Í dag kl. 17.30 var haldinn hluthafafundur LVF að Óslandi, Fáskrúðsfirði.

Mættir voru hluthafar sem höfðu yfir að ráða 90,64% hlutafjárins.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:

„Hluthafafundur Loðnuvinnslunnar h/f haldinn á Fáskrúðsfirði 29. nóvember 2005 samþykkir að hækka hlutafé félagsins um kr. 19.552.798 að nafnverði úr kr. 680.447.202 í kr. 700.000.000.

Hluthafafundurinn samþykkir að nýja hlutaféð verði selt á genginu 3,8 eða á kr. 74.300.632 og að hluthafar falli frá forkaupsrétti.“

Samþykkt þessi er gerð í framhaldi af kaupum LVF á kvóta í loðnu, þorski og karfa nú í haust. LVF hefur nú yfir að ráða 5.164 þorskíg.tonnum í íslenskri landhelgi. Auk þess er LVF m.a. með 4,83% aflahutdeild í kolmunna.

LVF er nú í 18. sæti yfir kvótahæstu fyrirtæki landsins innan íslenskrar lögsögu.