Verkfalli starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum var aflýst seinni partinn í gær án þess að samningar hefðu tekist.

Loðnuvertíðin getur því haldið áfram á eðlilegan hátt og senn fer hrognafrysting í gang. Hoffell lét úr höfn gærkveldi áleiðis á loðnumiðin.