Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 400 tonn af síld. Síldin sem er mun stærri en áður, veiddist austur úr Skrúð og voru 17 mílur að bryggju á Fáskrúðsfirði. Síldin flokkast vel og fer væntanlega mikill meirihluti hennar til manneldisvinnslu hjá LVF.