Vorfundir

Sameiginlegur fundur Innri- og Ytri-deildar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í kaffistofu frystihússins þriðjudaginn 6. apríl n.k. kl. 20.00.



Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 9. apríl n.k. kl. 17.30.



Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 9. apríl n.k. kl. 18.30.

Loðna

Færeyska skipið Finnur Fríði landaði í gær um 700 tonnum af loðnu hjá LVF. Finnur landaði einnig liðlega 1200 tonnum hjá LVF 24. febrúar s.l. Loðnan var kreist og fóru hrognin í frystingu.

Kolmunni

Í gær lönduðu tveir norskir bátar kolmunna á Fáskrúðsfirði. Það voru skipin Norderveg sem landaði um 1550 tonnum og Libas sem var með um 840 tonn. Þetta er fyrsti kolmunninn sem berst til Loðnuvinnslunnar hf á þessu ári.

Loðna

Í nótt kom norska skipið Smaragd til Fáskrúðsfjarðar með 900 tonn af loðnu, sem unnin verður hjá LVF.

Loðna

Í dag kom norska skipið Akeroy til Fáskrúðsfjarðar með um 900 tonn af loðnu, sem fer til vinnslu hjá LVF.

Loðna

Í nótt kom norska skipið Norderveg til Fáskrúðsfjarðar með 900 tonn af loðnu. Loðnan fer í vinnslu hjá LVF.

Fyrsta loðnan til LVF

Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Fáskrúðsfjarðar í nótt. Það var norska skipið Gerda Marie sem kom með um 880 tonn. Loðnan verður flokkuð og fryst hjá LVF.

Gleðileg jól

Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

KFFB og LVF

Fjarðanet h/f

Stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 11. nóv. 2008 að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu Fjarðanets h/f í Neskaupstað með því að kaupa 16,83% hlut í félaginu.

Eftir endurskipulagninguna eru hluthafar í Fjarðaneti 21 talsins. Þrír hluthafar eiga meira en 10% í félaginu, en þeir eru Hampiðjan h/f 50,86%, Eignarhaldsfélag Austurlands ehf 29,02% og Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga 16,83%.

Fjarðanet rekur í dag starfsstöðvar með alhliða veiðarfæraþjónustu á 4 stöðum á landinu þ.e. í Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Akureyri og Ísafirði. Fjarðanet er eina fyrirtækið á landinu með alhliða þjónustu við fiskeldisfyrirtæki og rekur þvottastöð fyrir fiskeldispoka á Reyðarfirði. Þá er fyrirtækið einnig með þjónustu við verktaka og framkvæmdaaðila og gerði m.a. nýverið samning við Alcoa Fjarðaál um sölu og þjónustu á hífibúnaði. Hjá Fjarðaneti starfa nú um 20 manns og er ársveltan um 300 milljónir.

Aðalfundur Fjarðanets fyrir árið 2008 var haldinn í aðalstöðvum Hampiðjunnar að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði 29. október s.l. Fram kom á fundinum að verulegur viðsnúningur hefur átt sér á rekstri félagsins og ljóst að endurskipulagning þess er farin að skila sér. Í stjórn Fjarðanets h/f voru kosnir: Jón Guðmann Pétursson, formaður, Gísli Jónatansson og Gunnþór Ingvason. Framkvæmdastjóri er Jón Einar Marteinsson.

Norsk-íslensk síld

Færeyska skipið Jupiter kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 500 tonn af norsk-ísl. síld. Síldin verður flökuð og söltuð hjá LVF.

Makrílrannsóknir

Sunnudagskvöldið 9. ágúst hélt Hoffell til rannsókna á útbreiðslu makríls hér við land, en samkomulag hefur orðið um að skipið verði við þessar rannsóknir í ca. 20 daga. Hoffell verður með Árna Friðrikssyni til að byrja með og kannar í fyrstu útjaðra leitarsvæðis Árna. Eftir að Árni Friðriksson hættir rannsóknum tekur Hoffell makrílrannsóknartroll Árna og heldur áfram norður og vestur um land og klárar rannsóknina skv. nánari fyrirmælum Hafrannsóknarstofnunnar.

Hægt er að fylgjast með ferðum Hoffells og annarra rannsóknarskipa á heimasíðu Hafró.