Arður og gengi hlutabréfa í LVF

Aðalfundur LVF sem haldinn var 29. mars 2003 samþykkti að greiða 5% arð til hluthafa vegna rekstrar ársins 2002. Bréf var sent út til hluthafa um að þeir gæfu upp bankareikning, þar sem mætti leggja inn arðinn. Enn eiga nokkrir hluthafar eftir að senda inn reikningsnúmer sín, svo að hægt sé að greiða þeim arðinn, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu LVF í síma 4705000 eða senda umbeðnar upplýsingar með tölvupósti til jonk@lvf.is

Nýlega fóru fram viðskipti með hlutabréf í LVF. Þá voru seld hlutabréf að nafnvirði kr. 9,2 millj. á genginu 3,54 eða fyrir kr. 32,6 millj.

Kolmunnalandanir

Hoffell landaði 999 tonnum af kolmunna þann 17/7 og 1160 tonnum 20/7. Hinn 19/7 lönduðu tvö erlend skip kolmunna. Færeyska skipið Júpiter landaði 847 tonnum og danska skipið Orkama 795 tonnum. Fiskimjölsverksmiðja LVF hefur nú tekið á móti 92000 tonnum af hráefni það sem af er árinu. Fyrirhugað er að verksmiðjan verði ekki í gangi um helgina á „Frönskum dögum“.

Norskir loðnubátar

Stöðug loðnulöndun hefur verið síðasta sólarhringinn. Þrír norskir bátar lágu við bryggju í góða veðrinu á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi. Þar var verið að landa úr Havglans, en Kvannöy og Talbor biðu löndunar. Þegar þeir verða búnir að landa er búið að taka á móti 7000 tonnum af sumarloðnu hjá LVF.

Loðnulandanir

Norski báturinn Rav landar 1000 tonnum af loðnu í dag, en fyrir helgina lönduðu 3 norskir bátar 700-800 tonnum hver.

50 þúsund tonn af kolmunna

Nú er búið að landa tæplega 50 þúsund tonnum af kolmunna á árinu og hefur fyrirtækið aldrei tekið á móti svo miklu magni. Ingunn AK er að landa í dag um 1800 tonnum af kolmunna.

Annir við höfnina

Miklar annir hafa verið við höfnina undanfarna daga bæði við kolmunnalandanir og útskipanir á afurðum. Í gær var skipað út 1300 tonnum af lýsi í eitt skip og svo komu tvö skip og tóku 2000 tonn af mjöli. Einnig var landað í gær úr Christían í Grótinum 1900 tonnum af kolmunna.

Tróndur í Götu

Tróndur í Götu er að landa 2600 tonnum af kolmunna sem fékkst 100 mílur austur af Fáskrúðsfirði en mikil veiði hefur verið undanfarna daga. Mikil ánægja ríkir hér eftir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að auka kolmunnakvótann eins mikið og raun bar vitni.

Síldarlöndun

Grænlenska nótaskipið Siku landaði í nótt 1200 tonnum af síld og er þetta þriðji farmurinn af norsk-íslensku síldinni sem landað er hjá Loðnuvinnslunni. Megnið af síldinni hefur farið í bræðslu en þó var flakaður og saltaður hluti af afla Hoffells.

Íslenskunámskeið

Í vetur hefur Loðnuvinnslan staðið að skipulegu verkefni um fræðslu og endurmenntun. Meðal annars var í samstarfi við Fræðslunet Austurlands skipulagt nám í íslensku fyrir erlenda starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf. Alls fóru 11 starfsmenn á námskeið sem var undir stjórn Eyglóar Aðalsteinsdóttur kennara. Miðvikudaginn 18. júní var síðan haldið uppá námskeiðslok og skírteini afhent.

Á myndinni eru:

Ifet Mesetovic, Zuhrijeta Mesetovic, Samir Mesetovic, Zbigniew Grzelak, Rimantas Mitkus, Paulius Naucius, Anna María Grzelak, Werrawan Warin, Solandza Nauciene og Chudapa Warin. Auk þeirra eru Eygló Aðalsteinsdóttir kennari, Líneik Sævarsdóttir frá Fræðsluneti Austurlands og fulltrúar LVF. Kjartan Reynisson og Gísli Jónatansson

Fiskvinnslunámskeið

Miðvikudaginn 18. júní voru haldin að Hótel Bjargi „skólaslit“ í Markviss verkefni Loðnuvinnslunnar hf. Verkefnið Markviss uppbygging starfsmanna hefur staðið í allan vetur í samstarfi við Fræðslunet Austurlands, og mun verkefnið standa út þetta ár og til loka 2004. Meðal annars hefur verið boðið uppá fjölbreytt námskeið Menntasmiðju Afls og FNA. Starfsmenn styrktir á vinnuvélanámskeið, LVF hefur niðurgreitt kostnað við líkamsrækt, gefið út fréttabréf, opnað heimasíðu ofl. Einn liður í Markviss átakinu var að halda fiskvinnslunámskeið, og var leitað til Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar um að halda það. Alls sóttu 20 starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf. þetta námskeið sem stóð í eina viku. Að námskeiði loknu teljast þeir sem það sóttu „sérhæfðir fiskvinnslumenn“, og fengu afhent skírteini því til staðfestingar.

Á myndinni má sjá hluta þess fólks sem sótti námskeiðið.

Zbigniew Grzelak, Steingrímur Gunnarsson, Gestur Júlíusson, Ifet Mesetovic, Paulius Naucius, Solandza Nauciene, Dóra Jóhannsdóttir, Ásta Lárusdóttir, Werrawan Warin, en auk þeirra eru á myndinni Kjartan Reynisson og Gísli Jónatansson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf.

Krunborg að landa

Færeyska skipið Krunborg er að landa fullfermi af kolmunna uþb. 2400 tonn í verksmiðju Loðnuvinnslunnar hf

Mjölskip að lesta

Um síðustu helgi lestuðu tvö skip mjöl hjá Loðnuvinnslunni hf.

m/s Wilson Goole lestaði 1200 tonn,og

m/s Myrtun lestaði einnig 1200 tonn.