Stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga ákvað á fundi sínum þann 30. sept. s.l. að færa Félagsmiðstöðinni Hellinum (Æskó) á Fáskrúðsfirði hljómflutningstæki að gjöf fyrir starfsemina. Gísli Jónatansson, kfstj. afhenti gjöfina í síðustu viku forstöðukonum Hellisins, þeim Guðfinnu E. Stefánsdóttur og Guðbjörgu Steinsdóttur. Hellirinn er til húsa í Félagsheimilinu Skrúði.