Helgarferð starfsfólks LVF

Seinni partinn í dag heldur um 100 manna hópur frá LVF af stað í helgarferð til Akureyrar. Farið verður á tveimur rútum frá Austfjarðaleið og gist á Hótel KEA í tvær nætur. Það er Starfsmannafélag LVF sem að stendur fyrir ferðinni með tilstyrk frá LVF og fleiri aðilum.

Síldarlöndun

Víkingur AK landaði í nótt um 400 tonnum af síld. Síldin var mun stærri en verið hefur og flokkuðust 270 tonn til manneldisvinnslu.

Síldarlöndun

Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 350 tonn af síld, sem skipið fékk skammt norðan við Litladjúp.

Víkingur AK kominn á ný

Víkingur AK 100 landaði í nótt 330 tonnum af síld, sem skipið fékk í Skerjadýpi. Síldin var frekar smá, en þó flokkuðust 162 tonn sem fara til söltunar hjá LVF.

Síldarlöndun

Víkingur AK landaði í gær 9. nóvember 179 tonnum af síld. Síldin var smá og fóru 35% aflans í söltun og frystingu.

Síld veiðist austur úr Skrúð

Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 400 tonn af síld. Síldin sem er mun stærri en áður, veiddist austur úr Skrúð og voru 17 mílur að bryggju á Fáskrúðsfirði. Síldin flokkast vel og fer væntanlega mikill meirihluti hennar til manneldisvinnslu hjá LVF.

Síldarlöndun

Víkingur AK kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 200 tonn af síld, sem veiddist í Berufjarðarál.

Síldarlöndun

Víkingur AK 100 kom til Fáskrúðsfjarðar um hádegisbilið með um 200 tonn af síld, sem skipið fékk norðaustur úr Hvalbak.

Tíðar afskipanir hjá LVF

Á síðustu tveimur vikum hefur verið mjög mikið um afskipanir hjá LVF og farið frá fyrirtækinu 5430 tn. af afurðum, sem skiptist þannig:

3217 tn. fiskimjöl

1732 tn. lýsi

38 tn. saltsíld

264 tn. freðsíld

179 tn. freðfiskur

Víkingur hefur landað 5000 tonnum af síld

Í gær 30. október var Víkingur AK búinn að landa 5000 tonnum af síld hjá Loðnuvinnslunni hf í haust og af því tilefni var þeim færð fallega skreytt rjómaterta. Að löndun lokinni tók áhöfn Víkings helgarfrí og jafnframt verður langþráð helgarfrí hjá starfsfólki LVF í söltun og frystingu.

Á myndinni sést Magnús Ásgrímsson verksmiðjustjóri færa Sveini Ísakssyni skipstjóra tertuna.

Víkingur AK

Víkingur AK kom til löndunar klukkan sex í morgun með 430 tonn af síld sem fékkst í þremur köstum rétt norður af Seyðisfjarðardýpi, en síldin er frekar blönduð. Síldin fer í salt, frost og bræðslu. Myndin er tekin í morgun þegar verið var að landa úr Víkingi.

Síldarlöndun

Víkingur AK 100 er væntanlegur um kl. 11.00 til Fáskrúðsfjarðar með um 350 tonn af síld.