Samninganefndir Afls Starfsgreinafélags og Drífanda stéttarfélags hafa tilkynnt að samþykkt hafi verið að boða til vinnustöðvunar í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæðum félaganna. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin með leynilegri og skriflegri atkvæðagreiðslu í hvoru félagi fyrir sig, meðal allra félagsmanna ofangreindra stéttarfélaga sem vinna í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæðum félaganna. Vinnustöðvunin var samþykkt með 77,8% atkvæðisbærra félagsmanna í Drífanda og 75,4% atkvæðisbærra félagsmanna í Afli.Vinnustöðvunin hefst kl. 19:30 þann 15. febrúar 2011 og er ótímabundin, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma.