Í hádeginu í dag var haldin skötuveisla í kaffistofu frystihússins á Fiskeyri. Um 120 manns tók þátt í veislunni, en auk starfsfólks LVF mættu nokkrir af fyrrverandi starfsmönnum og gæddu sér á þessu lostæti sem bragðaðist einstaklega vel. Einnig var boðið upp á úrvals saltfisk af gerðinni A-plús, ediksíld LVF og rúgbrauð. Yfirmatreiðslumeistari var Þorri Magnússon og aðstoðarkokkar Gunnar J. Jónsson, Ingólfur Hjaltason, Anna K. Hjaltadóttir og Dagbjört Sigurðardóttir. Það var létt yfir mönnum í veislunni, enda jólagleðin og jólaskapið alls ráðandi.