Skv. upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva í morgun hefur mestri síld verið landað hjá LVF á vertíðinni eða 4589 tonnum. Hjá Skinney- Þinganesi hafði verið tekið á móti 3979 tonnum, Síldarvinnslunni 3802 tonnum, Búlandstindi 2268 tonnum, Ísfélagi Vestmannaeyja 1584 tonnum og Vinnslustöðinni 256 tonnum. Samtals eru þetta um 16500 tonn og á því eftir að veiða um 114 þús. tonn af útgefnum síldarkvóta. Um 8000 tonn hafa farið til frystingar og söltunar á vertíðinni eða um helmingur þess sem komið er á land.