Guðsþjónusta verður í Fáskrúðsfjarðarkirkju sunnudaginn 17. október kl. 14.oo. Prestur séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Í athöfninni verður þeim sem komu að björgun tveggja starfsmanna Loðnuvinnslunnar hf úr lest Hoffells SU 80 þann 14. febrúar s.l. veittar sérstakar viðurkenningar fyrir þátttöku sína við björgun mannanna, sem lánaðist einstaklega vel.

Eftir athöfnina býður Loðnuvinnslan hf kirkjugestum til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Skrúði. Slysavarnadeildin Hafdís annast veitingarnar.