Finnur Fríði landar í kvöld

Finnur Fríði verður í kvöld með 2.300 tonn af kolmunna.  Skipið landaði síðast hér fyrir viku.  Samtals hefur Loðnuvinnslan tekið á móti 9.400 tonn með þessum farmi. Kolmunninn byrjar með látum þetta árið.

Mynd: tekin 11. mars 2022, þegar Finnur Fríði landaði 1.000 tonnum af Loðnu til hrognatoku.

Ljósafell kom inn í dag með 110 tonn.

Ljósafell kom inn í dag með 110 tonn af fiski.  Aflinn er 50 tonn Utsi, 25 tonn Ýsa, 25 tonn Karfi, 3 tonn Þorskur og annar afli. Ljósafell fer aftur út á morgun.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Metár hjá Sandfelli og Hafrafell með tæp 5.000 tonn.

Ótrúlegur árangur hjá Sandfelli og Hafrafelli árið 2022 samtals 4.911 tonn,  Sandfell með 2.617 tonn og Hafrafell með 2.294 tonn.

 Sjá lista frá Aflafréttum. 

SætisknrNafnAfliLandanirMeðalafliVeiðarfæri
252737Ebbi AK 37301.10535,6Sæbjúga, Net, Lína
242959Öðlingur SU 19460.60647.20lína
232999Hulda GK 17661.80947,1lína
222822Særif SH 25684.405712.10lína
213007Indriði Kristins BA 751763.304915,5lína
202704Bíldsey SH 65881.107411.90lína
192947Særif SH 25920.706913,3lína
182714Sævík GK 757923.201227.60lína
172947Indriði Kristins BA 751982.207213.60lína
162902Stakkhamar SH 2201093.201139.60lína
152908Vésteinn GK 881187.1010611,1lína
142842Óli á Stað GK 991278.101747,3lína
132911Gullhólmi SH 2011413.3011012,8lína
122995Háey I ÞH 2951568.6012712,3lína
112880Vigur SF 801589.8012512,7lína
102860Kristinn HU 8121716.6016710,2lína
92878Gísli Súrsson GK 81720.3017010,1lína
82888Auður Vésteins SU 881745.8016210,8lína
72868Jónína Brynja ÍS 551779.102168,2lína
62817Fríða Dagmar ÍS 1031808.302158,4lína
52997Einar Guðnason ÍS 3031872.9015811,8lína
42400Tryggvi Eðvarðs SH 21954.5013114.90lína
32961Kristján HF 1002066.9015113.60lína
22912Hafrafell SU 652293.6019711,6lína
12841Sandfell SU 752617.1020312,8Lína

Finnur Fríði í firðinum fagra.

Færeyska uppsjávarskipið Finnur Fríði kom með 2.300 tonn af Kolmunna í gær, en rúmur sólarhringur var af miðunum sunnan við Færeyjar til Fáskrúðsfjarðar.  Árið byrjar vel í Kolmunna og samtals hafa þá komið 5.600 tonn af Kolmunna það sem af er ári til Loðnuvinnslunnar.

Mynd: Loðnuvinnslan.

Hoffell á landleið með 1250 tonn af Síld.

Hoffell er á landleið með 1.250 tonn af Síld sem fer í söltun.  Síldin er fengin vestur af Reykjanesi eins og fyrir áramót. Hoffell verður snemma á föstudagsmorgun á Fáskrúðsfirði. Að lokinni löndun fer skipið til Kolmunnaveiða suður af Færeyjum.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Christian í Grjótinum kom með 3.000 tonn.

Christian í Grjótinum var að koma til okkar núna kl. 10 með rúm 3.000 tonn af Kolmunna.
Aflinn fékks suður að Færeyjum og var sólarhringssigling til okkar.
Christian er nýjasta skip færeyska flotans og er hið glæsilegasta.

Hoffell tæknivæðist frekar

Tækni fleygir fram. Öll mannanna verk eru í sífelldri þróun og nýjar og bættar útgáfur af því sem fyrir var og er,  koma fram, auk þess sem ný sköpun verður til.  Í sjávarútvegi hefur mikil þróun á sér stað, allt frá skipum og bátum til lokavinnslu hráefnisins og þurfa fyrirtæki í þessum geira ávallt að vera á tánum, fylgjast vel nýjungum og taka þátt í ferlinu og er Loðnuvinnslan þar engin undantekning.

Um jól og áramót hefur Hoffell Su 80 verið í slipp á Akureyri.  Það þarf að ditta að einu og öðru eins og gengur á skipi sem mikið er notað og þá er tilvalið að nota tíma þegar áhöfnin tekur sér frí til þess að njóta hátíðarinnar með sínu fólki.  Auk almenns viðhalds á skipinu er verið að taka fyrsta skrefið í að koma fyrir enn einni  tækninýjunginni.  Um er að ræða svo kallaða MLD toghlera (Trawl steering system) frá dönskum framleiðanda.  Þetta eru stýranlegir toghlerar fyrir flottroll sem stjórna má úr brúnni með tölvu.  Virka þessir toghlerar með þeim hætti að hægt er að stilla opnunina á trollinu  í sjónum með aðgerð í tölvu.  Í hlerunum eru lokur sem minna á flapsa á flugvélavæng sem hægt er að hreyfa og þannig stilla hversu mikið  eða lítið opið er.  Skrefið sem stigið er í slippnum að þessu sinni er að koma fyrir botn stykki undir skipinu sem gegnir hlutverki sendis og móttakara. Frá þessu stykkir þarf svo að koma stjórnköplum í brúnna og hleðsluköplum aftur í skut því allt gengur þetta fyrir rafmagni. Þegar þetta verður allt klárt verður hægt að koma toghlerunum sjálfum fyrir og verður það væntanlega gert strax á nýju ári. 

Tæknifólk segir að stýranlegir toghlerar séu framtíðin í flottrollsveiðum, þeir minnki slit á skipum og veiðafærum auk þess sem möguleiki skapast til þess að auka afköst og spara eldsneyti á sama tíma. Og það er árangur sem allir ættu að vera sáttir við. 

BÓA

ndHoffell í slippnum á Akureyri. Mynd: Kjartan Reynisson
Hoffell í slippnum á Akureyri. Mynd: Kjartan Reynisson
MLD toghlerar. Mynd fengin á heimsíðu MLD.
Botn stykki sem gengir hlutverki sendis og móttakara. Mynd: Kjartan Reynisson

Ljósafell kom inn í hádeginu með 90 tonn.

Ljósafell kom inn í hádeginu með tæp 90 tonn af fiski.  Aflinn er 60 tonn Þorskur, 20 tonn Ýsa, 7 tonn Ufsi og annar afli.

Skipið fer út aftur á miðvikudaginn, eftir að brælan gengur niður.

Jólaviðburður starfsmannafélagsins

Starfsfólk Loðnuvinnslunnar og fjölskyldur þeirra áttu saman notalega jólastund í Skrúð í gær, spilað var bingó og bauð starfsmannafélagið uppá heitt súkkulaði með rjóma og jólakökur á eftir. Spilaðar voru 12 umferðir og voru vinningarnir hver öðrum flottari. Loðnuvinnslan og starfsmannafélagið lögðu til flesta vinninga en einnig voru aðrir styrktaraðilar líkt og Vök baths, Kjörbúðin, Hárkjallarinn, Hárbankinn og Sesam Brauðhús. Eftir síðustu umferðina birtust tveir jólasveinar og mátti sannarlega sjá bros á andlitli barnanna sem voru flest öll til í að spjalla aðeins við þá. Auðvitað komu þeir með gotterý í pokum sínum og er greinilegt að börnin hafa verið stillt og góð í desember þar sem þau fengu öll gotterý með sér heim. Þetta var virkilega notalegur jólaviðburður sem er svo sannarlega kominn til að vera.

Mikill áhugi hefur vaxið fyrir starfsmannafélaginu og fer félagsmönnum sífellt fjölgandi. Stjórn félagsins hefur sett saman viðburðatal fyrir næsta ár og stefnir á að birta það fyrir áramótin. Í stjórninni situr fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsfólks og maka sem eiga auðvelt með að fara á flug þegar kemur að skipulagningu viðburða.

Text: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Ljósmynd: AEH
Ljósmynd: AEH
Ljósmynd: AEH
Ljósmynd: AEH

Ljósmynd: AEH