Víkingur AK kom til löndunar klukkan sex í morgun með 430 tonn af síld sem fékkst í þremur köstum rétt norður af Seyðisfjarðardýpi, en síldin er frekar blönduð. Síldin fer í salt, frost og bræðslu. Myndin er tekin í morgun þegar verið var að landa úr Víkingi.