Ljósafell landaði í morgun rúmlega 100 tonnum; rúmum 40 tonnum af þorski, 32 tonnum af ufsa, 22 tonnum af gullkarfa og 5 tonnum af ýsu og öðrum afla.

Hoffell er á landleið með rúm 1.400 tonn af kolmunna og von er á norska uppsjávarskipinu Ola Ryggefjord á fimmtudagsmorgun með 2.400 tonn af kolmunna.