Loðnufréttir

Ásgrímur Halldórsson landaði í gær um 1500 tonnum af loðnu hjá LVF.

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst í tveim köstum vestur af Ingólfshöfða í morgun.

Christian í Grótinum

Í dag er verið að landa um 2000 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Christian í Grótinum. Klaksvíkurmenn keyptu þennan bát ekki alls fyrir löngu, en hann kom frá Álasundi í Noregi og hét þar King Cross.

Ljósafell

Nú er verið að landa úr Ljósafelli. Aflinn er um 60 tonn, mest þorskur og einhver ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 14. febrúar kl 13:00

Loðnufréttir

Ásgrímur Halldórsson SF landaði 1400 tonnum af loðnu í gær ( sunnudag ). Hoffell er síðan á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst við Hrollaugseyjar í nótt. Kemur væntanlega til löndunar um kl 15:00 í dag.

Gamla bræðslan

Að undanförnu hafa Þorsteinn Bjarnason byggingaverkataki og hans menn unnið ásamt starfsmönnum LVF við að endurnýja þakið á gömlu bræðslunni. Gamla þakið ásamt gömlu ryðguðu járnsperrunum voru rifin af og í staðinn settar límtréssperrur og einangruð þakklæðning. Verkið hefur gengið einstaklega vel í hlýviðrinu að undanförnu.

Hoffell á Akranes

Hoffell er nú á leið til Akraness með fullfermi af loðnu sem fékkst í troll austan við land.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 95 tonn. Uppistaða aflans er ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á morgun 7. febrúar kl. 13:00

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst í troll austur af Langanesi. Skipið verður inni snemma í fyrramálið, á sunnudegi, og heldur strax aftur til loðnuveiða að löndun lokinni.

Hornfirðingar landa á Fáskrúðsfirði

Nú er loðnuvertíðin komin í fullan gang og stefnir í eina bestu loðnuvertíð í mörg, en úthlutun til íslenskra skipa er nú 548.000 tonn.

Í nótt landaði Jóna Eðvalds SF 200 um 400 tonnum af loðnu hjá LVF og Ásgrímur Halldórsson SF 250 er að landa um 1.400 tonnum.

Hoffell er búið að landa fjórum túrum og bíður nú löndunar með um 750 tonn, en bræla er nú á miðunum.

Eftir þessar landanir verða komin á land á Fáskrúðsfirði um 6.500 tonn af loðnu. Loðnan hefur að mestu farið til bræðslu, en aðeins lítið magn af stærsta sílinu hefur verið fryst til manneldis.

Áramót

Óskum starfsfólki okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.



Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf.

Gleðileg jól

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.



Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf