Hoffell kom með fyrstu síldina til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Hoffell var með 100 tonn sem fer til vinnslu. Síldin veiddist á Breiðdalsgrunni og veiddist í nót. Öll síldin í haust verður söltuð ýmist heil eða flökuð og unnin til útflutnings að mestu fyrir markaði í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.Myndin er tekinn í gær þegar skipverjar voru að taka nótina um borð.