Höfnin á Fáskrúðsfirði

Norsku skipin hafa sett svip sinn á staðinn síðustu daga. Staðan í dag í loðnunni er sú að Havdrøn er enn undir. Slaatterøy losar sig síðan við smá slatta, 65 tonn áður en hann heldur til kolmunnaveiða við Írland. Steinevik bíður með 170 tonn, Ligrunn með 265 tonn og svo var Rav sem var að koma inn með 270 tonn. Unnið er dag og nótt auk þess sem vinnsla er á bolfiski í frystihúsinu. Hörkumannskapur í vinnu á öllum vígstöðvum sem gerir þetta kleift.

Loðnulandanir

Líflegt hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði síðustu daga. Á efri myndinni er H. Östervold á förum eftir að hafa landað um 694 tonnum af loðnu, og í hans stað kemur að bryggju Strand Senior með um 125 tonn. Á neðri myndinni er svo Slatteroy sem landar um 65 tonnum í dag. Öll þessi skip halda svo til kolmunnaveiða við Írland að löndun lokinni.

Havdrön landar

Havdrön fór héðan út um hádegi og kemur inn í kvöld með 460 tonn af loðnu til frystingar á Japan.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í dag með tæplega 100 tonna afla. 45 tonn ufsi, 22 tonn karfi,  10 tonn þorskur og annar afli.

Röttingoy landar

Norska skipið Røttingøy skellti sér undir þegar Steinevik hafði lokið löndun. Skipið er með 140 tonn af loðnu til frystingar.

Östervold landar

H. Östervold kemur í kvöld með 650 tonn af góðri loðnu til frystingar.  Loðnan er komin með Japansþroska.
Þetta skip hefur oft komið með loðnu til Fáskrúðsfjarðar.

Loðnulöndun

Steinevik kemur í nótt með 450 tonn af loðnu sem er fullþroskuð fyrir Japansmarkað.

Loðnan var fengin í aðeins aðeins 3 tíma siglingu frá Fáskrúðsfirði.

Loðnulandanir

Í kvöld kemur Ingrid Majala með rúm 150 tonn af loðnu til frystingar og í nótt kemur svo Sæbjörn með 430 tonn af loðnu til frystingar.

Loðnan er fersk og falleg enda veiðin aðeins 20 til 40 mílur austur af Fáskrúðsfirði.

Unnið er á vöktum allan sólarhringinn meðan vertíðin stendur yfir.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í gær með tæp 100 tonn. Aflinn var um 30 tonn þorskur, 15 tonn ýsa, 35 tonn karfi, 15 tonn ufsi og svo annar afli.

Skipið fór út kl. 17.00 í dag.

Loðnufrysting hafin að nýju

Það var létt yfir mannskapnum hjá Loðnuvinnslunni hf í morgun þegar byrjað var að landa fyrstu loðnunni eftir tveggja ára kvótalaus ár. Norska uppsjávarskipið Kings Bay frá Fosnavåg er fyrsta skipið sem kemur til löndunar þetta árið og er það með 460 tonn sem fer allt í frystingu.

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 500 tonn af síld sem fengin er vestur af Reykjanesi.

Skipið togaði aðeins í 1 klst. og fékk þessi 500 tonn.  Mikið er af síld að sjá og torfan margar mílur. Hoffell verður aðra nótt á Fáskrúðsfirði.

Bátar

Janúar var ágætur hjá Hafrafelli og Sandfelli, en afli bátanna var samtals um 403 tonn.  Ekki var hægt að róa í 10 daga vegna brælu.

Hafrafell var með 201 tonn og Sandfell með 202 tonn.  Þorskurinn var sérlega stór, um 6-7 kg fiskur óaðgerður.