Ljósafell SU
Ljósafell kemur inn til Reykjavíkur í kvöld með 105 tonn. Aflinn er 75 tonn þorskur og 30 tonn karfi.
Túrinn var stuttur og gekk mjög vel, en skipið landaði 70 tonnum í Þorlákshöfn á föstudaginn og fór út strax aftur og er núna á landleið.
Núna verður gefið hafnarfrí og skipið fer út aftur á miðvikudagskvöld.
Norderveg
Norderveg kom inn í morgun með 1.400 tonn af kolmunna til bræðslu.
Veiðin var vestan við Írland.
Hoffell SU
Hoffell er á landleið með rúm 1.300 tonn af loðnu til hrognavinnslu.
Aflann fengu þeir vestan við Snæfellsnes í gær og verða þeir á Fáskrúðsfirði um kl. 6 í fyrramálið.
Loðnan er með góðan þroska og hentar vel til hrognatöku.
Ljósafell
Ljósafell landaðii 95 tonnum í dag í Þorlákshöfn. Þetta var stuttur túr, en skipið fór út kl. 13 á fimmtudaginn frá Fáskrúðsfirði.
Aflinn var 45 tonn karfi, 13 tonn þorskur, 30 tonn ufsi, 6 tonn ýsa og annar afli.
Ljósafell fer út frá Þorlákshöfn á morgun.
Hoffell SU
Hoffell á landleið með um 1.100 tonn til hrognavinnslu. Hoffell fékk aflann í gær og verður komið til Fáskrúðsfjarðar í nótt.
Þessi vinnsla er alltaf jafn skemmtileg og verðmætar afurðir sem koma úr þessari vinnslu.
Góður markaður er fyrir hrogn og markaðir tómir.
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn í morgun með 95 tonn, þarf af var 65 tonn þorskur 15 tonn karf, 10 tonn ýsa og annar afli.
Sandfell og Hafrafell
Febrúarmánuður var gjöfull hjá Sandfelli og Hafrafelli. Sandfellið landaði um 208 tonnum og Hafrafellið um 203,2 tonnum
Eins og sést á eftirfarandi lista verma þeir þriðja og fimmta sætið yfir aflahæstu línubátana.
Sæti | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | Patrekur BA 64 | 267.6 | 8 | 39.1 | Patreksfjörður |
2 | Indriði Kristins BA 751 | 235.4 | 14 | 25.1 | Tálknafjörður, Ólafsvík, Bolungarvík |
3 | Sandfell SU 75 | 208.0 | 22 | 18.9 | Djúpivogur, Grindavík, Þorlákshöfn, Sandgerði, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður |
4 | Einar Guðnason ÍS 303 | 203.6 | 19 | 14.2 | Suðureyri |
5 | Hafrafell SU 65 | 203.2 | 21 | 19.2 | Djúpivogur, Grindavík, Sandgerði, Þorlákshöfn, Hornafjörður, Stöðvarfjörður |
6 | Jónína Brynja ÍS 55 | 200.3 | 20 | 16.4 | Bolungarvík |
7 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 192.0 | 19 | 15.2 | Bolungarvík |
8 | Kristján HF 100 | 182.2 | 17 | 18.5 | Sandgerði, Grindavík, Ólafsvík, Hafnarfjörður |
9 | Auður Vésteins SU 88 | 170.6 | 18 | 14.9 | Sandgerði, Grindavík |
10 | Kristinn HU 812 | 164.3 | 15 | 16.5 | Arnarstapi, Ólafsvík |
11 | Gísli Súrsson GK 8 | 161.8 | 17 | 13.4 | Sandgerði, Þorlákshöfn, Grindavík |
12 | Óli á Stað GK 99 | 153.7 | 20 | 19.6 | Sandgerði, Grindavík |
13 | Stakkhamar SH 220 | 146.4 | 16 | 13.4 | Rif, Arnarstapi |
14 | Vésteinn GK 88 | 141.3 | 16 | 1 |
Aflatölur
Samkvæmt eftirfarandi lista trónir Hoffell SU á toppi listans yfir aflahæstu uppsjávarskipi fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Heildarafli skipsins er 5293 tonn og er uppistaða aflans kolmunni, en einungis 470 tonn afland er síld.
Sæti | Sæti áður | Nafn | Heildarafli | Landanir | Loðna | Síld | Kolmunni | Makríll |
1 | 1 | Hoffell SU 80 | 5293 | 4 | 470 | 4815 | ||
2 | 2 | Beitir NK | 5049 | 3 | 2025 | 3024 | ||
3 | 9 | Polar Amaroq 3865 | 3418 | 5 | 3418 | |||
4 | 5 | Börkur NK | 3337 | 2 | 1142 | 2186 | ||
5 | 4 | Jón Kjartansson SU Nýi | 3273 | 2 | 1039 | 2234 | ||
6 | 3 | Víkingur AK | 3148 | 2 | 894 | 2238 | ||
7 | 7 | Aðalsteinn Jónsson SU | 2892 | 2 | 932 | 1942 | ||
8 | 6 | Venus NS 150 | 2682 | 2 | 610 | 2043 | ||
9 | 8 | Bjarni Ólafsson AK | 2542 | 2 | 781 | 1761 | ||
10 | 11 | Hákon EA | 1786 | 2 | 655 | 1129 | ||
11 | 17 | Ásgrímur Halldórsson SF | 1598 | 2 | 1598 | |||
12 | 15 | Heimaey VE | 1434 | 2 | 1434 | |||
13 | 10 | Guðrún Þorkelsdóttir SU | 1180 | 1 | 1180 | |||
14 | 18 | Jóna Eðvalds SF | 1160 | 2 | 1160 | |||
15 | 16 | Ísleifur VE | 1055 | 2 | 1055 | |||
16 | 12 | Sigurður VE | 716 | 2 | 589 | |||
17 | 19 | Kap VE | 605 | 2 | 604 | |||
18 | 14 | Huginn VE | 397 | 1 | 397 |
Aflabrögð í febrúar
Ágætur afli Ljósafells, Sandfells og Hafrafells í febrúar 945 tonn óslægt.
Ljósafell var með 535 tonn,
Bátarnir með 410 tonn, Sandfell með 207 tonn og Hafrafell með 203 tonn.
Ekki var hægt að róa á bátunum síðustu þrjá daga í febrúar vegna brælu.
Allar aflatölur miðað við óslægt.
Kolmunnalandanir
Norska skipið Harvest kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun af miðunum vestan við Írland með um 1600 tonn af kolmunna.
Um 800 milur er af miðunum.
Smaragd, sem einnig er frá Noregi er svo væntanlegur seinnipartinn í dag með um 2000 tonn af kolmunna. Skipið fékk aflann á svipuðum slóðum og Havrest, vestur af Suður-Írlandi.
Loðnuvinnslan keypti núverandi Hoffell af eigendum Smaragd sumarið 2014, en skipið var mjög vel við haldið hjá fyrri eigendum og hefur reynst mjög vel hjá Loðnuvinnslunni.
Hoffell SU
Hoffell er á landleið með 400 tonn af loðnu í frystingu fyrir Japansmarkað, aflinn er fenginn í Meðallandsbugt fyrir vestan Ingólfshöfða. Hoffellið verður á Fáskrúðsfirði snemma í fyrramálið.
Allt gekk vel, en ekki hefur verið kastað nót á Hoffelli síðan í mars 2018.
Eftir löndun er reiknað með að sigla vestur að Snæfellsnesi og veiða loðnu í hrognatöku.
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn í gærkvöld með rúm 100 tonn af fiski. Skipið fór út á laugardagskvöld frá Þorlákshöfn.
Aflinn er 35 tonn þorskur, 35 tonn karfi, 30 tonn ufsi og annar afli.
Skipið fer aftur út kl. 13,00 á morgun, föstudag.