Ljósafell kom inn til Þorlákshafnar í morgun með 60 tonn af fiski.  Aflinn er um 50 tonn karfi og 10 tonn ufsi og annar afli.

Skipið fer út eftir löndun.  Túrinn hjá Ljósafelli var aðeins tæpir tveir sólarhringar, en skipið fór út frá Þorlákshöfn sl mánudag.