Góðri síldarvertíð lokið.

Síldarvertíðinni er lokið á þessari haustvertíð. Búið er að taka á móti 10.750 tonnum og salta í 23.000 tunnur og frysta 500 tonn af flökum annað hefur farið í bræðslu. Hoffell var að landa 115 tonnum og er að útbúa sig á loðnu. Það er eins með síldina núna og áður að erfitt er að treysta henni. Í haust hefur stór síld nánast ekki látið sjá sig en aftur á móti hefur verið mikið af 4ra ára síld sem er 28 til 30 cm löng. Af þessu leiðir að erfitt hefur verið að fylla upp í samninga þar sem hefur þurft að nota stóra síld. Við sem við þetta vinnum spáum auðvitað í það hvar demant síldin sé, sumir segja að hún sé dreifð með öllum landgrunnskantinum og sé bara ekki í veiðanlegu ástandi.

Ef maður lætur hugann reika aftur í tíma í kringum 1968-1969 þá hvarf Suðurlandssíldin svokallaða og var algjört veiðibann í nokkur ár eftir það. Á sama tíma bar það svo við að góð síldveiði hófst í Norðursjónum og þar stunduðu íslensk skip síldveiðar til ársins 1974 eða 1975. Nú er sama ástand í Norðursjónum allt fullt af síld, er eitthvað samband þarna á milli ? Svo spyr maður sig að þegar síldin við Vestamannaeyjar var búin að hrygna í hitteðfyrra og fór þaðan, að á sama tíma tekur einn þekktur hvalur stefnuna til Noregs, hvað var Keikó heitinn að elta þegar hann tók strauið til Noregs ? E.Ó.


Met í síldarsöltun

Aldrei hefur verið saltað jafn mikið af síld hjá LVF síðan byrjað var á þessari verkun fyrir 7 árum. Í dag er búið að salta í 21.000 tunnur, þar af eru 15.000 tunnur af flökum og bitum, en 6.000 tunnur er hausskorið og heilsaltað. Einnig er búið að frysta 500 tonn af flökum, sem að mestu fara á Frakkland og Eystrasaltslöndin. Saltaða síldin fer að mestu á Norðurlöndin og einnig lítillega til Kanada. Mikil vinna hefur verið í haust og það sem af er janúar í kringum síldina og aðra fiskverkun hjá Loðnuvinnslunni h/f. Myndin hér til hliðar er tekin í haust við móttöku á tómum síldartunnum.

Síld og Hjónaball

Verið er að salta og flaka síld sem Hoffell kom með í morgun. Skipið kom með um 500 tonn og verður unnið við það fram eftir degi, en þá verður tekið hlé fram yfir hádegi á morgun, því árlegt “hjónaball” verður haldið í Skrúð í kvöld. Vinnan verður að víkja í smá stund fyrir þessum ríflega 100 ára gamla sið Fáskrúðsfirðinga. Mikið fjölmenni verður á hátíðinni í kvöld, þar sem hjónafólki frá Stöðvarfirði er heimil þátttaka eftir sameiningu Búða- og Stöðvarhrepps í Austurbyggð. Bæði skip Loðnuvinnslunnar h/f verða í höfn svo að þeir sem þar eiga maka geti tekið þátt í hátíðinni.

Vinnsla hafin

Ljósafell kom til löndunar í gærmorgun með tæplega 50 tonn af fiski, aðallega þorski, og hófst þegar í stað vinnsla í frystihúsi félagsins. Hoffell kemur til löndunar í fyrramálið með síld sem verður flökuð og söltuð. Búið er að salta í rúmlega 17000 tunnur á síldarvertíðinni í haust, sem mest er flök og bitar.

Jólakveðja

Loðnuvinnslan h/f óskar starfsfólki sínu, hluthöfum, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Kolmunnalöndun

Færeyska skipið Hallarklettur TN 1161 er að landa um 700 tonnum af kolmunna á Fáskrúðsfirði og hefur Loðnuvinnslan h/f þá tekið á móti 77.000 tonnum af kolmunna á árinu.

Síldarlöndun

Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 250 tonn af síld.

Kolmunnalöndun

Ingunn AK kom til Fáskrúðsfjarðar kl. 11.30 með um 1800 tonn af kolmunna, sem skipið fékk í færeyskri lögsögu. Með þessum afla hefur LVF tekið á móti 76.000 tonnum af kolmunna á árinu.

Síldarlöndun

Víkingur AK kom með 300 tonn af síld til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Síldin veiddist á Stokksnesgrunni.

Helgarferð starfsfólks LVF

Seinni partinn í dag heldur um 100 manna hópur frá LVF af stað í helgarferð til Akureyrar. Farið verður á tveimur rútum frá Austfjarðaleið og gist á Hótel KEA í tvær nætur. Það er Starfsmannafélag LVF sem að stendur fyrir ferðinni með tilstyrk frá LVF og fleiri aðilum.

Síldarlöndun

Víkingur AK landaði í nótt um 400 tonnum af síld. Síldin var mun stærri en verið hefur og flokkuðust 270 tonn til manneldisvinnslu.

Síldarlöndun

Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 350 tonn af síld, sem skipið fékk skammt norðan við Litladjúp.