Síðdegis í dag, föstudaginn 8.mars, kemur fyrsti loðnufarmurinn til löndunar hjá fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Mun þetta vera loðna veidd í Barentshafi af norska uppsjávarveiðiskipinu Herøyfjord . Eins og mörgum er kunnugt hefur ekki fundist loðna í íslenskri lögsögu og engar veiðiheimildir verið gefnar út.

Í kvöld kemur Hoffell að landi með fullfermi af kolmunna. Fer sá afli í bræðslu til framleiðslu á mjöli og lýsi. Svo annríkið heldur áfram hjá starfsfólki fiskmjölsverksmiðjunnar sem sinnir starfi sínu af einurð og dugnaði.

BÓA

Loðna