Sandfell með langmestan afla í september.

Sandfell með langmestan afla í september af bátum yfir 21 tonn. Sandfell landaði samtals 315 tonnum. Hafrafellið var í slipp meiri hlutann var september.

Mynd: Loðnuvinnslan.

Lokalisti skv. aflafréttum.

SætiSæti áðurNafnAfliLandanirMestHöfn
11Sandfell SU 75315.52718.7Neskaupstaður, Vopnafjörður, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður
22Vigur SF 80212.71224.7Neskaupstaður
35Særif SH 25190.01323.6Arnarstapi, Þorlákshöfn, Grindavík, Sandgerði
43Einar Guðnason ÍS 303185.11713.2Suðureyri
57Indriði Kristins BA 751180.41618.0Bolungarvík, Tálknafjörður
66Kristján HF 100170.01517.2Bolungarvík
79Auður Vésteins SU 88167.41712.6Neskaupstaður, Vopnafjörður, Stöðvarfjörður
811Gísli Súrsson GK 8161.71518.2Neskaupstaður, Vopnafjörður
98Fríða Dagmar ÍS 103152.41711.1Bolungarvík
104Háey I ÞH 295145.31119.0Húsavík, Raufarhöfn
1112Tryggvi Eðvarðs SH 2127.81314.2Ólafsvík, Arnarstapi
1210Kristinn HU 812119.3179.0Skagaströnd, Sauðárkrókur
1313Stakkhamar SH 220106.01017.0Rif
1414Óli á Stað GK 9998.71410.8Sandgerði, Grindavík
1515Sævík GK 75798.7168.3Sandgerði, Skagaströnd, Grindavík
1618Vésteinn GK 8875.5715.5Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
17Hópsnes GK 7771.1129.3Dalvík, Siglufjörður
1817Bíldsey SH 6570.9815.6Sauðárkrókur
1919Jónína Brynja ÍS 5570.51010.3Bolungarvík
2016Dúddi Gísla GK 4865.4117.8Skagaströnd
2120Hafrafell SU 6535.9412.1Stöðvarfjörður, Eskifjörður
22Öðlingur SU 1910.2110.2Djúpivogur

Þingmannanefnd um Norðurskautsmál í heimsókn

Í dag, þriðjudaginn 17.október,  fékk Loðnuvinnslan góða gesti þegar hópur  fólks sem tengist þingmannanefnd um norðurskautsmál leit við. Voru þar á ferð nefndarmeðlimir ásamt öðrum gestum. 

Á heimasíðu Alþingis er eftirfarandi útlistun á starfsemi og tilgangi nefndarinnar:

„Þing­manna­nefnd um norður­skauts­mál er samstarfs­vettvangur þingmanna aðildarríkja Norður­skautsráðsins. Fundir eru haldnir að jafnaði þrisvar á ári. Aðildar­ríkin eru Bandaríkin, Kanada, Norðurlönd  (  Noregur, Svíþjóð, Grænland, Færeyjar, Danmörk , Ísland)  og Rússland. Í nefndinni situr einn þingmaður frá hverju aðildarríki en auk þess tilnefnir Evrópu­þingið einn fulltrúa. Fulltrúi Alþingis er jafnan formaður Íslands­deildar þing­manna­ráðstefnunnar um norður­skauts­mál. Á fyrstu árum sínum vann þingmanna­nefndin ötullega að stofnun Norðurskauts­ráðsins.

Helstu verkefni í norður­skauts­samstarfi lúta að sjálfbærri þróun, umhverfis- og náttúruvernd. Sérstök áhersla er einnig lögð á varðveislu menningar­arfleifðar og lífshátta norðlægra þjóðflokka sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins.“

Formaður Íslandsdeildarinnar er Líkeik Anna Sævarsdóttir þingmaður og er hún gestgjafi nefndarinnar að þessu sinni. Líneik sagði að nefndin hefði setið á fundi til kl. 15.00 í dag en þá var farið af stað til þess að sýna gestunum eitt og annað markvert á Austurlandi. Þar á meðal var heimsókn til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði þar sem tekið var á móti gestunum í Whatnes sjóhúsinu. Boðið var upp á síld og rúgbrauð auk viðeigandi drykkja.

Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstýra Fjarðabyggðar heilsaði gestum og bauð þau velkomin í Fjarðabyggð, þá sagði hún lítillega frá sveitafélaginu og helstu einkennum þess.  Því næst kynnti Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri LVF starfsemi félagsins og sýndi gestum nokkrar stuttar kvikmyndir sem gerðar hafa verið um mismunandi þætti starfseminnar.

Þá sagði Jónína Guðrún Óskarsdóttir nokkur orð um ljósmyndirnar sem prýða veggi Whatnes sjóhússins, en þar gefur að líta glæsilegar myndir af norðurljósum.

Formaður þingmannanefndarinnar um norðurskautsmál er Aaja Chemnitz þingmaður. Hún er grænlensk og situr á danska þinginu, annar tveggja fulltrúa sem Grænlendingar eiga þar. Hún sagði það afar mikilvægt fyrir lönd á norrænum slóðum að starfa saman og því væru fundir líkt og haldinn var á Austurlandi í dag þýðingarmiklir.  „Það er einnig áhugavert að heimsækja fyrirtæki og stofnanir á svæðinu og kynnast starfseminni“ sagði Aaja og bætti því við að það hefði komið henni skemmtilega á óvart hversu tæknileg öll starfsemi er hjá Loðnuvinnslunni. „Móttökurnar á Austurlandi hafa verið stórkostlegar“ sagði Aaja Chemnitz þingmaður.

Það er mikilvægt að taka vel á móti gestum því með þeim ferðast orðspor gestgjafanna og glöggt mátti sjá og heyra og gestirnir sem sóttu Loðnuvinnsluna heim í dag voru sáttir og glaðir.

BÓA

Gestirnir í Whatnes sjóhúsinu. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Veitingarnar ekki af verri endanum. Rúbrauð og síld. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Lvf í pontu. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstýra Fjarðabyggðar ávarpar gestina. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Ljósafell landaði 160 tonnum í vikunni.

Ljósafell kom inn í dag eftir stuttan túr með 70 tonn og landaði sl 90 tonnum. Aflinn var að mestu Þorskur og Ýsa. Ljósafellið fer svo út á þriðjudaginn 17. október eftir að áhöfnin heim eftir 10 daga ferð til Sikileyjar.

Að elda og baka utandyra

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er margt brallað.  Auk hefðbundinnar kennslu í íslensku og stærðfræði og þess háttar greinum, er líka nokkuð um það að brjóta upp það sem kallað er hefðbundið og nýjar leiðir og aðferðir eru teknar upp.  Má þar til dæmis nefna útikennslu. Þá fara nemendur og kennarar út undir bert loft og nýta náttúru og umhverfi til náms og kennslu.

Fyrir ofan skólann er fallegt rjóður sem nýtist í leik og starfi og í hlíðinni er líka að finna eldstæði þar sem hægt er að grilla eitthvert góðgæti eða steikja sér lummur því að í öllum athöfnum lífsins felst eitthvert nám og nám má gjarnan vera skemmtilegt líka.

Kennurunum sem hafa umsjón með útkennslunni fannst vanta einhverskonar stand til þess að hengja pott í svo að hægt væri að nota eldstæðið á fjölbreyttari máta.  “Við höfðum samband við Ingimar (Óskarsson) hjá vélaverkstæði Loðnuvinnslunnar og spurðum hvort að strákarnir í smiðjunni gætu smíðað svona þrífót fyrir okkur og hann tók mjög vel í það og nokkrum dögum síðar var fóturinn bara kominn” sagði Eydís Ósk Heimisdóttir skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.  Ásta Kristín Guðmundsdóttir Michelsen aðstoðarskólastjóri tók í sama streng og sagði að þrífóturinn svokallaði væri alveg fullkominn.

Ingimar Óskarsson verkstjóri á vélaverkstæðinu sagði að það væri gaman að fá svona verkefni stöku sinnum. “Við fengum útlistingu á því hvernig þrífóturinn ætti að vera en svo hönnuðum við hann bara sjálfir og smíðuðum” sagði Ingimar og bætti því við að þetta hefði nú verið frekar einföld smíði fyrir vana menn.

Rúsínan í pylsuendanum er sú að vélaverkstæðið  færði skólanum þrífótinn að gjöf og sagði Ingimar að það væru forréttindi að fá að taka þátt í að gleðja núverandi og framtíða nemendur skólans með gjöfinni.

Og sannarlega er gjöfin vel þegin og óhætt að segja að allir sem starfa í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar geta sagt með sanni að þrífóturinn sé gjöf sem gleður.

BÓA

Smiðjumenn við vinnu sína.

Þrífóturinn góði kominn á sinn stað.

Sandfell í fyrsta sæti sem af er september.

Skv. aflafréttum þá er Sandfell með mestan aflan það sem af er september eða um 200 tonn.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

SætiSæti áðurNafnAfliLandanirMestHöfn
11Sandfell SU 75200.41718.7Stöðvarfjörður, Neskaupstaður, Vopnafjörður
24Vigur SF 80155.3924.7Neskaupstaður
32Einar Guðnason ÍS 303144.41313.2Suðureyri
43Háey I ÞH 295125.31019.0Húsavík, Raufarhöfn
55Særif SH 25119.7723.6Sandgerði, Þorlákshöfn, Grindavík
66Kristján HF 100116.31017.2Bolungarvík
78Fríða Dagmar ÍS 103101.61111.1Bolungarvík
810Indriði Kristins BA 75194.5916.7Tálknafjörður
97Auður Vésteins SU 8889.11011.6Stöðvarfjörður, Vopnafjörður, Neskaupstaður
1011Gísli Súrsson GK 879.6912.6Neskaupstaður, Vopnafjörður
119Kristinn HU 81273.7108.5Skagaströnd, Sauðárkrókur
1212Tryggvi Eðvarðs SH 269.2714.2Ólafsvík
1316Stakkhamar SH 22061.3517.0Rif
1414Sævík GK 75754.997.1Grindavík, Skagaströnd
1519Óli á Stað GK 9954.9710.8Sandgerði
1615Dúddi Gísla GK 4851.496.8Skagaströnd
1718Vésteinn GK 8849.3511.2Stöðvarfjörður
18Bíldsey SH 6539.4315.6Sauðárkrókur
19Hafrafell SU 6535.9412.1Stöðvarfjörður, Eskifjörður
2021Jónína Brynja ÍS 5521.8310.3Bolungarvík

Afmælishóf

Það var mikið um dýrðir í Búðaþorpi við Fáskrúðsfjörð föstudaginn 15.september s.l.  En þá voru hátíðarhöld vegna 90 ára afmælis Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og 50  ára afmælis Ljósafells SU 70. Víða mátti sjá fána LVF og Kaupfélagsins og jafnvel einn og einn þjóðfána sem dreginn hafði verið að húni.  Kaupfélagið bauð öllu sínu félagsfólki og starfsfólki til veislu. Þá voru einnig viðstaddir veisluna aðrir gestir sem hafa komið að félaginu eða starfsemi þess með einum eða öðrum hætti, auk þess sem allnokkrir ráðamenn sveitafélagsins og landsins voru meðal gesta.

Hátíðin var haldin í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði sem breytt var í glæsilegan veislusal. Falleg dúkuð borð, hvítáklæddir stólar og huggulegur borðbúnaður. Greinilegt var að ekkert hafði verið til sparað til að gera hátíðarhöldin hin glæsilegustu fyrir þá 350 gesti sem mættu til veislunnar í sínu fínasta pússi.

Boðið var upp á verulega gómsæta þriggja rétta máltíð sem var borin á borð fyrir hvern og einn og guðaveigar af ýmsu tagi stóðu gestum einnig til boða. Gekk þjónustan afar vel og dökkklædda fólkið sem leið á milli borða með veitingar sýndu mikla fagmennsku í störfum sínum þrátt fyrir að vera svokallað áhugafólk í faginu. En það var Blakdeild Leiknis sem sá um framreiðsluna.  Það er líka í anda Kaupfélagsins að bjóða til veislu og geta um leið styrkt íþróttastarfsemi í þorpinu.

Veislustjóri var Eyþór Ingi Gunnlaugsson og fór hann á kostum með gamanmálum, eftirhermun og söng. Það leiðist engum í félagi við Eyþór Inga. Hann er afslappaður og hispurslaus og kann þá kúnst að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér.

Undir borðum var að vonum nokkur ávörp. Það er merkilegt að halda upp á 90 ára afmæli fyrirtækis/félags og 50 ára gömul skip í fullum rekstri er líka merkilegt og þegar litið er til baka er margs að minnast.   Friðrik Mar Guðmundsson kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar flutti ávarp, Steinn Jónasson stjórnarformaður Kaupfélagsins tók til máls og það gerði líka Elvar Óskarsson stjórnarformaður LVF og notaði hann tækifærið í sínu máli til þess að þakka Friðriki Mar fyrir hans góðu störf á þágu KFFB og LVF, en hann er að láta að störfum í haust.  Þá steig Guðmundur Bergkvist Jónsson á svið og sagði frá gerð kvikmyndar sem hann gerði um Ljósafellið.  Síðasta ávarp kvöldsins flutti Gísli Jónatansson fyrrverandi kaupfélags- og framkvæmdastjóri þar sem hann rifjaði upp í grófum dráttum aðdragandann að því að fest voru kaup á Ljósafellinu fyrir sléttum 50 árum síðan.

Að borðhaldi loknu tók Eyþór Ingi að sér hlutverk hljómsveitastjóra og fékk til liðs við sig úrvals hljóðfæraleikara sem léku undir dansi fram eftir nóttu.

En einn af hápunktum kvöldsins var frumsýning á kvikmyndinni sem gerð hefur verið um Ljósafellið. Um þá kvikmyndagerð sá Guðmundur Bergkvist Jónsson og vakti þessi mynd tilfinningar í brjóstum margra viðstaddra. Ekki aðeins mátti sjá þar bregða fyrir allnokkrum einstaklingum sem eru látnir en myndin sýndi þá fulla af lífi og jafnvel æsku, heldur líka er saga þessa skips svo samofin lífi fólks hér við Fáskrúðsfjörð að nánast hvert heimili hefur við það einhverja tengingu.

Guðmundur Bergkvist var mjög sáttur við viðtökurnar sem myndin fékk og sagði hann að hann væri afar þakklátur og stoltur af að hafa fengið þetta verkefni. „Það er mikill heiður að hafa fengið tækifæri til þess að skrásetja (í kvikmyndaformi) þessa merkilegu sögu. Ekki aðeins sögu þessa einstaka skips heldur líka þennan part af íslenskri atvinnusögu“ sagði Bergkvist. Hann bætti því líka við að það hefði verið svo mikilvægt að fá svigrúm og tíma til þess að grafa upp myndir og myndskeið, en slík vinna er tímafrek. Það eru mörg myndaalbúmin sem hann hefur flett og margir kaffibollar með. En niðurstaðan var sú að hann fann heilmikið efni sem engin vissi að væri til og birtist áhorfendum í þessari glæsilegu kvikmynd. „Og veislan var hin glæsilegasta“ sagði kvikmyndatökumaðurinn að lokum.

Nafn Bolla Magnússonar skipatæknifræðings er nátengt Ljósafellinu.  Segja má að hann hafi verið með í ráðum varðandi skipið frá fyrstu tíð. Bolli var einn af afmælisgestunum og sagði hann að þetta hefði verið frábær veisla. „Þetta var mjög skemmtileg veisla, frábær matur og veislustjórinn skemmtilegur“ sagði Bolli og bætti því að konunni hans, sem ekki talar íslensku, hefði líka þótt afar gaman. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann höfðingsskap að bjóða mér til veislunnar“ sagði Bolli. Hann bætti því við í gamansömum tón að það hefði verið erfitt að spjalla við gamla kunningja eftir að hljómsveitin fór að spila því það hefði verið nokkur hávaði.

Ólafur Helgi Gunnarsson sat í nefndinni sem sá um undirbúning og framkvæmd umræddra hátíðarhalda og hann var líka áhafnarmeðlimur á Ljósafellinu í fjóra áratugi.  „Ég er mjög sáttur við kvöldið“ sagði Ólafur, „salurinn var hinn glæsilegasti, maturinn góður og stemmningin líka“. Hann sagði líka að myndin um Ljósafellið hefði verið stórkostleg. „Þessi mynd er frábær heimild“. Ólafur Helgi sagði að það hefði verið svolítill hávaði eftir að hljómsveitin fór að spila, „en svona er þetta bara“ sagði hann sáttur.

 Ætli kynslóðabilið sé ekki að minna á sig hjá þeim herramönnum Bolla og Ólafi, ungu mönnunum með hljóðfærin fannst þetta passlegur hávaði.

Steinn Jónasson er stjórnarformaður Kaupfélagsins og var hann ánægður með kvöldið. „Þetta var frábært kvöld“ sagði Steinn „og gaman að geta boðið fólki í veislu til að fagna þessum merkilegu tímamótum“. Steinn sagði líka að það hefði verið virkilega ánægjuleg hversu margir skráðu sig á samkomuna og sýndu með því áhuga á að fagna saman. „Félagsfólk og starfsfólk átti þetta virkilega skilið“ sagði stjórnarformaðurinn.

Friðrik Mar gekk sæll frá þessu veisluborði líkt og aðrir gestir. „Mér fannst þetta sérstaklega vel heppnað kvöld“ sagði hann, „ Bautinn og HS kerfi unnu sitt verk mjög vel“ bætti hann við. En þessi fyrirtæki sáu um veitingar, veislusalinn og hljóð- og ljóskerfi. Friðrik hafði orð á því að allir sem komu að þessu kvöldi ættu þakkir skyldar.  Hann sagði myndina um Ljósafellið mikið listaverk og það hefði verið sérlega ánægjulegt að fá alla þessa góðu gesti. „Fyrir utan auðfúsu gestina, sem voru Fáskrúðsfirðingar allir, þá komu rúmlega 50 gestir utan byggðarlagsins sem voru þingmenn, bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og fulltrúar banka og fyrirtækja sem við skiptum við“ sagði Friðrik Mar. Þegar Friðrik Mar var inntur eftir því hvaða tilfinningar bærust í brjósti þegar allt bendir til þess að þessi mikla veisla hafi að öllum líkindum verið sú síðasta sem hann tekur þátt í sem Kaupfélags- og framkvæmdastjóri sagði hann að hann kveddi fyrirtækin með trega en hann og konan hans, Alda Oddsdóttir, væru afskaplega þakklát fyrir tímann hér á Fáskrúðsfirði.

Að eldast þýðir ekki að hætta að dreyma um framtíðina segir einhversstaðar skrifað og á það sannarlega vel við þegar talað er um Kaupfélagið. 90 ára gamalt félag sem enn stendur styrkum fótum og má ef til vill líkja við veigar sem þykja betri og verðmætari eftir því sem aldurinn færist yfir. Því er ljúft að láta sig dreyma um hátíð sem verður hugsanlega boðið til eftir tíu ár, því þá verða tugirnir orðnir tíu.

BÓA

Prúðbúnir afmælisgestir. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Friðrik Mar Guðmundsson í ræðustól. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Elvar Óskarsson stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar þakkar Friðriki Mar fyrir hans störf. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Glaðbeittu bræðurnir Daníel Ármannsson og Elís Ármannsson. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Guðmundur Bergkvist Jónsson kvikmyndagerðamaður. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Frá vinstri: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Eiríkur Ólafsson, Guðrún Magnúsdóttir og Guðrún Níelsdóttir sem hlær svo dátt. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Frá vinstri: Magnús Stefánsson, Stefán Magnússon, Helga Valbjörnsdóttir, Dagný Hrund Örnólfsdóttir og Hjálmar Sigurjónsson. Frúin sem gengur hjá er Lára Hjartardóttir. Ljósmynd: Stefán Jónsson.

Séð yfir hluta salarinns í upphafi samkomunnar. Ljósmynd: Stefán Jónsson.

Steinn Jónasson stjórnarformaður Kaupfélagsins. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Gísli Jónatansson. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Hafþór Eide Hafþórsson flytur kveðju frá Lilju Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Eyþór Ingi veislustjóri. Ljósmynd: Stefán Jónsson

Sandfell og Hafrafell með 556 tonn í ágúst.

Frábær veiði hjá bátunum í ágúst. Sandfell með 283 tonn og Hafrafell með 273 tonn og voru í 2 og 3 sæti yfir landið.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell kom inn um hádegi með 500 tonn af Síld.

Hoffell fór út í gær um kl. 16 og var komið inn aftur kl. 13.00 í dag með 500 tonn af Síld.  Aflinn var tekin í tveimur hölum. Síldinn er heilfryst og flökuð. 

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Hoffell á landleið með tæp 900 tonn af Makríl.

Hoffell er á landleið með tæp 900 tonn af Makríl og verður seinnipartinn á morgun.  Skipið hefur þá veitt  samtals 8.000 tonn á makrílvertíðinni, 7.400 tonn af Makríl og 600 tonn af Síld.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Hoffell á landleið með 600 tonn af Makríl.

Hoffell er á landleið með 600 tonn af Makríl og verður í fyrramálið. Um 300 mílur er af miðunum núna og um 22 tímar til Fáskrúðsfjarðar.

Skipið fer út strax eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Ljósafell í afmælisbúningi

Það þykir nokkuð algengt að færa hin ýmsu mannanna verk í fallegan búning við tímamót. Svolítið eins og við mannfólkið förum í betri fötin við hátíðleg tækifæri.  Ljósafell SU 70 er í slipp í Færeyjum og hefur verið fært í afar fallegan búning. Nýmálað og puntað á allan máta.

Það er svo sem engin nýlunda að Ljósafell fari í slipp, það fer mjög reglulega í slíka yfirhalningu líkt og önnur sjóför Loðnuvinnslunnar.  

Eins og mörgum er kunnugt er Ljósfell 50 ára gamalt skip. Það kom til heimahafnar á Fáskrúðsfirði þann 31.maí 1973 og þann 15.september n.k. verður haldi upp á þessi tímamót með veglegum hætti um leið og 90 ára afmæli Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga  verður fagnað.

Kjartan Reynisson útgerðarstjóri LVF sagði að skipið fengi góða yfirhalningu núna eða alls um 130 verknúmer, en hvert og eitt verkefni fær sitt númer til þess að auðveldara verði að halda utan um kostnað og vinnutíma. „ Skipið var heilmálað að utan, en auk þess málað í lest og millidekki auk fleiri rýma“ sagði Kjartan. Hann sagði jafnframt frá því að aðalvél og ljósavél hefðu verið teknar upp. Þá voru allir botn og síðulokar uppteknir og  krapavélar einnig. Skipið var allt þykktarmælt og yfirfarið. Margháttaðar viðgerðir á lögnum og lokum.  Einnig var allur björgunarbúnaður yfirfarinn  og haffæri þessa hálfra alda gamla skips endurnýjað.

Eins og sjá má hefur engu verið til sparað til þess að Ljósafell geti haldið áfram að sækja í fengsæl fiskimið og því bíði gæfurík framtíð til sjós.  En þegar afmæli þess verður fagnað af samferðafólkinu á Búðum, verður Ljósafell SU 70 í sínum allra fallegasta afmælisbúningi.

BÓA

Ljósafell í slippnum. Ljósmynd: Gunnar Þrastarson.

Ljósmynd: Gunnar Þrastarson

Ljósmynd: Gunnar Þrastarson

Nýmálað og fallegt Ljósafell. Ljósmynd: Kjartan Reynisson

Glæsilegt sem aldrei fyrr. Ljósmynd: Kjartan Reynisson