Fáskrúðsfjarðargöng, sem eru 5,9 km að lengd með vegskálum, verða opnuð kl. 16.00 í dag. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan h/f óska Fáskrúðsfirðingum og öðrum Austfirðingum innilega til hamingju með þennan merka áfanga í samgöngumálum á Austurlandi.