Hópur starfsmanna Loðnuvinnslunnar hf fór í vikuferð til Tyrklands þann 11. september s.l., þar af leiðandi er skiptiborð fyrirtækisins lokað til mánudagsins 20. september.

Framleiðsla er samt sem áður í frystihúsinu á Fiskeyri og Ljósafell rær til fiskjar sem fyrr. Þeim sem þurfa að ná í starfsmenn fyrirtækisins er bent á símaskrá hér á heimasíðunni. Hægt er að ná í framkvæmdastjóra í síma 470-5001 og 892-7170 og framleiðslustjóra í síma 470-5004 og 893-9008 sem báðir eru við störf í fyrirtækinu.