Hinn friðsæli bær
Sjá nýjan pistil frá Gísla Jónatanssyni.
Ritari óskast
Loðnuvinnslan h/f óskar eftir að ráða ritara við frystihúsið á Fiskeyri. Starf ritara er hlutastarf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. febrúar 2006. Skriflegar umsóknir sendist til Þorra Magnússonar, framleiðslustjóra.
Jólakveðja
Loðnuvinnslan h/f óskar starfsfólki sínu, hluthöfum, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Skötuveisla LVF
Í hádeginu í dag var haldin skötuveisla í kaffistofu frystihússins á Fiskeyri. Um 120 manns tók þátt í veislunni, en auk starfsfólks LVF mættu nokkrir af fyrrverandi starfsmönnum og gæddu sér á þessu lostæti sem bragðaðist einstaklega vel. Einnig var boðið upp á úrvals saltfisk af gerðinni A-plús, ediksíld LVF og rúgbrauð. Yfirmatreiðslumeistari var Þorri Magnússon og aðstoðarkokkar Gunnar J. Jónsson, Ingólfur Hjaltason, Anna K. Hjaltadóttir og Dagbjört Sigurðardóttir. Það var létt yfir mönnum í veislunni, enda jólagleðin og jólaskapið alls ráðandi.
Kveikt á jólatrénu
Kveikt var á jólatrénu við Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga í dag. Að því tilefni komu börnin frá leikskólanum Kærabæ og yngstu nemendur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og sungu jólalög.
Hluthafafundur LVF
Í dag kl. 17.30 var haldinn hluthafafundur LVF að Óslandi, Fáskrúðsfirði.
Mættir voru hluthafar sem höfðu yfir að ráða 90,64% hlutafjárins.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:
„Hluthafafundur Loðnuvinnslunnar h/f haldinn á Fáskrúðsfirði 29. nóvember 2005 samþykkir að hækka hlutafé félagsins um kr. 19.552.798 að nafnverði úr kr. 680.447.202 í kr. 700.000.000.
Hluthafafundurinn samþykkir að nýja hlutaféð verði selt á genginu 3,8 eða á kr. 74.300.632 og að hluthafar falli frá forkaupsrétti.“
Samþykkt þessi er gerð í framhaldi af kaupum LVF á kvóta í loðnu, þorski og karfa nú í haust. LVF hefur nú yfir að ráða 5.164 þorskíg.tonnum í íslenskri landhelgi. Auk þess er LVF m.a. með 4,83% aflahutdeild í kolmunna.
LVF er nú í 18. sæti yfir kvótahæstu fyrirtæki landsins innan íslenskrar lögsögu.
Ferð til Prag
Vegna ferðar starfsfólks Loðnuvinnslunnar h/f til Prag verða skrifstofur LVF lokaðar frá 17/11-21/11 2005. Skrifstofurnar verða opnar frá og með þriðjudeginum 22. nóvember 2005.
Hluthafafundur LVF
Loðnuvinnslan h/f boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 29. nóvember 2005 kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn að Óslandi (slysavarnahúsið), Fáskrúðsfirði.
Fundarefni:
1. Hlutafjáraukning
2. Önnur mál
Milliuppgjör LVF 1/1-30/9 2005
Tap varð af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f fyrstu 9 mánuði ársins 2005 að fjárhæð kr. 24 millj. eftir skatta samanborið við kr. 52 millj. tap á sama tímabili árið 2004.
Rekstratrekjur félagsins voru kr. 1.684 millj. og lækkuðu um 1% miðað við árið á undan, en rekstrargjöld voru kr. 1.594 og höfðu hækkað um 1%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam kr. 90 millj. samanborið við kr. 127 millj. árið áður. Veltufé frá rekstri var kr. 55 millj. en var kr. 83 millj. á 9 mánuðunum 2004. Afskriftir voru kr. 142 millj. og lækkuðu um kr. 22 millj. m.a. vegna þess að ákveðið var að hætta að afskrifa aflaheimildir hliðstætt við önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um tæplega kr 38 millj. en voru neikvæðir um kr. 25 millj. á sama tíma 2004.
Félagið fjárfesti á tímabilinu fyrir kr. 323 millj. og þar af voru keyptar aflaheimildir fyrir kr. 285 millj.
Eigið fé félagsins var í lok tímabilsins kr. 1.511 millj. sem er 48% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Nettó skuldir voru kr. 1.273 millj. og höfðu hækkað um kr. 89 millj. á milli ára.
Þriðji ársfjórðungur var Loðnuvinnslunni einstaklega erfiður. Kolmunnaveiði var nánast enginn eftir mitt ár og loðnuveiðar sömuleiðis engar. Íslenska krónan hefur haldið áfram að styrkjast og verð á olíu náð sögulegu hámarki.
Gert er ráð fyrir því að afkoma Loðnuvinnslunnar muni batna á fjórða ársfjórðungi að lokinni síldarvertíð.
Valhöll fær nýtt útlit
Síðastliðin tvö sumur hefur verið unnið að miklum endurbótum utan húss á Valhöll á Fáskrúðsfirði og er húsið í dag orðið hið glæsilegasta og vekur eftirtekt. Þeir sem unnu að þessum breytingum eru bræðurnir Hallur, Baldur og Gunnar Guðlaugssynir ásamt Baldri Rafnssyni á Vattarnesi og Herbert Hallssyni.
Valhöll er í eigu Loðnuvinnslunnar h/f og hefur húsið verið notað sem verbúð mörg síðustu ár, aðallega fyrir erlenda starfsmenn LVF.
Hús þetta á nokkuð merkilega sögu, því það var upphaflega reist í Mjóafirði árið 1897 og rifið árið 1918. Húsið var reist af Konráði Hjálmarssyni, kaup- og útgerðarmanni. Í húsinu var íbúð hans, verslun og skrifstofur og var húsið sannkölluð glæsivilla þess tíma. Þegar Konráð hættir starfsemi í Mjóafirði kaupir húsið Guðmundur Jónsson, útgerðarmaður í Króki á Fáskrúðsfirði, rífur það niður og flytur viðinn til Fáskrúðsfjarðar. Húsið er byggt á Fáskrúðsfirði nokkuð breytt frá því sem upphaflega var. Árið 1942 kaupir Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga húsið og setur þar á fót saumastofu. Valhöll hefur gegnt hinum margvíslegustu hlutverkum á Fáskrúðsfirði. Það var m.a fyrsta fjölbýlishúsið á staðnum, en kunnast mun það vera sem Hótel Valhöll, en þar var rekin gisting og mötuneyti af kaupfélaginu í áratugi. Í húsinu eru 13 svefnherbergi með 25 rúmum, eldhús og matsalur. Auk saumastofunnar, var í húsinu m.a. póstur og sími, bakarí, raftækjaverslun, bókabúð og verkfræðistofa.
Það skemmtilega gæti átt sér stað eftir sameiningarkosningarnar 8. október n.k. að Valhöll yrði á ný í sveitarfélagi með Mjófirðingum eins og upphaflega
Ljósm. Eiríkur Ólafsson
Síldarvertíð
Hoffell kom með fyrstu síldina til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Hoffell var með 100 tonn sem fer til vinnslu. Síldin veiddist á Breiðdalsgrunni og veiddist í nót. Öll síldin í haust verður söltuð ýmist heil eða flökuð og unnin til útflutnings að mestu fyrir markaði í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.Myndin er tekinn í gær þegar skipverjar voru að taka nótina um borð.
Glaumbær til sölu
Húseign Loðnuvinnslunnar hf að Skólavegur 80 (Glaumbær)hefur verið sett á söluskrá hjá HHÚS fasteignaþjónustu, Egilsbraut 7, Neskaupstað, en HHÚS opnaði útibú á Fáskrúðsfirði 9. september s.l. að Búðavegi 35. Upplýsingar um eignina er að finna á www.hhus.is og hjá Kristínu Hjördísi Ásgeirsdóttur, lögg. fasteignasala, í sima 510-5600 og gsm. 847-5775.