bíldsey SH 65128.41220.3Sauðárkrókur
19Vésteinn GK 88119.2917.2Stöðvarfjörður, Neskaupstaður
20Geirfugl GK 66101.41710.8Siglufjörður, Sandgerði
21Gullhólmi SH 201100.0917.0Rif
22Óli á Stað GK 9999.91511.7Siglufjörður, Grindavík, Sandgerði
23Öðlingur SU 1985.6915.4Djúpivogur
24Dúddi Gísla GK 4868.7118.7Grindavík, Skagaströnd

Að læra á þjarka

Það er margt sem mannanna hönd hefur byggt og margt sem mannanna hugur hefur hannað.  Eitt af því er róbóti eða þjarki eins og  fyrirbærið hefur verið nefnt  á íslensku. Þykir flestum það snjöll nafngift því það er náskylt orðinu þjarkur sem þýðir: „duglegur maður og fylginn sér“ eins og stendur í íslensku orðabókinni.

Loðnuvinnslan hefur slíkan búnað í sínum fórum.  Það er armur sem sér um að raða frosnum kössum með frosnum afurðum á bretti. Þennan búnað er hægt að forrita með mismunandi hætti þannig að þjarkinn hitti ávallt á réttan stað. Frosnir fiskikassar eru þungir og það er lýjandi fyrir mannlega arma að sinna því starfi.  Ekki er hægt að leggja það að jöfnu að fá annars vegar þjarka til þess að vinna verkin eða hins vegar mannlegan vinnuþjark.  Næg eru samt verkefni fyrir mannlega greind og eitt af þeim verkefnum er að forrita þjarkann svo að hann sinni sínu starfi vel og nákvæmlega.  Rétt eins og með önnur mannanna verk getur búnaður sem þessi bilað, það þarf að smyrja, laga og bæta.

Þriðjudaginn 24.október, kom starfsmaður Samey Robotics til þess að hafa námskeið fyrir þá starfsmenn Loðnuvinnslunnar sem sinna viðhaldi og starfsemi þjarkans. Á heimasíðu Samey Robotics segir um starfsemi fyrirtækisins: „Samey Robotics hefur í yfir 32 ár verið leiðandi í sjálfvirknivæðingu íslensks iðnaðar og brautryðjandi í notkun þjarka í sjálfvirkni.  Samey Robotics hefur með þessum lausnum aðstoðað fjölda fyrirtækja til  lands og sjávar á farsælan og árangursríkan hátt við að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni.   Á sjötta hundrað verksmiðjur og vinnslur í 25 löndum starfa í dag með kerfum frá Samey Robotics“.

Sven Wegner er starfsmaður hjá Samey og hann sá um kennslu á umræddu námskeiði. Þegar hann var inntur eftir því hver væri munurinn á vél og þjarka svaraði hann því til að vélar væru framleiddar til þess að sinna einu ákveðnu verki, t.d. hefði bílvél þann eina starfa að knýja áfram bifreið, en þjarki er tæki sem getur gert hvað sem helst, það tekur við skipunum frá tölvu sem segir því hvað gera skal og það getur verið mismunandi. „Námskeiðið gekk vel“ sagði Sven.  „Nú geta þeir sem voru á námskeiðinu gert litlar breytingar og skilja betur hvernig þetta virkar allt og þá eru menn hæfari til að bjarga sér í hita leiksins ef þarf“ sagði Sven.

Steinar Grétarsson verkstjóri síldarverkunar var einn af þeim sem sóttu námskeiðið. Hann sagði að námskeiðið hefði aðallega snúist um almenna umsjón með róbótnum og þeir sem hefðu kunnað eitthvað fyrir hefðu bætt við sig þekkingu og tækifærið hefði verið nýtt í að kenna fleirum.  „Maður lærir alltaf eitthvað nýtt og þrátt fyrir að fólkið hjá Samey séu búin að þróa þetta kerfi ansi vel þá er alltaf eitthvað sem getur bilað og þá er gott að vita hvað á til bragðs að taka“ sagði Steinar og bætti því við að búnaðurinn sem er í vinnslu LVF væri búinn að reynast mjög vel.

BÓA

Hoffell kom í morgun með tæp 1.200 tonn af Kolmunna.

Hoffell kom í morgunn með tæp 1.200 tonn af Kolmunna.  Aflinn fékkst í íslenskri landhelgi rétt við línuna milli Færeyja og Íslands. Eftir löndun fer Hoffell á síldveiðar vestur af landinu.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

200.000 tonn hjá Ljósafelli

Ljósafell Su 70 hefur átt sviðið að undanförnu. Ástæða þess er mörgum kunn, en hún er sú að skipið hefur verið í 50 ár við veiðar, og ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að breytast á næstunni.

Ljósafell hefur verið aflasælt og áhafnir síðustu fimm áratugina hafa gengið um skipið af virðingu og natni og útgerð þess hefur séð til þess að það hefur fengið reglulega yfirhalningu.

Þegar skipið hélt til veiða fimmtudaginn 19.október sýndu tölur að heildaraflinn sem það hafði dregið úr sjó sló í 200.000 tonn, er hér átt við óslægðan fisk.  Til gamans má geta þess að þegar Ljósfell var 25 ára þá var heildaraflinn 86.000 tonn, þannig að síðari hluti áranna 50 hafa verið heldur fengsælli. Eflaust mætti tala eitthvað um veiðiheimildir og slíkt í þessu samhengi en það verður ekki gert að sinni.

Ólafur Helgi Gunnarsson var á Ljósafelli í fjóra áratugi, lengst af sem skipstjóri og á hann því sinn hlut í öllum þessum 200.000 tonnum en hann var snöggur upp á lagið og sagði ákveðin: „Svona lagað er bara gert með góðum mannskap“. Og svo bætti hann því við að allt sem viðkæmi þessu skipi hefði verið, og væri enn, gott fyrir samfélagið.

Það eru mikil verðmæti í fiski, enda herramanns matur, og ætla má að aflaverðmæti allra þessara tonna séu á bilinu 50 til 60 milljarðar á núvirði.

Ólafur Helgi fyrrverandi skipstjóri  og Hjálmar Sigurjónsson núverandi skipstjóri héldu upp  á tímamótin með öðrum áhafnarmeðlimum og gestum. „Gott er að borða gulrótina“ segir í söngtexta einum og mun það rétt vera en það er líka gott að borða köku, sér í lagi í góðum félagsskap og af góðu tilefni og það var gert í borðsalnum á Ljósafellinu þegar Loðnuvinnslan bauð upp á köku, fallega skreytta með mynd af Ljósafelli og afar bragðgóða.

„Þetta er gott skip“ sagði Ólafur Helgi og bætti við: „það mun ekki endast að eilífu, en það á nóg eftir enn“. Og ef að líkum lætur munu koma fleiri tímamót til þess að gleðjast yfir.

BÓA

Þær eru bæði fallegar og góðar kökurnar frá Sumarlínu. Ljósmynd: Friðrik Mar

Hjálmar Sigurjónsson og Ólafur Helgi Gunnarsson hjálpast að við að skera kökubita handa gestum og gangandi. Ljósmynd: Friðrik Mar

Ferð til Sikileyjar

Starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar er öflugt félag sem stendur fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir félagsfólk og fjölskyldur þeirra.  Síðasta útspil félagsins mætti með réttu kalla Grand, því að stór hópur starfsfólks LVF ásamt mökum fór í 10 daga ferð til ítölsku eyjarinnar Sikiley. Töldu ferðalangar 129 sálir og var þetta því fjölmennasta ferð starfsmannafélagsins til þessa.  Flogið var frá Egilsstöðum þann 6.október til Catania á Sikiley, en það er næst stærsta borg eyjarinnar og er við austurströndina.

Fyrstu tvær næturnar var gist á hóteli í Catania og síðan fór hópurinn á Unahotels Naxos Beach Sicilia sem er lúxus hótel samstæði sem stendur líka við austurströndina en nokkuð norðar.

Bryndís Magnúsdóttir launafulltrúi er í stjórn starfsmannafélagsins og sagði hún að Ítalía

hefði orðið fyrir valinu því þar væri gott veður og góður matur auk menningar og lista, eitthvað fyrir alla. “Við vorum nokkuð lengi að negla niður ferð því það voru erfiðleikar við að fá leiguvél. Einnig var erfitt að finna stór hótel á Ítalíu sem eru líka nálægt miðbæ” sagði

Bryndís og bætti því við að fararstjórarnir tveir á vegum Kompaníferða hefðu verið mjög

fínir. “Annar af þeim var með okkur í Budva í Svartfjallalandi svo að hann er nánast orðinn

einn af hópnum”.

Bryndís hóf störf hjá Loðnuvinnslunni í júní 2021 og var þetta þriðja ferðin hennar með

starfsmannafélaginu og sagði hún að þessar ferðir hafi gert mikið fyrir sig persónulega. “Ég

er alltaf að kynnast samstarfsfólki mínu betur og betur og svo er það  kærkomið að fá

svona langt frí og góða hvíld með eiginmanninum” sagði Bryndís.

Á Sikiley hafa geisað skógareldar um nokkurt skeið en það truflaði ekki ferðamenn að þessu

sinni enda innfæddir alvanir að glíma við slíkan vanda og hafa góða stjórn á öllum hlutum í

þessum efnum. Einhverjir sáu þyrlu sækja vatn við ströndina til þess að sleppa á eldana og þóttu það áhugverð sjón enda erum við Íslendingar ekki óvön því að nota þyrlur til hjálpar- og björgunarstarfa.

Óli Róbert er leiðsögumaður og annar tveggja sem sá um hópinn í ferðinni til eyjarinnar fögru í suðri. Hann Óli Róbert átti varla orð til þess að lýsa ánægju sinni með hópinn. „Þetta var frábær upplifun í alla staði, ég held svei mér að þetta hafi verið besti hópur sem ég hef verið með á ferðum mínum“ sagði leiðsögumaðurinn og hafði orð á því að allir hefðu verið svo jákvæðir og skemmtilegir.

Hjálmar Sigurjónsson skipstjóri á Ljósafelli var einnig í þessari ferð. Eins og mörgum er

kunnugt þá slasaðist Hjálmar illa á fæti í snjósleðaslysi þann 4.mars 2022 og hefur staðið í

ströngu með fótinn allar götur síðan. Hann hefur gengið í gegn um margar aðgerðir og hefur

endurhæfing verið hans helsta verkefni síðustu misseri. Er ferðin til Sikiley fyrsta ferðin eftir

slysið sem hann treystir sér í. Sagði Hjálmar aðspurður að ferðin hefði verið meiriháttar. “Það

var svo gott veður og hlýtt og hlýindi fara mikið betur í skrokkinn á mér heldur en kuldinn

hérna heima” sagði Hjálmar og var sáttur við afrek sín á ferðalaginu. ´”Ég gekk á hverjum

degi og styrkti þar með fótinn og svo nutum við hjónin bara lífsins, lágum í sólinni og syntum

í sjónum”. Glögglega mátti heyra á Hjálmari að ferðin hafi verið kærkomin og þrátt fyrir

eymsli í baki sem hann telur vera eftir setuna í flugvélinni og alla hreyfinguna í sólinni þá hafi

það verið langþráð að komst úr daglegu rútínunni.

Eðvarð Þór  Grétarsson er sjómaður á Ljósafellinu og var þetta fyrsta ferðin hans með starfsmannafélaginu og því var fyrsta spurning til hans nokkuð fyrirsjáanleg:  Hvernig var ferðin? Og hann svaraði um hæl:  „Ferðin var í alla staði frábær, og það var augljóst að mikil vinna hefur verið lögð í að skapa sem mesta ánægju fyrir fólkið, og á stjórn starfsmannafélagsins mikið hrós skilið fyrir skipulagningu og alla þá vinnu sem þau lögðu á sig“. Eddi ( Eðvarð) sagði að hann væri búinn að vera á Ljósafellinu í rúm 5 ár og í þessari fyrstu ferð þeirra hjóna hafi hann fljótt komið auga á hversu mikil vinátta og samheldni einkenni starfsmannahóp LVF. „ Fyrirtækið bauð til kvöldverðar á frábærum veitingastað niður við sjó á Naxos ströndini, það var dásamlegt kvöld og erum við gríðarlega þakklát fyrir. Einnig fór áhöfn Ljósafells saman til kvöldverðar og þar tókst einnig mjög vel til, og þaðan fór enginn svangur, enda maturinn góður og hópurinn en betri“ sagði Eddi. Að gista á tveimur mismunandi stöðum  gerði ferðina ögn fjölbreyttari þótti Edda  og sagði hann líka að veðrið hefði verið alveg einstakt allan tímann, hlýtt og milt og nánast sífellt logn. „Það kom eingöngu rigning síðasta daginn, sem var ansi heppilegt“.En það mun hafa rignt á leið hópsin út á flugvöll. Sikiley skældi ofurlítið við brottförina.   Inntur eftir því í hvað hann hefði notað daga sína í suðuhöfum sagði hann að þeir hefðu farið töluvert í að liggja á sólbekkjum, spjalla við fólk eða ganga um svæðið og skoða sig um. Rétt eins og fólk gerir í ferðum sem þessum.  

„Ég fór ásamt góðum hópi í jeppaferð upp í 1800 metra hæð í hlíðum Etnu, sem er virkasta eldfjall í Evrópu, mér fannst þetta mjög áhugavert og fræðandi ferðalag. Kvöldin voru svo nýtt í spjall og spil með góðu fólki“ sagði Eddi og bætti við:  „Fyrir mig persónulega fannst mér hápunktur ferðarinnar vera næst síðasta daginn þegar ég leigði mér vespu og ók á henni upp í þorp sem heitir Castelmola og er byggt uppi á fjallstoppi. Það er eitthvað einstakt við það að vera einn á vespu að þvælast um. Ég mæli með því“. Eddi sagði líka að það hefði verið mikil og góð upplifunin að kynnast öllu þessu dásamlega fólki sem starfar hjá LVF og samveran hefði verið algerlega frábær. „Við hjónin munum ekki láta okkur vanta í komandi ferðir á vegum starfsmannafélagsins“ sagði glaðbeittur Eddi að lokum.

Elvar Óskarsson er stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar og einn af þeim fjölmörgu sem skemmtu sér á Sikiley. Hann var snöggur til svars þegar hann var spurður út í sína upplifun. „Þessi ferð var í alla staði frábær. Það er gaman að heyra hvað fólk skemmti sér vel og naut tímans þarna úti.  Þetta er fallegt svæði að skoða, mikil saga og svo skemmdi það ekki að veðrið lék við okkur allan tímann.

Sikiley er áfangastaður ferðamanna, sem þýðir að ótal margt er hægt að gera sér til gamans og dægrastyttingar. Margir fóru í ferðir til þess að kynnast landinu og þjóðinni. T.a.m fór hópur af vösku fólki í fjallahjólaferð, margir urðu varir við Etnu, eldfjallið virka sem á það til að ræskja sig nokkuð reglulega og senda frá sér iðandi reyk. Einhverjir spiluðu golf og svo framvegis.

Loðnuvinnslan bauð öllum hópnum til kvöldverðar á glæsilegu veitingahúsi og var mikið um dýrðir þar og ekkert til sparað eins og kom fram í máli Edda hér á undan. Og þar var líka slegið á létta strengi. Hópur ungra manna efndi til keppni í því hver skartaði ljótustu skyrtunni. Það fór þannig fram að hver og einn keypti eina skyrtu og svo skiptust þeir á gjöfum, hver og ein fyrirsæta skartaði skyrtu sem einhver annar hafði keypt. Skemmst er frá því að segja að kvöldverðagestir greiddu atkvæði samkvæmt bestu samvisku og sigurinn féll í skaut Lúðvíks Héðins Gunnarssonar, klæddur í einhvers konar klæði sem hinn rómverski Júlíus Cesar hefði verið stoltur af.

Nú láta ferðalangar líða úr sér og ylja sér við minningar og myndir af góðum dögum á hinni ítölsku Sikiley og ef að líkum lætur verður ekki langt að bíða þess að starfsmannafélag LVF hefji undirbúning að næstu ferð. Það er alltaf eitthvað til þess að hlakka til.

BÓA

Aldeilis föngulegur hópur

Það er víða fallegt handverk. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Reiðhjólahjálmar duga líka í hellaskoðun. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Glittir í skógarelda. Lj´somynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Ljótuskyrtukeppni! Sigurvegarinn er í neðri röð, lengst til vinstri. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Sól og blíða. Ljósmynd: Eðvarð Þór Grétarsson

Víða liggja leiðir. Ljósmynd: Eðvarð Þór Grétarsson

Eðvarð Þór Eðvarðsson á ferðinni. Ljósmynd: Eðvarð Þór Eðvarðsson

Við veislukvöldverðinn. Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Ljósmynd: Friðrik Mar

Sandfell með langmestan afla í september.

Sandfell með langmestan afla í september af bátum yfir 21 tonn. Sandfell landaði samtals 315 tonnum. Hafrafellið var í slipp meiri hlutann var september.

Mynd: Loðnuvinnslan.

Lokalisti skv. aflafréttum.

SætiSæti áðurNafnAfliLandanirMestHöfn
11Sandfell SU 75315.52718.7Neskaupstaður, Vopnafjörður, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður
22Vigur SF 80212.71224.7Neskaupstaður
35Særif SH 25190.01323.6Arnarstapi, Þorlákshöfn, Grindavík, Sandgerði
43Einar Guðnason ÍS 303185.11713.2Suðureyri
57Indriði Kristins BA 751180.41618.0Bolungarvík, Tálknafjörður
66Kristján HF 100170.01517.2Bolungarvík
79Auður Vésteins SU 88167.41712.6Neskaupstaður, Vopnafjörður, Stöðvarfjörður
811Gísli Súrsson GK 8161.71518.2Neskaupstaður, Vopnafjörður
98Fríða Dagmar ÍS 103152.41711.1Bolungarvík
104Háey I ÞH 295145.31119.0Húsavík, Raufarhöfn
1112Tryggvi Eðvarðs SH 2127.81314.2Ólafsvík, Arnarstapi
1210Kristinn HU 812119.3179.0Skagaströnd, Sauðárkrókur
1313Stakkhamar SH 220106.01017.0Rif
1414Óli á Stað GK 9998.71410.8Sandgerði, Grindavík
1515Sævík GK 75798.7168.3Sandgerði, Skagaströnd, Grindavík
1618Vésteinn GK 8875.5715.5Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
17Hópsnes GK 7771.1129.3Dalvík, Siglufjörður
1817Bíldsey SH 6570.9815.6Sauðárkrókur
1919Jónína Brynja ÍS 5570.51010.3Bolungarvík
2016Dúddi Gísla GK 4865.4117.8Skagaströnd
2120Hafrafell SU 6535.9412.1Stöðvarfjörður, Eskifjörður
22Öðlingur SU 1910.2110.2Djúpivogur