Að undanförnu hafa Þorsteinn Bjarnason byggingaverkataki og hans menn unnið ásamt starfsmönnum LVF við að endurnýja þakið á gömlu bræðslunni. Gamla þakið ásamt gömlu ryðguðu járnsperrunum voru rifin af og í staðinn settar límtréssperrur og einangruð þakklæðning. Verkið hefur gengið einstaklega vel í hlýviðrinu að undanförnu.