Í dag er verið að landa úr færeyska skipinu Finni Fríða um 1500 tonnum af loðnu og er þetta annar loðnufarmurinn sem Finnur Fríði kemur með til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð. Loðnan veiddist út af Snæfellsnesi. Loðnan er kreist og eru hrognin fryst hjá LVF, en annað af loðnunni fer í mjöl- og lýsisvinnslu hjá fyrirtækinu.