Í dag lönduðu tveir bátar síld sem veiddist á Glettinganesgrunni. Það voru Júpiter ÞH 61 sem landaði 223 tonnum og Víkingur AK 100 sem var með 456 tonn. Síðustu daga hefur verið unnið við síldina á vöktum og vantað hefur fólk til starfa.