Loðna
Í dag er verið að landa úr norska loðnuskipinu Nordervon um 1000 tonnum af Barentshafsloðnu. Hrognafrysting er því enn í gangi hjá LVF, en klárast væntanlega á skírdag.
Deildafundur KFFB
Sameiginlegur aðalfundur Innri- og Ytri-deildar KFFB verður haldinn í kaffistofu frystihússins á Fiskeyri þriðjudaginn 6. apríl 2010 kl. 20.00.
Loðna
Í dag er verið að landa 640 tonnum af loðnu úr norska skipinu Norderveg, sem veidd var í Barentshafi. Loðnan verður kúttuð og hrognin fryst hjá LVF. Á þessu ári hefur Norderveg landað fjórum sinnum hjá LVF, þremur loðnuförmum og einum farmi af kolmunna.
Loðna
Í morgun kom norska loðnuskipið Liafjord til Fáskrúðsfjarðar með um 1050 tonn af loðnu sem veidd var í Barentshafi. Loðnan verður kúttuð og hrognin fryst hjá LVF. Liafjord er 5. norska skipið sem landar loðnu úr Barentshafi á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð.
Loðna
Í gærkveldi kom til Fáskrúðsfjarðar 4. norska skipið með hrognaloðnu. Það var Nordervon, sem kom með um 1400 tonn. Í dag er verið að landa og kútta úr Nordervon og verið að ljúka við að frysta hrognin úr Norderveg, næsta skipi á undan.
Það er því mikið um að vera hjá LVF þessa dagana og unnið hefur verið á vöktum við kúttun og hreinsun hrognanna. Skólafólk hefur m.a. verið við hrognavinnsluna um helgina.
Loðna
Norska skipið Akeröy kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 1200 tonn af loðnu úr Barentshafi. Loðnan er kreist og eru hrognin fryst hjá LVF.
Í morgun lagðist svo Norderveg að bryggju á Fáskrúðsfirði með um 1050 tonn af Barentshafsloðnu og bíður löndunar.
Loðna
S.l. mánudag kom til Fáskrúðsfjarðar norska skipið Staaloy (áður Libas) með um 1200 tonn af loðnu sem veidd var í Barentshafi. Loðnan var kreist og voru hrognin fryst hjá LVF. Þetta mun vera fyrsti loðnufarmurinn úr Barentshafi sem kemur til Íslands og unnin eru úr hrogn til manneldis.
Vorfundir
Sameiginlegur fundur Innri- og Ytri-deildar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í kaffistofu frystihússins þriðjudaginn 6. apríl n.k. kl. 20.00.
Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 9. apríl n.k. kl. 17.30.
Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 9. apríl n.k. kl. 18.30.
Loðna
Færeyska skipið Finnur Fríði landaði í gær um 700 tonnum af loðnu hjá LVF. Finnur landaði einnig liðlega 1200 tonnum hjá LVF 24. febrúar s.l. Loðnan var kreist og fóru hrognin í frystingu.
Kolmunni
Í gær lönduðu tveir norskir bátar kolmunna á Fáskrúðsfirði. Það voru skipin Norderveg sem landaði um 1550 tonnum og Libas sem var með um 840 tonn. Þetta er fyrsti kolmunninn sem berst til Loðnuvinnslunnar hf á þessu ári.
Loðna
Í nótt kom norska skipið Smaragd til Fáskrúðsfjarðar með 900 tonn af loðnu, sem unnin verður hjá LVF.
Loðna
Í dag kom norska skipið Akeroy til Fáskrúðsfjarðar með um 900 tonn af loðnu, sem fer til vinnslu hjá LVF.