Ljósafell með tæp 70 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 70 tonn af fiski.  Aflinn var 45 tonn Þorskur 17 tonn Ýsa og annar afli.

Ljósafell fer út á morgun kl. 13.00.

Matgæðingar í heimsókn

Hópur fólks með áhuga á mat og matarmenningu heimsótti Loðnuvinnsluna á dögunum. Um er að ræða hóp sem kom á vegum verkefnis sem kallast Nordic food in Tourism. Á heimasíðu Austurbrúar er eftirfarandi skilgreining á verkefninu: “Samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu á árunum 2019 til 2021 og er styrkt af norrænu ráðherranefndinni”.   Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið leiða verkefnið og efndu til mikillar ráðstefnu  á Egilsstöðum þann 30.september s.l. þar sem fjöldinn allur tók þátt ýmist á staðnum eða í gegnum Internetið. Var markmið og tilgangur ráðstefnunnar að kynna matarframleiðslu á Austurlandi.

Hópurinn sem sótti Loðnuvinnsluna heim samanstóð af fólki frá Norðurlöndunum, þau fengu leiðsögn um Fáskrúðsfjörð og að því loknu var hópnum boðið í Wathnessjóhús þar sem tekið var á móti þeim með hefðbundnum íslenskum veitingum líkt og rúgbrauði og síld, flatbrauði með hangikjöt og laxi auk harðfisks og konfektbita til sælgætis.  Þá hafði Friðrik Mar framkvæmdastjóri LVF kynningu á starfsemi fyrirtækisins þar sem vinnslu á matvælunum er Loðnuvinnslan framleiðir er fylgt eftir allt frá því hún kemur um borð í skip og báta og þar til hún endar í neytendapakkningum tilbúin til þess að verða að dýrindis máltíð.

Ein af þátttakendum var Anne Nivíka Grøden sem var fulltrúi Grænlands í verkefninu. Hún var sátt og ánægð með heimsókn sína til Íslands og á austurland. Er hún var innt eftir því hvað hún fengi úr samstarfi og kynningum af því tagi sem hún hafði upplifað hér svaraði hún: “Það er svo gott að upplifa og sjá hvað er gert í samfélögum sem eru svipuð þeim er ég kem frá, maður lærir svo mikið og fær innblástur til að prófa nýja hluti”. Þá sagði Anne líka það væri svo áhugavert að sjá og finna að allir væru að glíma við svipaðar hindranir og svipaða möguleika. “Og svo er líka svo mikilvægt að hitta fólk með sama áhugamál og við skiptumst á skoðunum, deilum reynslu okkar og kunnáttu. Þessi hópur er orðinn mín norræna fjölskylda” sagði Anne brosmild.

Hópurinn kvaddi Loðnuvinnsluna og Fáskrúðsfjörð sátt og sæl og heilmiklu vísari um þá matvælaframleiðslu er hér fer fram. Þau gáfu sér tíma til þess að horfa litla stund á fjallahringinn í haustlogninu áður en þau settust aftur í rútuna sem tók þau á næsta stað.

BÓA

Gestirnir að hlýða á kynningu Friðriks
Anne Nivíka Grøden

Ljósafell kom inn sl. nótt með 110 tonn.

Ljósafell kom í nótt með 110 tonn af fiski.  Aflinn var 55 tonn Ufsi, 25 tonn Þorskur, 20 tonn Karfi, 5 tonn Ýsa og annar afli.

Skipið fer út á morgun.

Hoffell.

Hoffell er á landleið með tæp 500 tonn af Síld, skipið verður á Fáskrúðsfirði í kvöld. Síldin verður söltuð og fryst í beitu.

Hoffell.

Hoffell fór út eftir hádegi í gær og kom aftur eftur tæpan sólarhring með 440 tonn af Síld.

Síldin fer í beitu og söltun.

Ljósafell.

Ljósafell kom inn í morgunn með tæp 60 tonn af fiski eftir tvo daga.  Aflinn var 33 tonn Þorskur,  25 tonn Ýsa og annar afli.

Skipið fór út eftir löndun.

Ljósafell kom inn í nótt með 110 tonn.

Ljósafell kom inn í nótt með 110 tonn af fiski, 40 tonn af Ufsa, 35 tonn af Karfa , 25 tonn af Þorski, 3 tonn Ýsa og öðrum afla.

Skipið fer út á morgun.

Hoffell með 500 tonn af Síld.

Hoffell er á landleið með 500 tonn af Síld sem er fengin 60 mílur  norð-austur frá Fáskrúðsfirði.

Skipið fór út frá Fáskrúðsfirði kl. 18.00 í gær og er því aðeins rúman sólarhring í þessum túr. Síldin verður söltuð og unnin í beitu fyrir Hafrafell og Sandfell.

Hoffell í öðru sæti uppsjávarskipa.

Samkvæmt nýjum lista aflafrétta þá er Hoffell í öðru sæti uppsjávarskipa.

Uppsjávarskip árið 2021.nr.13

Listi númer 13.

Það líklegast stefnir í það að Beitir NK haldi toppsætinu út árið kominn með um 5 þúsund tonna meiri afla enn næsta skip

Beitir NK var með 483 tonní 1

Hoffell SU 1403 tonní 2

Venus nS 1921 tonní 2

Börkur II NK 2184 tonn í 2

Vilhelm Þorsteinsson EA 3539 tonn í 3

Jón Kjartansson SU 1668 tonní 2

Guðrún Þorkelsdóttir SU 1626 tonn í 3

Heimaey VE 1878 tonní 2

Huginn VE 2598 tonn í 2

Jóna Eðalvalds SF 2138 tonní 3

og nýjsta uppsjávarskip Svanur RE er komin með sína fyrst löndun

Sandfell að verða klárt í Njarðvík.

Sandfell hefur verið í slipp í Njarðvík í tæpar tvær vikur og er verða tilbúið.

Báturinn er tekinn upp einu sinni á ári og farið í venjubundið viðhald. Reiknað er með Sandfell geti siglt frá Njarðvík á miðvikudaginn.