Seinni partinn í dag heldur um 100 manna hópur frá LVF af stað í helgarferð til Akureyrar. Farið verður á tveimur rútum frá Austfjarðaleið og gist á Hótel KEA í tvær nætur. Það er Starfsmannafélag LVF sem að stendur fyrir ferðinni með tilstyrk frá LVF og fleiri aðilum.