Við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju 17. október s.l. var 33 einstaklingum athent sérstakt viðurkenningar- og þakklætisskjal fyrir þátttöku sína við björgun tveggja starfsmanna Loðnuvinnslunnar hf úr lest Hoffells 14. febrúar s.l.

Páli S. Rúnarssyni og Rimantas Mitkus var einnig færð gjöf frá starfsfólki Loðnuvinnslunnar hf., sem var málverk eftir Helmu Þorsteinsdóttur, sem listakonan nefnir „Verndarengillinn þinn“.

Athöfnin var hátíðleg og voru kirkjugestir um 100 talsins.