Ljósafellið kom í land eftir miðnætti með tæp 35 tonn af ufsa, rúmlega 30 tonn af þorski og tæp 30 tonn af ýsu. Ufsaveiðin gekk vel framan af veiðiferðinni en skipið færði sig undan veðri á önnur mið og kláraði veiðiferðina í ýsu og þorski. Það er sem fyrr mjög góð veiði hjá Sandfelli og Hafrafelli og landa þau daglega.

Mynd: Gísli Reynisson.