Ljósafell er komið að landi með um 55 tonn. Uppistaðan er þorskur og ufsi. Skipið hefur nú lokið við að veiða allar bolfiskheimildir fiskveiðiársins. Næsta verkefni skipsins er að veiða makríl, en ekki er búið að tímasetja þær veiðar. Þó er nokkuð öruggt að ekki verður farið af stað fyrr en í síðustu viku júní.