Ljósafell kom inn um hádegi í dag með 75 tonna afla. 60 tonn þorskur, 7 tonn karfi, 6 tonn ufsi og annar afli.

Eftir löndun fer skipið til Reykjavíkur og settar verða í það krapavélar.  Eftir það verður skipið með eigin krapavinnslu og þarf ekki að taka ís úr landi.  Við þessar breytingar tekur skipið um 10-15% meiri afla í lest. Áætlað er að verkið taki tæpar tvær vikur.