Næraberg

Færeyska skipið Næraberg landaði í nótt um 2000 tonnum af kolmunna. Hefur Loðnuvinnslan því tekið á móti 6000 tonnum það sem af er vikunni, því Hoffellið landaði 1400 tonnum í gær og Finnur Fríði 2600 á mánudag.

Kolmunni

Finnur Fríði er aftur kominn með fullfermi af kolmunna. Veiðin hefur gengið vel sem sést af því að skipið landaði síðast hjá Loðnuvinnslunni hf þann 16. apríl s.l.

Kolmunni

Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2500 tonn af kolmunna.

Skrifstofumaður

Loðnuvinnslan hf óskar eftir að ráða skrifstofumann til almennra skrifstofustarfa og símavörslu. Skriflegar umsóknir sendist til framkvæmdastjóra sem gefur nánari upplýsingar.

Hagnaður 93 milljónir

Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f árið 2007 nam kr. 93 millj. eftir skatta, en árið 2006 var tap á félaginu kr. 39 millj.

Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 2.695 millj.og hækkuðu um 7% frá fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 281 millj. sem er 10% af tekjum, en var kr. 513 millj. eða 20% af tekjum árið áður. Veltufé frá rekstri var kr. 221 millj. sem er 8% af tekjum samanborið við kr. 357 millj. og 14% árið 2006. Afskriftir voru kr. 195 millj. og lækkuðu um 2% miðað við árið á undan.

Eigið fé félagsins var í árslok kr. 1.626 millj., sem er 46% af niðurstöðu efnahagsreiknings og hækkaði um 4% frá árinu áður. Nettó skuldir voru kr. 1.143 millj. og hækkuðu um kr. 10 millj. frá fyrra ári. Veltufjárhlutfall var 0,85 en var 0,92 í lok árs 2006.

Loðnuvinnslan fjárfesti á síðasta ári fyrir kr. 284 millj. og þar af voru kr. 220 millj. vegna endurbóta á Ljósafelli.

Hlutafé Loðnuvinnslunnar er kr. 700 millj. og fjöldi hluthafa 191. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Gengi hlutabréfa félagsins var í árslok 3,8.

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar var haldinn 4. apríl s.l. og samþykkti fundurinn að greiða hluthöfum 5% arð að fjárhæð kr. 35 millj.

Loðnuvinnslan hlaut á síðasta ári umhverfisverðlaun LÍÚ.

Stjórn Loðnuvinnslunnar var öll endurkjörin en hana skipa: Friðrik Guðmundsson, formaður, Lars Gunnarsson, varaformaður, Steinn Jónasson, ritari, Elínóra Guðjónsdóttir og Elvar Óskarsson.

Framkvæmdastjóri er Gísli Jónatansson.

Aðalfundir 2008

Aðalfundur KFFB verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 4. apríl 2008 kl. 17.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar.



Aðalfundur LVF verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 4. apríl 2008 kl. 18.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.

Kolmunni

Í nótt kom til Fáskrúðsfjarðar norska skipið Nordervon með um 1.750 tonn af kolmunna og í morgun kom einnig færeyska skipið Jupiter með um 2.400 tonn af kolmunna og bíður löndunar.

Kolmunni

Í gærkvöldi kom norska skipið Birkeland til Fáskrúðsfjarðar með um 1.650 tonn af kolmunna til vinnslu hjá LVF.

Loðna

Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með um 1600 tonn af loðnu. Frysting loðnuhrogna er nú í fullum gangi á Fáskrúðsfirði.

Loðna

Í morgun kom Hoffell með um 600 tonn af loðnu og Finnur Fríði með um 1300 tonn. Hrogn verða kreist úr aflanum og þau fryst til manneldis.

Ljósafell komið heim

Um kl. 16.30 í gær (28/2) kom Ljósafell til Fáskrúðsfjarðar eftir 5 mánaða endurbætur í Gdansk í Póllandi. Frá Gdansk sigldi Ljósafell til Akureyrar, þar sem að nýjum millidekksbúnaði var komið fyrir í skipinu.

Í dag er verið að gera skipið klárt á veiðar. Það tekur fyrst þátt í togararalli Hafró, en byrjar svo veiðar fyrir frystihús Loðnuvinnslunar eins og það hefur gert í tæp 35 ár.

Ljósafell-Hoffell

Ljósafell lagði af stað frá Akureyri kl 20:00 í gærkvöldi ( 27. feb ) og kemur til Fáskrúðsfjarðar í dag 28. feb. Skipið tekur nú kör, ís, veiðarfæri og togvíra og fer að því búnu til veiða, en fyrsta verkefni skipsins er hið árlega togararall Hafrannsóknarstofnunar.


Lokið er við vélarupprif á ljósavél Hoffells, og heldur skipið til loðnuveiða í dag kl 13:00