Í gær landaði Júpiter ÞH 61 hjá LVF 446 tonnum af síld og í dag er verið að landa úr Víkingi AK 100 um 500 tonnum. Síldin, sem veiddist á Vopnafjarðargrunni, er smá og fer því töluvert af henni í bræðslu.